Á sunnudaginn var Bandaríska þjóðin að undirbúa ferska árás á nýja al-Qaida og Talibana herstöðvar eða herstaðsetningar öllu heldur í Afghanistan. Á næstum því nákvæmlega sama tíma segjast Bandaríkja menn hafa uppgötvað peningaflæði á milli herdeilda al-Qaida. Ef að reynist rétt þá er þetta um það bil 14. ótrúlegi hlutur sem að Bandaríkja menn hafa bara allt í einu dottið inní síðan 11. September. Ef að hugsað er tilbaka þá hefur aldrei í sögunni verið fundnir svona margir sakfellandi hlutir svona alltíeinu á réttum tíma í hernaði
Það byrjaði daginn eftir árasirnar þegar að fundust flugleiðbeiningar á arabísku og Kóraninn í bíl sem Mohammed Atta (fyrir þá sem ekki vita þá er Atta talinn vera höfuðpaurinn í árásinni)hafði leigt og skilið eftir á Boston flugvellinum. Stuttu eftir árásirnar var þetta upplyftandi: Bandaríska leyniþjónustan var komin á sporið og glæpamennirnir voru komnir með andlit.
Rétt undir viku seinna var annar fundur, tveim húsalengdum frá turnunum fannst vegabréf Atta. Við sáum öll pappírinn rigna niður frá turnunum en ótrúlegt en satt vegabréfið hans fannst og allir voru ánægðir.
En við erum bara rétt að byrja á tilviljunum. 24. September í eigum Zacarias Moussaoui (eini maðurinn sem að búið er að ákæra í málinu)fundust leiðbeininigar um hvernig ætti að stýra áburðarflugvél. Og fjórum dögum seinna fannst sjálfsmorðbréf Atta og lýsingarvoru genfar út um hvað stæði í því svosem að hann ætti eftir að hitta 72 hreinar meyjar og þar fram eftir götunum.
Í desember fannst síðan upptakan í húsi í Jalalabad af bin Laden þar sem hann átti að vera að hlæja og gorta sig af árásinni. Á nýja árinu heldur það síðan áfram þegar maðurinn er handtekinn áður en hann fer um borð í flugvel frá Parísar til Miami.. Hann hét Richard Reid og á internet kaffihúsi fannst á harðadrifi á tölvu þar tölvupóstur sem hann hafði sent þar sem hann var að gorta sig af því fyrifram að hafa grandað flugvélinni sem hann var að fara stíga uppí. Þess má einnig geta að heppilega eða þá óheppilega vildi til að fyritækjaspjald (nafnspjald) frá kaffihúsinu fannst í vasa hans þegar hann var handtekinn.
Og síðan síðasta föstudag fundu Bandaríkjamenn heila hillu af bæklingum sem að innihéldu upplýsingar um hvenig á að stunda hryðjuverk. Og ekki má gleyma í Janúar þegar að bæklingur fannst hvernig á að skjóta af léttvopni.
Fyrir utan það hvernig al-Qaida virðist alltaf vera að týna hlutum á ótrúlegum stöðum er ekki skrýtið að þessir menn þurfa bæklinga um allt sem að þeir gera eða eiga að gera. Og ef að gæði þessara bæklinga er eitthvað í líkingu við það sem við þekkjum af hlutum sem við kaupum þá verða þeir þá ábyggilega enn að lesa þá löngu eftir að ábyrgðin er runnin út.
Auðvitað má hver sem er túlka þetta eins og hann/hún vill. Hægt er að greina í þessu Bandarískan áróður til þess eins að fara í stríð með engar sannanir. Ég er ekki að segja að Bandaríkjamenn séu að búa til alls kyns sögur einhvers staðar í Washington. Og ekki vil ég heldur tala um samsæriskenningar vegna þess að þær hafa svo ljótt orð á sér. En staðreyndirnar tala sínu máli. Bandaríkin hafa mistekist að gera þessa fjóra hluti og eru þeir mjög merkilegir. Í fyrsta lagi að þrátt fyrir ótrúlegum upphæðum sé eytt í hernað og slíkt þá tókst þeim ekki að komast að þessum árásum fyrifram. Ný bók sem er skrifuð af Rhodri Jeffrey-Jones Cloak and Dagger: A History of American Secret Intelligence (Yale),þar segir hann frá því hvernig síðan að Bandaríkin voru stofnuð þá hefurt bandaríska leynijónustan ýkt eða logið til um alls kyns hluti til þess eins að fela eyðslusemi sína og reyna að sýna hversu mikils virði þeir eru fyrir Bandarísku þjóðina og í leiðinni missa þeir af tækifærinu til þess að vinna í málefnalegri hlutumog losa sig við meiri hættur.
Í öðru lagi þrátt fyrir verðlaun uppá 2,5 milljón dollara sem að voru boðnir í endaðan janúar þá hefur maðurinn sem að sendi út anthrax bréfin ekki fundist.
Í þriðja lagi þá fann leyniþjónustan aldrei blaðamannninnn Daniel Pearl sem var rændur og síðan myrtur.
Og í fjórða lagi og ótrúlegast af öllu að þrátt fyrir tæknivæddar gervihnatta diska í geimnum og að hafa boðið 25 milljín dollara fyrir Bin Laden þá er hann ennþá ófundinn.
Ætli þetta sé ein af ástæðunum fyrir því að Bandaríkin eru að tala um árás á Íraq. Að sýna styrk hersins til þess að dreifa athyglinni frá lélegum upplýsingum sem þeir hafa fengið um merkilega hluti? Hvað sem því líður þá að finna einn flugbækling gæti verið ótrúleg heppni en að finna heila hillu virðist vera örvæntingarfullt.
——————–