Fólk er fordómafullt. Hver einasta persóna hefur fordóma gagnvart einhverju. Ég veit það vel og þið líka vonandi. Það eru til góðir fordómar og slæmir. Ég fordæmi margt þ.á.m Kynþáttahatur - Ofbeldi - Nauðganir o.s.f.. Lífið er fullt af þessum fordómum, en fordómar byggja upp samfélagið. Ég hef mikla fordóma í garð slagsmálahunda ég fatta ekki tilgans ofbeldis afhverju er ekki hægt að leysa málin án þeirra ? Það eru margir sem elta upp slagsmál og reyna að fá fólk í slagsmál. Ég bara spyr um tilgang þess, hví ekki að verða boxari og nota þá hæfileika í annað en að lumbra á saklausum ??
Kynþáttahatur. Ég held persónulega að kynþáttahatur stafi aðeins af hræðslu eða skort á þekkingu,
Fólk er oft hrætt við þá sem líta öðruvísi út, hegða sér öðruvísi og hafa aðra lífshætti,
Fólk hefur rétt á að hegða sér einsog það vill innan vissra laga, eins lengi og það fólk hegðar sér innan þeirra eru þau saklaus rétt einsog aðrir,
Fólk er oft fávíst um aðra kynþætti, eða litarhátt, í raun er lítið að læra um það nema saga og menning þeirra, því þetta fólk er allveg einsog allir aðrir,
Ofbeldi. Ofbeldi er án efa mesta heimska sem ég veit um. Ég er allfarið á móti því, líka í Boxi þar sem fólk fær margar milljónir fyrir að slást. Ofbeldi er bæði til í andlegu og líkamlegu formi og mörg okkar sem þekkja það bæði af einelti. Ég veit vart verri hlut sem ég persónulega hef lent í. Ofbeldi andlega hefur í för með sér að líf eyðileggjast, og manneskjur brotna saman. Margir sem hafa leiðst í eiturlyf eru fólk sem hafa lent í þessu. Ég hef talað við manneskjur sem í alvurru héldu að eiturlyf léti þér líða betur, Það gerist fyrst en svo detturu niður og niður þangað til þér líður illa með þau og illa án þeirra.
Líkamlegt ofbeldi er hræðilegt og andlegt líka. Ég er fordómafullur á þessa tvo hluti. Og skammast mín ekkijert fyrir það.
Það er einsog fólk hugsi oft ekki áður en það segjir einhvað eða gerir einhvað. ég veit ekki verri hlut en þegar fólk sem ég þekki eða bara fólk útá götu talar um eiturlyf eða ofbeldi einsog það sé gott og holt.
Fordómar eru í öllu.
Fordómar gagnvart Rokkurum, Trúarbrögðum, Litarhætti, og fleiru
Fordómar gegn slæmum hlutum eru góðir
en fordómar á kynþætti eða lífshætti á að eyða
Takk fyrir
Hjalti