Ég var ekki alveg viss hvar ég ætti að ssetja þessa grein svo ég setti hana bara hérna.

Ég var í strætó í dag (10. mars) og þegar strætórinn var hjá Staldrinu, rann hann í bleytunni sem myndast í götunni (eða ég held það) og hemlaði frekar fast til að forðast að klessa á bílinn fyrir framan. Konan (45 -50 ára gömul) sem sat fremst í aftari hluta vagnsins, hélt sér ekki í og flaug úr sætinu og í stigann sem var fyrir framan hana. Sonur hennar ( um 10 -13 ára) sagði henni að fara á fætur og spurði hana hvort hún væri meidd. Konan sagði já. Þá rauk strákurinn til bílstjórans og kallaði :
“ Kanntu ekki að keyra, afhverju hemlaðiru, við ætlum að kæra þig”

Konan sest í sætið að segir:“ Djöfulsins fíflið kann ekki að keyra, ég skal sko láta hann missa leyfið, helvítis fáviti”.
Og talar svona alla leið frá Mjódd og upp í Vesturbergið.

Ég skil ekki hvað er að sumu fólki.

Ég var að vinna á kassa í matvörubúð í heilt ár og sumt fólk er að kafna úr frekju. Það kom einu sinni kona og kvartaði. Hún sagði að miðarnir í hillunum ættu ekki að vera nálægt öðrum hillumiðum. Er kannski of erfitt að lesa á miðana?

Það kom maður einu sinni með starfsmanna-afsláttarkort og það var svo illa farið að það virkaði ekki. Þegar ég sagði við hann að það virkaði ekki þá sagði við mig:“ Og hvað með það, náðu í annað”. Ég neyddist til að ná í annað handa manninum, svo það yrðu ekki læti.

Og eitt enn. Þegar ég lokaði kassanum til þess að gera upp, þá kom fólk að kassanum, horfði í kringum sig ( eins og það sæi mig ekki ) dreif sig í að setja vörurnar á borðið og þegar ég sagði þeim að ég væri búin að loka kassanum, segja sumir:“ Ohhh, þarf ég þá að taka allt upp aftur!”. Svo er oft að fólk sér LOKAÐ skiltið, kemur að kassanum og tekur það (svo ég þurfi að afgreiða það ).


Mér finnst ótrúlegt hvernig fólk kemur fram við mann. Vildi bara aðeins tjá mig og það væri nokkuð fínt að vita hvað ykkur finnst um þetta og hvort þið hafið einhverntímann lent í svona.
Takk.


Clara.