er enginn stjórnandi á þessu áhugamáli, eða finnst þeim sniðugt að láta umræður hér einkennast af yfirlýsingum um hver er fífl og hverjir hata hverja. Þetta er skemmtilegur vettvangur til skoðanaskipta en það verður að koma í veg fyrir að smákrakkar í skítkasti geri þetta ólesanlegt í heild sinni.
Varðandi þessa meintu frétt af vopnahönnun/smíð USA þá er rétt að benda á ákveðin atriði.
Bandaríkin hafa um langt skeið haft svokallaða “no first strike policy”, sem þýðir einfaldlega að þeir muni ekki beita kjarnavopnum nema til að svara slíkri árás að fyrra bragði. Þó að ég hafi ekki lesið fréttina sem vísað var til (vegna þess að hún fylgdi ekki með sem úrdráttur eða tengill) þá er líkast til um að ræða staðfestingu á að kjarnavopnum kunni að vera beitt í hefndarskyni fyrir sýkla- eða efnavopnaárás. þetta er alls ekki ný hugsun vestra, og hefur legið á borðinu í áraraði eða að minnsta kosti síðan Saddam var hótað slíkri hefnd ef hann dirfðist að beita gereyðingarvopnum (WMD efna, sýkla og kjarnavopn) í Flóabardaga.
Einhver hefur áður bent á að taktísk kjarnavopn hafi lengi verið til en hér er ef til vill verið að þróa og endurhanna þau til að beiting þeirra, ef til þess kemur, verði nákvæmari.
6 tonna sprengjan sem minnst var á og einhver hélt að væri napalm sprengja er í raun svokölluð Fuel Air Explosive. Vopnið er í raun með tvöfaldri sprengihleðslu, sú fyrri myndar stórt ský af sprengifimu efni sem smýgur inn í hella og byrgi og svo framvegis, og hin síðari sprengir síðan þetta ský. Afleiðingarnar eru að allir á svæðinu falla þar sem engin vörn er í byrgjum, húsum eða hellum, auk þess myndast súrefnisskuld í kringum sprengisvæðið og því eru banvæn áhrif vopnsins breiðari en sjálfri sprengingunni nemur. þetta vopn var hannað til að búa til þyrlulendingarsvæði í víetnam (BLU-82 Daisy Cutter) en hér er um að ræða þróaða, og stærri, útgáfu (BLU-118 ef ég man rétt). Rússar og bandaríkjamenn ráða einir yfir slíkum vopnum.
Varðandi hernaðarmátt Kína þá er það fljótafgreitt. Kínverski herinn er tæknilega séð 1-2 tæknikynslóðum á eftir hinum bandaríska, og einnig er þjálfun og skipulagi gríðarlega ábótavant. Það hafa verið búnar til litlar herdeildir sem er verið að reyna að tæknivæða en það gengur hægt og erfiðlega. Bæði flotinn og flugherinn eru sorglega illa búnir og gætu varla sigrað hinn margfalt minni taiwanska flugher/flota ef til átaka kæmi. Þó að kína búi yfir miklu mannafli er meginþorri hersins á svipuðu tæknistigi og þeir voru í kóreustríðinu og því myndi þeirra bíða gríðarlegur ósigur ef til átaka við bandaríkin kæmi. Hitt er annað mál að líkur á að drekinn og örninn lendi í styrjöld eru mjög litlar þar sem báðir aðilar átta sig á valdajafnvæginu. Taiwan gæti ef til vill sett strik í reikninginn en þar sem kínverjar hafa komið fyrir gríðarlegu magni eldflauga nálægt eyríkinu eru þeir meðvitaðir um að samningar, með stuðningi BNA, eru farsælasta leiðin.
kv,
E
______________________________