Félagar,
Ég er sammála því að yfirgangur Ísraela er algjör og að við eigum engan vegin að láta atburði Mið-Austurlanda afskiptalausa.
Samt hef ég verið að spá.
Af hverju í ,,dauðanum\" segir Arafat ekki opinberlega með hjálp fjölmiðla, sem hann ennþá talar eitthvað við, fólkinu sínu að hætta þessum sjálfsmorðsárásum.
Palestínumenn eiga samúð heimsins og hún eykst á hverjum degi. Ef Arafat kæmi fram opinberlega með ofantalda yfirlýsingu má taka sem víst að þjóðir heimsins færu strax af stað og breyttu gangi mála.
Árásirnar eru það eina sem Sharon hefur á Palestínumenn og notar það óspart í áróðri sínum!
Eða er það ekki?
Væri gaman að fá málefnalega umræðu um þetta.
kv
gg