Þjóðarbúið v.s. heimilisrekstur og spjall um Icesave
Fólk spyr sig ítrekað hvernig stjórnmálamenn geti með góðri samvisku potað sér í áhrifastöður þar sem þeir hafa litla eða enga menntun eða reynslu tengda starfinu, hafa sýnt slæm fordæmi og þegar þeir eru spurðir þá hafa þeir ekkert nýtt til málana að leggja, þ.e.a.s. ef þeir yfir höfuð skilja spurningar fjölmiðla og geta svarað þeim án þess að vera með útúrsnúninga.
Í dag hefur ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan rætt fram og til baka um sérfræðiálit úr ýmsum áttum og eina raunverulega bitbeinið er „hverjum skal treysta?“ og „hver er trúverðugur sem sérfræðingur?“.
Örfáir alþingismenn skera sig úr og tala um málið af einhverju viti en eru svo ofstækisfullir að þeir hafa tapað öllum trúverðugleika í þessu máli. Svo reyndar er einn sem er ekki ofstækisfullur en hann er svo fjandi þögull að maður efast um að hann viti nógu mikið um málið til að geta tjáð sig. Það versta er, er að sá er formaður fjárlaganefndar.
En hvað er vandamálið? Afhverju getur Ísland ekki tekið á sig þessar skuldbindingar og greitt þær?
Svarið er ósköp einfalt, tekjur Íslands eru ekki nægar til að standa undir þessu. Jafnvel þó allar „væntar“ skatttekjur ríkisins skv. fjárlögum 2010 (461.000.000.000 kr./ári) færu í að greiða af skuldum (5.150.000.000.000) þá mundi það taka 11ár og þá er ekki tekið tillittil vaxtakostnaðar.
(tölur fengnar frá Seðlabanka og úr fjárlögum 2010 )
Setjum þetta í samhengi – hugsaðu um hvað þitt heimili er með til ráðstöfunar á mánuði (eftir skatt) og margfaldaðu það með 131. (12mán*11ár = 131).
Heimili með 100.000kr. á mánuði eftir skatt mundi skulda 13.100.000 kr., hemili með 200.000 kr. á mánuði 26.200.000 kr. o.s.frv.
Ef einhver er að pæla í vöxtunum þá eru þeir ekki teknir með í hvorugu dæminu, við erum bara að tala um stöðuna í dag.
Ef einhver er að pæla í að styrking ISK muni lækka gengislán, þá er það hárrétt athugasemd en líkurnar á að slíkt muni gerast á komandi árum eru hverfandi, þvert á móti þá ætti fólk að veðja á að gengi ISK muni hrynja frekar þegar jöklabréfaeigendurnir taka peningana sína heim til útlanda.
OK – mitt heimili sem á í basli með að eiga fyrir nauðsynjum, húsaleigu og bíl er með um 550.000 á mánuði = við ættum skv. þessari formúlu að ráða við að greiða af 72.050.000 kr.
Þegar þjóðarbúreikningurinn er endurskoðaður á þennan máta liggur í augum uppi að Ísland er ekki að fara standa undir skuldum sínum.
Þeir sem eru að segja núna „Icesave er ekki svo mikil peningur og verður ekki jafn há upphæð og fólk heldur“.
Icesave skuldin er ekki reiknuð með í þessu dæmi, Icesave bætist bara við.
En back to the point.
En hvað er vandamálið? Afhverju getur Ísland ekki tekið á sig þessar skuldbindingar og greitt þær?
Svarið er einfalt -> tekjurnar eru of lágar.
Ef við lítum á Ísland sem eitt stórt heimili þá eru bara örfáar fyrirvinnur a.k.a. útflutningsgreinar.
- Ál (36%)
- Fiskafurðir (14%)
- Samgöngur (7%)
- Ferðalög (6%)
Þeir peningar sem þessar greinar skaffa inn í landið eru svo notaðir sem nokkurskonar „vasapeningar“ til fólksins í landinu fyrir að fara út með ruslið og halda öllu hreinu á heimilinu.
Þetta er ósköp einfalt, því lægri sem skattarnir eru því oftar skipta þeir um eigendur innanlands (því í hvert skipti hirðir ríkið skatta og gjöld. Ríkið situr oftar en ekki eftir með sömu upphæðina sama hvað skattprósentan er há því fólk getur ekki látið peningana ganga jafnt oft á milli sín.
Það hafa reyndar verið haldnar tombólur á heimilinu og einhverjar eignir seldar til útlendinga en í langan langan tíma þá eyddi þetta heimili meiru en það aflaði.
Það undarlegast af öllu er að við Íslendingar sem hámenntuð þjóð erum að deyja úr feimni!
Besta gróða skemað er alltaf að kaupa eitthvað í útlöndum og selja Íslendingum á Íslandi…
Whats up with that?
Afhverju seljum við ekki útlendingum eitthvað sem við búum til? Getur verið að nýsköpun á Íslandi, framleiðslugeta og tækni séu einfaldlega ekki til staðar nema í einu og einu skúmaskoti einhversstaðar týnt og tröllum gefið?
Höfum við ekkert að bjóða útlendingum nemanáttúruna okkar, hvort sem það er í formi ferðalaga eða í áldós, álheddi, álfelgum eða bara risa stórum álklump sem settur er í skip. Er náttúran okkar eina tekjulind?
Á seinni árum hafa reyndar orðið til fyrirtæki á borð við CCP og LS Retail, Marel og Össur sem hafa sótt peninga erlendis fyrir okkur. Reyndar þá líkaði þeim svo vel að vera í útlöndum að starfsemin er oft meiri þar en hér á klakanum.
Hvað veldur? Jú, það voru háu launin sem allir voru að státa sig af, launakostnaðurinn hjá okkur velmenntuðu þjóðinni er orðinn svo hár að það er almennt ekki hægt að nota okkur til nýtilegra verka nema innanlands í að skiptast á vasapeningum.
Hugsið um hvað mörg íslensk fyrirtæki hafa borgað milljónir ef ekki tug milljóna til markaðsrannsóknafyrirtækja til að kanna markaðshegðun á Íslandi.
Þetta endurspeglaðist best í einhverri Kaupþingsauglýsingunni þar sem John Cleese segir í lok auglýsingarinnar eitthvað á þessa leið „it would have been cheaper just to call everyone“.
Það er kjarni málsins. Landið okkar er lítið og við erum fá, við erum örþjóð ekki smáþjóð.
Svipað eins og stjórnvöld eru kvartvitar en ekki hálfvitar, en það er annað mál.
Við erum örþjóð menntaðs fólks sem kann ekki að búa til neitt en getur verslað á mjög skilvirkan hátt millisín með vasapeningana sína sem það fær frá örfáum stórum atvinnugreinum þar sem greidd eru mjög lág laun.
M.v. þessar forsendur þá væri mjög sniðugt fyrir Ísland að reyna fiska stór erlend fyrirtæki til landsins í stað þess að treysta á nýsköpun við lausn vandans.
Ísland ætti í raun að stefna að því að verða skattaparadís innan EES og þá reyna eftir fremsta mætti að fá erlendar bankastofnanir til að opna útibú hér á landi (sérstaklega þar sem Ísland þyrfti þá ekki að bera neina ábyrgð á hruni þeirra) skv. skilningi Breta… en það breytist líka bara eftir hentiseminni hjá þeim hver ber ábyrgð…
Það sárvantar PR ráðuneyti og almennilega markaðssetningu frá viðskiptaráðuneytinu.
Mig grunar að ráðamenn telji að þeir séu að missa einhver völd við að láta PR fólk stjórna sér í framkomu og fréttatilkynningum, en ef stjórnmálamenn telja völd sín fólgin í þessum verkum sínum, þá eru þeir firrtir allri sýn á raunveruleikann.
Í dag finnst mér enginn nema forsetinn hafa hjálpað Íslandi í þeirri stöðu sem við erum, hann einfaldlega þurfti að velja milli tveggja hluta og valdi betri leiðina.
Þeir sem hafa e-h tíman á lífsleiðinni metið ákvarðanir m.t.t. líkinda og kostnaðar sbr. líkindatré ættu að átta sig á að ÓRG tók ódýrari kostinn.
Að alþingispakkið geti ekki hætt að bítast yfir einföldum hlutum er skammarlegt og veldur Íslandi smán og skömm. Það er ekkert sem þau þurfa að gera nema láta kjósa um þetta og hætta að væla þangað til niðurstaðan er komin.
Jæja, allir að spara vasapeningana sína … eða kannski er seinasti séns að fá eitthvað fyrir þá ???