Ofurlaun
Það eina sem fólk hefur að bjóða er tími. Fyrir tíma sinn fær fólk greidd laun og fólk fær mis mikið borgað eftir því hvað það getur lagt af mörkum í sinni vinnu. Ef þessi staðreynd er höfð í huga þegar litið er til þeirra ofurlauna sem hafa verið greidd og eru greidd til útvaldra einstaklinga þá vakna hjá manni efasemdir um hvort tímji þeirra sé svona margfalt meira virði en manns eigin.

Ber þetta fólk svona mikla ábyrgð að það þarf að greiða þeim álag vegna mögulegra persónulegra skakkafalla í kjölfar vinnutengdra atburða?

Gefur þetta fólk svona miklu meira af sér?

Getur þetta fólk afkastað svona miklu meira en aðrir?

Hvað er það sem geir tíma þess svona gríðarlega verðmætan?

Svarið er einfalt. Þetta fólk stjórnar öðru fólki eða heilum fyrirtækjum og því er ætlað að tryggja öryggi þess fjármagns sem eigendur fyrirtækjanna, stofnananna, sjóðsins eða samtakanna hafa treyst þeim fyrir. Það eru s.s. eigendurnir ákveða laun þessa fólks og launin endurspegla það verð sem eigendur fjármagnsins eru tilbúnir að greiða fyrir öryggi sinna fjármuna.

Þetta á reyndar ekki við iðnaðarmenn eða lækna. Iðn er framleiðsla og verð endanlegrar vöru ræður virðinu sem iðnaðarmaðurinn býr til. Verð á húsnæði skiptist því svipað og verðmæti afla, háseti/verkamaður, pípari/stýrimaður, byggingastjóri/sjkipstjóri o.s.frv.
Læknar eru metnir út fráþeim tíma sem þeir hafa varið í skóla og hugsanlegaafkastagetu.

Stjórnmála- og embættismenn eru svo sérstakt dæmi.

Að verðmeta tíma fólks, ævi þess á svo misjöfnu verði finnst mér ósiðlegt og jaðra við að vera mannréttindabrot, sérstaklega þegar læknar og iðnaðarmenn sem gera mistök eru dregnir til ábyrgðar fyrir dómstólum, en óábyrgir stjórnendur sleppa og eru jafnvel endurráðnir vegna reynslu sinnar, reynslu sem reyndist verðlaus í fyrri skipti.

Af hverju er það öðruvísi með stjórnendur en lækna og iðnaðarmenn, eru stjórnendur eins og tíkallar, 50% líkur á árangri og 50% líkur á floppi? Tölfræðin er einföld, fyrra kast hefur ekki áhrif á líkurnar í því næsta, þessir stjórnendur eru jafnvel ekki látnir útskýra mistök sín og því alls óvíst að þeir átti sig yfir höfuð á þeim.
Það er því rík ástæða fyrir fjármagnseigendur að endurskoða verð á öryggi fjármagnsins og hverjum skuli treysta.


Verðtrygging


Það eru líklega fáir sem geta svarað því í einni setningu hvað verðtryggingin er. En sú setning yrði líklega eitthvað á þessa leið. „Verðtryggingin er tenging höfuðstóls lána eða reglulegra greiðslna við vísitölu neysluverðs á þann máta að upphæð höfuðstóls eða reglulegra greiðslna tekur sömu hlutfallslegu breytingum og vísitalan“. En þessi setning útskýrir ekki neitt nema einfökldustu virkni verðtryggingarinnar.

Það sem ekki kemur fram í þessari setningu er að vísitalan mælir verðlag á Íslandi og verðtryggingunni er ætlað tryggja að fjármagnseigendur fá raunvirði ásamt vöxtum af lána- eða leigustarfsemi sinni.

En hvað er svo verðlag? Verðlag er „Hvað hlutirnir kosta“. Ef hlutirnir kostuðu 100 kr. gær en 110 kr. í dag þá hækkar Vísitala neysluverðs um 10%. Þetta er nokkuð einfalt.

En ef við leggjum höfuðið í bleyti örstutta stund og hugsum um hvaða þættir geta valdið verðhæækunum eða verðbreytingum, t.d. á bílum, hvað dettur okkur í hug?
Verð á málmum, verð á gúmmí, launakostnaður, þróunarkostnaður, markaðskostnaður, stjórnunarkostnaður og útbúnaður bíla.

Því má áætla að þetta séu þættir sem hafa áhrif á verð bíla, þeir eru líklega mun fleiri en þetta dugir í bili.
Ef ég kaupi bíl í dag á 1.000 kr. á 100% láni og vísitalan er 100 og frændi minn lánar mér vaxtalasut en vill hafa lánið tengt vísitölu bílaverðs. Frábært fyrir mig, mundi hvaða Íslendingur sem er hugsa þó líklegt væri að útlendingar fúlsuðu við þessu. Eftir mánuð gerir Evrópusambandið kröfu um að allir bílar sem seldir séu þurfi að vera með stærri stuðara og flottari belti. Bílar hækka því almennt úr 1.000 kr. og í 1.050 kr. (5% hækkun). Ég stend því þeim sporum að þó bílinn minn sé ekki með þessum aukabúnaði þá þarf ég að greiða þessa upphæð, 1.050 kr.

Frændi minn ber ekkert meiri kostnað vegna lánsins, hann einfaldlega græðir þessa hækkun.

Ef við lítum á banka sem verslun sem selur nammi, nammið heitir „króna“ og er skammstafað „kr.“.
Ef bankinn selur mér 100 kr. á 105 kr. (en fær ekki staðgreitt), er bankinn þá í gróða?

Svarið er einfalt, já – hann er í gróða, hann fékk meira til baka en hann lánaði upphaflega.

Í þessu samhengi þá skiptir engu máli hvað ég get skipt við aðra á „krónunum“ mínum, hvort ég geti skipt á 1.000 kr. fyrir bíl eða 10.000 kr. fyrir bíl. Það skiptir heldur ekki hvort einhver breyting verður á þessu á tímabilinu sem ég greiði 105 kr. til baka.

Verðtryggingin gerir það að verkum að lánin hækka í verði eftir að fólk byrjar að neyta þeirra. Það má því líkjaþessu við að fara í verlsun og kaupa Corn Flakes. Viku seinna þegar pakkinn er hálfnaður er bankað uppá heima hjá þér og í dyrunum stendur maður frá versluninni. „Ég er hér að kanna hversu mikið er eftir af Corn Flakes, verðið hjá okkur var að hækka um 10 kr.“ Það kemur í ljós að þú þarft að greiða auka 5 kr. fyrir þennan hálfa pakka sem þú hafðir ekki étið.

Við leyfum ekki verslunum að hækka verðið á sínum vörum eftir að við höfum keypt þær en bankarnir komast upp með það og er leyft .það skv. lögum. Bankar þurfa ekki að fjármagna sig verðtryggt og ættu því ekki að þurfa að fá að lána verðtryggt, verðtryggingin er einfaldlega bónus fyrir þá.

Þegar þeir lána 100 kr. en fá til baka 110 kr. þá eru þeir að græða 10 kr. og það skiptir þá ekki máli hvernig verðlag hefur þróast, ef verðbólgan er mikil þá einfaldlega græða þeir bara meira. Það er eina tengingin. Það er einfaldlega verið að koma í veg fyrir að fólk geti almennt lifað skikkanlegu lífi á verðbólgutímum. Verðbólga ætti að valda því að verð hækkaði hraðar en skuldir en á Íslandi þá er verðbólgan eingöngu vegna innfluttra neysluvara en eignir fólks frystar í sökkvandi gjaldmiðli og gerðar verðlausar af ríkisstjórn sem er gjörsamlega vanhæf til að átta sig á vandanum.

Verðtrygging lána, sérstaklega húsnæðislána er þrældómur fyrir eignalítið fólk og er í raun eignaupptaka þar sem lánin eru okurlán sem greiða þarf minnst fimmfalt til baka á lánstímanum ef miðað er við hóflega verðbólgu á lánstímanum, fyrir hverjar 20 milljónir þarf því að greiða til baka 100. Ég spyr einfaldrar spurningar, er mismunurinn (80 milljónir) ekki hagnaður lánveitandans?
Ég vil einfaldlega afnema verðtrygginguna.

Fjármagnseigendur stjórna hverjum þeir lána og á hvaða verði en í fyrsta skipti í 30 ár mundi fólk vita strax í upphafi hvað það þyrfti að borga til baka.