Ég rakst á innlegg á öðrum svona spjallþræði, vona að það sé í lagi að copy/paste hana. (ath. hún er dáldið löng)
Ég verð að viðurkenna að ég átti ekki von á að það væru manneskjur sem hefðu það svona slæmt hér á landi, eða sko ég í einfeldni minni var viss um að þeir sem vildu hafa það ágætt gætu það alveg, með meiri vinnu eða sparnaði. Eftir að hafa lesið þetta innlegg eftir Eymd á femin.is þá snarbreytist hugsunarháttur minn.

“Hæ ég er 24.ára kona, einstæð móðir og langar aðeins að segja ykkur frá mínum aðstæðum! Ekki til að fá vorkun, heldur til að þið sem hafið það betra en ég getið verið þakkát fyrir það sem þið hafið.
Ég vinn láglaunavinnu er að fá uþb.78.000 útborgað fyrir fullan vinnudag og á yndislega rúmlega 8.mánaða gamla dóttir, ég leigi á höfuðborgarsvæðinu. Ég á enga fjölskyldu á lífi, einhverja frænda og frænkur en ekkert sem er náið mér eða skiptir sér af mér, ég lenti í talsverðum skuldum þegar móðir mín dó og þurfti að taka á mig allskonar skatta og dót sem ég skil ekki ennþá í, fyrir utan jarðafarakostnað.
Ég borga 45.000 í húsaleigu og uþb.22.000 í dagmömmu þegar er búið að taka frá niðurgreiðslu, og þegar ég er búin að borga leigu, dagmömmu, síma, hita&rafmagn þá á ég 20.000 eftir til að lifa af hvern mánuð með meðlaginu sem ég fæ, það dugar mér engan vegin fyrir mat, barnamat, lyfjum, strætó og bleyjum enn ég hef ekkert val.
Þriðja hvern mánuð fæ ég barnabætur og þær fara beint uppí uppsafnaðar skuldir sem ég fékk í arf og barnabæturnar duga aldrei alveg.
Ég treysti mér alls ekki til að reyna að skipta um vinnu því bossinn minn hefur sem betur fer skilning á því að dóttir mín sé veik, og hún er mikið veik hún tekur hverja pestina á fætur öðru og ég er eiginlega búin að gefast uppá að fara með hana til læknis, því það kostar jú peninga.
Ég kaupi aldrei föt á mig né dóttir mína né leikföng handa henni en ég á sem betur fer eina ágæta vinkonu sem hendir í mig fatnaði af sér og sínu barni sem hún er hætt að nota. Ég rölti stundum um Hagkaup og læt mig dreyma um að geta keypt öll fallegu barnafötin á dóttur mína.
Þegar ég sit hérna heima hjá vinkonu minni og pikka þetta á tölvuna þá hellist yfir mig vonleysi, en ég get ekki gefist upp! Marga daga borða ég bara soðnar kartöflur, hrísgrjón og pakkanúðlur og þeir dagar aukast með hverjum deginum. Ég hef ekki farið í klippingu síðan í ágúst enda skiptir það minnstu ég reyni bara að særa það sjálf og það sama á um við dóttur mína.
Ég sit hérna og passa hjá vinkonu minni og stakk inná mig nokkrum vítamínum áðan og skammast ekkert voðalega mikið, enda fær hún trúlega mun meira að vítamínum úr sínum mat og tekur aldrei eftir þessu! ég spældi mér líka egg, beikon og ss pylsur nokkuð sem ég hef ekki leyft mér lengi og er næstum að fara að gubba af ofáti, en líður yndislega.
Ég græt oft á kvöldin þegar ég rugga dóttir minni í svefn og hvísla ”þetta bjargast allt“ og ég trúi því sjálf sum kvöld!
Ég mun trúlega ekki sjá nein svör frá ykkur, þannig að þið lesið þetta bara og munið eftir mér næst þegar þið eruð spældar yfir að eiga ekki pening fyrir utanlandsferðum eða nýjum alklæðnaði eða þegar þið blótið því hversu gott einstæðar mæður hafa það!
kveðja
Sigga”

Er ekki eitthvað af velferðarþjóðfélagi þegar einstæð móðir getur ekki fætt og klætt sig og sitt barn, er í lagi að íslendingar hafi ekki efni á læknisþjónustu eða lyfjum ?
Gætir þú lifað af 666 kr á dag (20,000 á mánuði), þú og ungabarn ?
Ef ég set mig í hennar spor þá væri ég fyrir löngu búin að gefast upp, bara matur fyrir tvo einstaklinga sem borða ekki endilega það sama, bleyjur og strætókostnaður mundi fara yfir þessar 666 kr á dag og þá vantar almennar snyrtivörur (tannkrem, sjampoo, dömubindi, klósettpappir) og vörur til heimilsþrifa, og ekkert af eftirtöldum vörum eru ódýrar.
Ég öfunda Eymd af því að gefast ekki upp og af hugarfarinu, en um leið pirrast yfir því að líf hennar þurfi að vera svona erfitt.

Kv. EstHe
Kv. EstHer