Banaslys hafa farið fjölgandi undanfarin ár, enginn mótmnælir því.
Nú síðast lést maður þegar hann lenti í árekstri við vörubíl á kjalarnesinu. Ótrúleg fjölgun banaslysa hafa leitt til þess að ríkisstjórn og vegagerð hafa tekið höndum saman um að reyna að stuðla að fækkun þeirra. en hvað þarf að gera?

Það er mitt mat að þessi fjöldi trukka í umferðinni er allt of mikill. Stutt er síðan annar árekstur varð þar sem tvö ungmenni létust í Kollafirðinum, einmitt eftir að hafa lent í árekstri við stóran vörubíl.

Ríkisstjórnin reynir að stuðla að fækkun banaslysa , með því að lagfæra vegi, og banna fólki að tala í síma meðan það keyrir, sem er nú alveg gott og blessað, en ég held að þeir séu að fara á mis við það sem ég tel brýnast af þessu öllu. Hvetja til að vörur verði fluttar milli landshluta með skipum.

Ég tek sem dæmi að nú er Sementsverksmiðjan uppá Skaga hætt flutningum yfir til reykjavíkur með skipi, sem þeir hafa gert í mörg ár, og hafa tekið upp á því að keyra með þetta allt suður. Það er svo hagstætt, útaf göngunum sko. Þessar ferðir valda sjáanlegum prósentumun á umferð um hvalfjarðargöng, og þessir vörubílar eru bara nokkrir dropar úr hafi þeirra.

Ég keyri milli Reykjavíkur og Skagans nærri daglega, og verð þessvegna var við þessa trukka, oft með jafnlöngum tengivagni í eftirdragi. Ég er því viss um að fullt af fólki er sammála mér um það að manni lýuður ekkert vel a vera að mæta þeim, né taka fram úr þeim, og verst af öllu er þegar þeir eru að taka fram úr manni sjálfum á 100 km hraða.

Ökumaður fólksbíls sem lendir framan á trukk úr gagnstæðri átt á ENGA von um að lifa af.

Ég er orðinn þreittur á þessum stöðugu fréttum um banaslys í umferðinni. Hver veit hvenær þau standa nærri manni , eða maður lendir í einu sjálfur? Við losnum sennilega aldrei alveg við þau, en ég styð öll framtök sem stuðla að öruggari umferð.

Sennilega er hagstæðara að keyra með hlutina, og þeir eru fljótar komnir á áfangastað, en sá hagur fýkur útum gluggann um leið og einhver lætur lífið við að klessa á bílinn sem hefði ekki þurft að vera þarna því að hægt var að sigla með dótið. Það er´lík ahægt að senda meira í einu með skipum.

Ég skora á stjórvöld að hækka þungaskatt á vörufluttningabíla, eða lækka þau gjöld sem eru á skipafluttningum milli landshorna, til að reyna að fækka þessum stóru bílum í umferðinni.
Ég hvet alla til að til að skrifa nafnið sitt undir þessa grein, og standa með okkur í þessu.

GAS81