Tapaði ég? Afsakaðu misskilninginn en ertu ekki kominn á fertugsaldur? Ef þetta svar hefði komið frá e-jum 15 ára hefði ég ekki orðið hissa en váh! fyrr má nú aldeilis fyrr vera. En fyrst þú ögraðir mér skal ég taka áskoruninni, en fyrst ætla ég að segja þér af hverju ég ákvað að hætta að rífast við þig.
Út frá því sem þú skrifar og hvernig þú skrifar það, þau rök - en aðallega rökleysur - sem þú notar og sú fáfræði sem skín af máli þínu benda til eftirfarandi. Þú ert einfaldur, afar einfaldur. Ég sé þig fyrir mér sem minnipokamann sem hefur alltaf langað að vera með fína liðinu en af einhverjum ástæðum hefur þér ekki tekist það. Þú ert týpan sem ég vorkenni alltaf þegar við mætumst útá götu eða ég keyri fram hjá á Laugaveginum. Þú býrð einn (finnst mér líklegt), ert í fremur leiðinlegri vinnu að skúra eða tína rusl (eitthvað álíka einfalt). Fólkið í vinnunni forðast þig því það telur þig skrítinn, og þegar þú byrjar að tala á það erfitt með að losna frá þér því þú talar svo mikið og þau hafa það hreinlega ekki í sér að særa þig með því að segja stopp. Þú virkilega trúir því að þú sért á réttri skoðun og alveg sama hvað þú heyrir þá muntu ekki skipta um skoðun. Ástæðan fyrir því er sú að þá heldur þú að allir hinir álíti þig vitlausan. En svo er ekki skal ég segja þér. Kunnáttuleysi og fáfræði er í raun ekkert til að skammast sín fyrir. Það er þrjóskan og þvermóðskuhátturinn hins vegar. Þú værir týpan sem myndir sitja á dekkinu á Titanic af því að þú borgaði fyrir farið og ætlar að fara á leiðarenda! En úbbs! það sökk. Lærðu að viðurkenna mistök og líttu á rökin. Annars geturðu stungið hausnum ofan í sandinn og verið þar.
Og nú skal ég svara þér. Ég á meira að segja frekar auðvelt með það af því að “rökin” þín eru af álíka gæðum og hjá fimm ára leikskólastúlkum sem rífast um hvor þeirra má leika sér með kubbana.
Þú sagðir: "Ég og margir aðrir munum ekki hata þá [Gyðinga/Ísraelsmenn] fyrir það![Að reka Araba á brott með vopnavaldi] Ég vil líka að alþjóðasamfélagið berjist gegn aröbum svo þeir geti ekki leitað hefnda.“
Auðvitað átt þú ekki eftir að hata þá, enda eru þetta elsku litlu kjútípútí Ísraelsmennirnir sem aldrei hafa gert neitt ljótt nema kannski bara óvart en það var samt allt í lagi af því að þeir ætluðu ekki að gera það.
(Af því að ég veit að þú ert einfaldur þá er þetta skrifað í kaldhæðnisstíl, en kaldhæðni er háð (og þetta er skrifað í mjög barnalegum stíl til að útskýra einfaldan hlut)).
Svo viltu láta alþjóðasamfélagið berjast gegn Aröbum svo þeir geti ekki hefnt sín. Hmmmms… finnst þér liklegt að það takist? Hvernig myndirðu vilja útfæra það?
Dóh! af hverju er ég að spyrja spurninga þegar ég veit hvernig þú ætlar að svara…
Þú sagðir: ”Ég er ekki eins og nasistar voru!“
Víst ertu eins og nasistar. Hér fylgja tvær setningar, lestu þær báðar vandlega yfir.
Setning 1: Nasistar vildu útrýma Gyðingum.
Setning 2: Peace4All vill útrýma Aröbum.
Setning 2 er alveg eins og setning 1, nema að í staðinn fyrir ”nasistar“ stendur ”Peace4All“ og í stað ”Gyðingar“ stendur ”Aröbum“. Setning 2 er reyndar í nútíð en nr. 1 er í þátíð.
Ég vona að þú sjáir að verknaðurinn er sá sami þó að hann beinist gegn ólíkum trúarhópum (ekki að ég búist við því). Þ.a.l. hefur þú gerst sekur um rasisma.
Þú sagðir: ”Samt vil ég helst láta alla múslima fá aðra trú svo að það þurfi ekki að útrýma þeim.“
Gott og vel. Sjálfur er ég á móti Sjálfstæðismönnum. Þetta er hreint og beint vondur flokkur af því að Vinstri-grænir segja það! Það á að drepa alla Sjálfstæðismenn eða láta þá fá aðra skoðun svo það þurfi ekki að útrýma þeim.
Ég tek það fram að ofangreind setning er örlítið færð í stílinn. Ég hef í raun ekkert á móti Sjálfstæðismönnum, ég hef m.a.s. kosið þá… En þetta eru álíka raunhæf markmið hjá okkur. There's no way in hell að mér tækist að útrýma bláu greyjunum eða að troða upp á þá öðrum pólitískum skoðunum. Það sama á við um múslima, Gyðinga, kristna, hindúa, búddahtrúar, jóga… skilurðu hvað ég er að fara?
Þú sagðir: ”Konurnar verða sendar til annara landa og þar munu þær verða settar á heimili sem mun annast þær og börnin. Þær fá ekki að trúa á íslam og verður bannað það [...]“
Í hvaða landi, á hvaða heimilum, hversu mörg heimili heldurðu að þurfi til að taka á móti hálfum milljarði barna og kvenna, hvar ætlarðu að finna pláss og finnst þér líklegt að einhver vilji taka á móti þessu ”ógeði sem múslimakonur jú eru“. Komdu með raunhæfa lausn, ekki svar sem hljómar ca. ”bara allir og út um allt og af því bara“. Ef þú gerir það sannarðu einfeldningshátt þinn.
Ég bað þig svo um að leggja eftirfarandi spurningu fyrir félaga þína í Heimsþorpi: ”Er það rasismi að dæma þjóðir og þjóðarbrot út frá trú þeirra. Ef það er ekki rasismi, hvað er það þá?“ Láttu mig svo vita svarið :-)”
Þú hinsvegar svaraðir: “Það er ekki rasismi.”
ARG! Þetta er eins og að rífast við vegg. Ég bað þig um að spyrja félaga þína að þessu… gerðu það fyrir mig og þá skulda ég þér greiða. Oks?
Ég spyr þig líka hvað þetta er ef þetta er ekki rasismi. Ekki er þetta manngæska, ást gagnvart öðrum manneskjum, umburðarlyndi eða skilningur. Segðu mér hvað þetta er og þá skal ég sannfærast ef það er eitthvað vit í því.
Svo langar mig að kommentera á svör þín til annars. T.d. þetta: “Ég hef lesið 20 blaðsíður í Kóraninum og las þetta.” Ég spyr á móti, hvar í Kóraninum? Ef þú getur ekki bent á kaflann og versið áttu ekki að nota þessi rök. Auk þess gerir 20 blaðsíðna lestur þig ekki að sérfræðingi í kóraninum. Ég hef lesið þó nokkuð mörg símanúmer upp úr símaskránni en kann hana ekki utan af og er alls enginn sérfræðingur í henni. Með þessum rökum gæti ég sagt “vá, allir karlmenn á Íslandi heita Jón”.
Að lokum sagðir þú þetta: “Við getum ekki gert að því þótt við séum samkynhneigð og það er alveg lýðræðislegt af því að það má ekki mismuna fólki eftir kynhneigð sinni.”
Það má heldur ekki mismuna fólki eftir trú sinni. Ég hef ekkert meira um þetta mál að segja því það liggur í augum uppi hvað þetta er fáránlegt hjá þér.
Ágæti P4A. Ef þú ætlast til þess að fólk beri virðingu fyrir þér skaltu bera virðingu fyrir öðrum. Öllum. Fordómar eru slæmir og skapa bara vandamál.
Ástandið í Ísrael og Palestínu er vont. Það leysir engan vanda að Pal. stundi sjálfsmorðsárásir og það leysir heldur engan vanda að Ísraelsm. hefni. Sem Palestínumenn svo hefna. Sem Í. hefnir. Sem P. hefnir. Sem Í hefnir… þannig að þegar öllu er á botninn hvolft er verið að hefna fyrir hefnd sem var til að hefna sem var hefnd sem var gerð í hefndarskyni fyrir hefnd fyrir eitthvað sem allir eru löngu búnir að gleyma.
Ástandið hér heima gæti orðið vont. Í Svíþjóð hefur það verið markmið að engin aðlögun innflytjenda skuli eiga sér stað. Þeir sitja uppi með risastóran vandamálapakka núna. Danir eru í svipuðum málum og fleiri þjóðir.
Til eru tvær gerðir af vandamálalausnum. Góðar og slæmar.
Slæm lausn lítur aðeins á það sem er á staðnum akkúrat núna. Ekki er mikið pælt í því hvað gerist á morgun og hvað þá eftir nokkur ár. Þessum “lausnum” fylgja oft meiri vandamál þegar til lengri tíma er litið. Þín lausn flokkast í þennan hóp.
Góð lausn lítur í kringum sig, til nágrannalanda sinna, til framtíðar og kannar líka hvað gerðist í fortíðinni í svipuðum eða eins málum. Þetta er ekki skyndilausn heldur krefst mikillar þolinmæði, tíma og allir þurfa að leggja sig fram. Hér koma byssur yfirleitt ekki við sögu.
Nú hvet ég þig eindregið til að svara öllum spurningunum hér fyrir ofan með rökum, ekki rökleysu. Ég veit að þetta eru margar spurningar, kannski fleiri en þú ræður við, en endilega taktu þér tíma og sannfærðu mig (og alla hina) um að þín skoðun sé sú rétta. Í versta falli munum við hætta að líta á þig sem einfeldningslegt kjánaprik ef þú leggur þig allan fram við að svara þessu.
Kveðja,
Hnokki.