Að taka þátt í mótmælum
Ég vil byrja á að taka fram að ég hef eingöngu mætt tvisvar og þá í “búsáhaldabyltinguna”.
Mig dauðlangar að komast í þau mótmæli sem eru þessa dagana. Þó ég sé almennt friðsamlegur gaur þá finnst mér eins og einhverskonar öfgar sé það eina sem dregur athygli að mótmælunm svo þau fái almennilega umfjöllun í fjölmiðlum.
Öfgar þurfa þó ekki að vera fólgnar í ofbeldi, öskrum eða öðrum látalátum og ég er EKKI að tala um eitthvað slíkt.
Það sem mér hefur fundist eftirminnilegast undanfarin tvö ár er t.d. “Mottu mars” og “prjónaæðið” sem hafa náð svakalegri fótfestu í þjóðfélaginu á skömmum tíma.
Vilborg Dagbjartsdóttir prjónaði fyrir framan stjórnarráðið og ég munaldrei gleyma því, mér fannst hún óendanlega flott og hún hitti í mark hjá fólki með þessum gjörningi.
Það er eitthvað svona sem mig mundi langa til að koma á framfæri, gera fólki kleyft að viðra sína skoðun án þess að það sé stimplað sem “mótmælandi” og óeirðaseggur.
Mig dauðlangar t.d. að fólk mæti með 17.júní fánana í mótmæli, að það verði ókeypis candu floss á staðnum eða eitthvað sem setur lit á mótmælin og dregur friðsamlegt fókl að mótmælunum en fælir það ekki frá.
Endilega viðrið hugmyndir ykkar um hvernig megi mótmæla á meira áberandi en friðsamlegan hátt…