Er þetta virkilega það klikkuð hugmynd?
"Leggur til að fangar verði fluttir til Íslands
11 blogg um fréttina »
David Hale, stjórnarformaður bandaríska fyrirtækisins Global Economics leggur til í grein sem birtist á vef Finacial Times í dag að fjárhagsvandi Íslands verði leystur með því að senda fanga úr Guantánamo fangabúðunum til Íslands.
Herstöð Bandaríkjamanna verði opnuð á ný á Miðnesheiði og forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, losni úr þeirri klípu að finna vænlegt fangelsi fyrir þá þegar búðunum verður lokað.
Hale leggur til að byggingar á Miðnesheiði verði nýttar til að hýsa fangana sem nú eru í fangabúðum Bandaríkjastjórnar á Kúbu.
Bandarísk stjórnvöld gætu í þakklætisskyni boðið íslensku bönkunum að verða hluti af björgunarpakka bandarískra stjórnvalda. Þau myndu síðan greiða skuldir Íslands í Bretlandi og Holland. Kostnaðurinn við það yrði einungis brot af hagnaði stjórnvalda af hlutabréfum í Goldman Sachs. Líklegt megi telja að fangarnir, sem til að mynda koma frá Afganistan, vilji frekar vera í kalda loftslaginu á Íslandi heldur en hitabeltishitanum á Kúbu.
Segir Hale að ef Bandaríkjaher hefði ekki verið farinn frá Íslandi þá hefðu bandarísk stjórnvöld gripið inn og veitt Íslendingum aðstoð. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði boðið Íslendingum lán um leið og halla fór undan fæti krónunnar. Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Hank Paulson, og seðlabankastjóri, Ben Bernanke, hefðu haft samband við evrópska banka um að halda lánalínum opnum áfram. Varnarmálaráðuneytið hefði komið í veg fyrir að fjármálaráðuneyti Bretlands setti hryðjuverkalög á Ísland til þess að komast yfir eignir stærsta banka Íslands. Skuldatryggingaálagið hefði haldist stöðugt og ekki hefði verið gert áhlaup á bankana.
Það hefði jafnvel komið til greina að Kaupþing hefði gert yfirtökutilboð í Royal Bank of Scotland"
Er þetta hægt?