Ég var ekki viss hvert ég ætti að senda þetta inn svo þið verðið bara að afsaka ef ykkur finnst þetta ekki eiga heima á Deiglunni.
Vegna þess hve fólk ef oft að tjá sig hér um leiðinlegt afgreiðslufólk eða viðskiptavini og/eða slæma þjónustu langar mig að koma með einn jákvæðan punkt inn í umræðuna.
Þannig er mál með vexti að ég keypti skó í skóverslun sem heitir DNA og er í Kringlunni. Þegar ég kom heim var ég ekki alveg sátt við skóna svo ég fór aftur tveim dögum seinna og ætlaði að fá að skipta og fá aðra. Þegar ég sagði afgreiðslukonunni að mér líkuðu ekki skórnir og spurði hvor ég gæti valið mér aðra bauðst hún að fyrra bragði til að endurgreiða mér skóna þar sem ég hafði keypt þá með kredidkorti. Ég var alveg hissa því ég hef yfirleitt lent í því að verslunarfólk segist ekki geta endurgreitt aðeins gefið inneignarnótu eða leyft manni að fá aðra vöru. Svona þjónusta er til þess að maður fer aftur í viðkomandi verslun.
Nota bene! Ég hef engra hagsmuna að gæta hvað varðar þessa verslun heldur vil ég aðeins benda á að sum fyrirtæki gera vel við viðskipavini sína. Þar sem maður heyrir gjarnan sögur af slæmri þjónustu vil ég skora á fólk að segja líka ef það fær góða þjónustur eða lendir á einstaklega skemmtilegu afgreiðslufólki.