Ég las á síðu íslenska nýnasistaflokksins(flokks framfarasinna) áðan óhróður um Heimsþorpið sem eru samtök sem berjast gegn kynþáttafordómum.
Heimsþorps samtökin voru stofnuð í fyrra og eru nú um 400 manns í félaginu(segir flokkur framfarasinna) og er ég einn þeirra og hef verið skömmu eftir fyrsta fundinn þeirra sem ég komst ekki á.
Heimsþorpið berst á móti kynþáttahatri sem hefur verið að aukast nú í evrópu og alls konar nýnasistar og rasistar komist til valda þar t.d. í danmörku, austurríki, ástralíu og ítalíu.
Í þessari grein á síðu nýnasistaflokksins er sagt að Heimsþorp séu öfgasamtök og vogar greinarhöfundur(sem skrifar bara upphafsstafi sína við greinina) að kalla Mannréttindasamtök innflytjenda á Íslandi og fjölskyldna þeirra öfgasamtök! Hvernig vogar hann/hún sér það? Þessi samtök hafa barist gegn því að innflytjendur og fjölskyldna þeirra fái jafn mikil réttindi og íslendingar. Flokkur framfarasinna sem segir að hvítir séu bestir(það skín í gegn) vilja ekki að innflytjendur hafi mannréttindi og af því kalla þeir þá sem berjast fyrir mannréttindum þeirra, öfgasinna!
Höfundur líkir líka Mannréttindasamtökum innflytjenda á íslandi og fjölskyldna þeirra við systurfélag framfarasinna, frægt Félag Íslenskra Þjóðernissinna. Ég veit ekki af hverju þeir segja þetta um félaga sína, það hefur verið sagt að Félag Íslenskra Þjóðernissinna og Flokks framfarasinna hafi starfað saman og nokkrir Framfarasinnar mætt á fund Þjóðernissinna þegar hann var haldinn. Nýnasistafélögin eru þá líklega hætt að vinna saman af því að Flokkur Framfarasinna talar svona um gamla félaga sína.
Nýnasistinn sem skrifar greinina segir líka að Heimsþorp berjist bara á móti fordómum íslendinga en það er ósatt! Heimsþorp berst á móti fordómum allra, líka innflytjenda sem hafa fordóma á móti íslendingum(það eru mjög fáir innflytjendur samt) og við viljum auka skilning kynþáttanna á hvor öðrum og bæta sambúð þeirra af því að fjölþjóðasamfélagið sem við kusum okkur er óumflýjanlegt og blöndun kynþáttanna nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir vandræði eins og í danmörku þar sem hvítir hafa innflytjendur.
Höfundur greinarinnar segir líka að Heimsþorp steli þeim félagsgjöldum sem meðlimir samtakana borga. Það er ekki satt! Við höfum verið að halda tónleika og fleira sem hefur kostað mikla peninga og við ætlum líka að hafa fræðslu um þessi mál í skólum(ég ætla kannski að fá að starfa við það) og það er mjög dýrt. Það kostar líka mikið að hafa svona slóð(www.heimsthorp.is) og margt fleira sem peningarnir fara í.
Þessi höfundur segir líka að hið opinbera hafi styrkt okkur, ég veit ekki um það.
Hið opinbera ýtir undir kynþáttahyggju með að hafa hömlur á innflytjendastraumi hingað sem á bara að vera frjáls og ég veit ekki hvort hið opinbera styður okkur eitthvað.
Markmið Heimsþorpsins er að eyða kynþáttamismunun, landamærum og ójafnrétti sem aðrir minnihlutahópar hafa orðið fyrir í gegnum aldirnar.
Við erum ekki ómerkileg samtök eins og bölvaður nýnasistinn segir!