Í því árferði sem við lifum í núna vil ég benda á blússandi óréttlæti sem viðgengst á götum borgarinnar!

Kirkjunar menn eru á lúsarlaunum og borga hækandi leigu og ég veit ekki hvað!

Hver hefur ekki séð presta strita hörðum höndum við að ferma börn(rukka reyndar flestir aukalega fyrir það) eða kófsveittir við skýrnir(aftur: rukka aukalega fyrir það)?
Hver hefur ekki beðið mánuðum saman eftir viðtali við Prestinn vegna mikilvægs mál en það var bara svo mikið að gera hjá honum!

Og talandi um þetta! Hvað með Biskupunn sjálfan! Séra Karl, þetta mikilmenni sem heldur þjóðinni saman með fögrum raddtónum, sem gerir lífið betra með… uhhh… því sem hann gerir best.

Ser(hagsmunapotarinn)a Karl og vinir hans ræða í

http://kirkjan.is/pi/skraarsofn/pi/2010/02/Stj%C3%B3rnarfundur-%C3%AD-P%C3%8D-18.feb.-2010.pdf


Þá var um það rætt á fundinum að meðal nokkurra presta hefur það komið til tals að laun
biskups Íslands séu óeðlilega lág miðað við stöðu hans meðal embættismanna þjóðarinnar og
miðað við vægi embættis hans.

Ok, eins og þið sáuð byrjaði þetta hjá mér í smá hæðni og endaði svo í ælu.

Er ég einn um það að finnast Prestar og aðrir embættismenn(en þó sérílagi prestar) dulítið uppfullir af sjálfum sér? Hvað er málið með þessa stétt?

Þeir eru á fínu kaupi, geta rukkað fyrir hvern viðrekstur ef hann viðreksturinn tengist sóknarbörnum hans og og svo hafa þeir margir hverjar aukasporslur “vegna embættisins”.

Svo væa þeir og væla, káfa á börnum okkar og ég veit ekki hvað. Jú jú, margir fínir menn, og konur, þarna inni á milli, efa það ekki. Það eru ekki allir slæmir og margir bara þrusugóðir, gera margt gott og veita sáluhjálp og hvaðeina, mjög gott.

En! Stéttin sem heild er rotin, þetta er orðið slíkt bjúrókratabatterý að þa hálfa væri nóg, peningur, peningur og peningur. Það er hið nýja heilaga orð.

Jæja, fékk aðeins að ausa úr skálum reiði minnar, takk.