MINN TAKMARKAÐI SKILNINGUR
Ég hef þurft að uppfæra skoðanir mínar á stjórnvöldum og efnahagsástandinu oft undanfarið ár, mun oftar en ég uppfærði Windows XP áður en ég skipti því út. Sumum finnst kannski skrítið að ég blandi þessu saman en ég geri þetta því ég með minn takmarkaða skilning verð að nota samlíkingar til að setja hlutina í samhengi og átta mig á ástandinu. Windows/Microsoft hafa t.d. séð sóma sinn í að bjóða uppfærslur, svokallaða „service pakka“ þegar gallar finnast í kerfinu, það hafa stjórnvöld ekki gert.
Almenn skynsemi er ekki almenn. Þessi setning var fyndin þegar ég heyrði hana fyrst en í dag grætir hún mig næstum, sannleikur hennar nístir mig inn að beini.
Þeir atvinnustjórnmálamenn sem stýra Íslandi eru ekki almennt skynsamir að mínu mati. Aðgerðir þeirra í efnahagsmálum okkar „meika ekki sense“ s.s. eru ekki skynsamar. Þið kæru lesendur hljótið að velta því fyrir ykkur hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar við ákvarðanatökur um aukna skattheimtu, lægri bætur, hærri gjöld sem og aukinna útgjalda til utanríkisþjónustu en samdrætti í heilbrigðiskerfinu.
Jú - víst, Þið hljótið að velta þessu fyrir ykkur!
Ég hef heyrt því fleygt að ríkið sé að reyna auka eftirspurn eftir krónum með því að soga meira til sín en útgjöldum nemur. Með því móti minnkar peningamagn í umferð og minna framboð af krónum hlýtur að tákna hærra verð. Það sama gerist þegar Seðlabankinn fær lánað í krónum sbr. skuldabréfaútgáfa, þá hverfa krónurnar tímabundið af markaði. Verðbólgan vinnur í raun með okkur í þessum málum þar sem hún étur upp virði krónunnar þannig að það þarf alltaf fleiri til að kaupa eitthvað, því fleiri sem þarf, því meiri eftirspurn. Nema að einhversstaðar sé verið að dæla krónum inn i kerfið.
Þarna komum við að rót vandans. Verðtryggingin býr til krónur fyrir fjármagnseigendur og tryggir þeim jafnvel vexti á þá hækkun. Því er verðbólgan ekki að vinna með okkur eins og hún gæti verið að gera, verðbólgan er nefnilega ekki jafn slæm og af er látið, ef hún er tímabundin.
Þá komum við að réttlætisspurningu sem á rétt á sér í þessu samhengi. Laun eru ekki að hækka, þau eru að lækka, eignir rýrna að verðgildi og skuldir landsmanna hrannast upp, hækkandi í takt við vísitölu sem er farin að keyra sjálfa sig upp þar sem hún sjálf skapar offramboð af krónum. Hvað er þá réttlátt að gera?
Sú leið sem ég teldi réttlátasta væri að fólk greiddi af lánum sínum en öllum hækkunum vegna verðbólgu væri haldið til hliðar við upprunaleg skuldina. Við lok lánstímans þyrfti lánveitandi að greiða 25% skatt af eftirstöðvum sem hlotist hefðu vegna verðlagshækkana og vaxta á þeim. Að sama skapi yrði samið um greiðslu eftirstöðvanna við lántakanda en skv. ákveðin lög eða reglur þyrftu að vera um uppgjör lána af þessu tagi. Með því að skattleggja verðbólguna yrði frumafl vandræða almúgans, óendanleg uppspretta peninga, skattlögð landsmönnum til heilla og framboð á krónum minnka ef ríkisstjórnin stendur rétt að málunum. Fjórðungur af rjómanum sem hefur gert margann bankann feitan rynni í vasa ríkisins þjóðinni til heilla.
Einnig ætti að banna fyrirtækjum að innheimta sérstaklega kostnað vegna einstakra viðskipta sbr. færslugjöld, seðilgjöld o.þ.h. ef breytilegur kostnaður fyrirtækisins vegna viðskiptana er undir 10.000kr.. Almennt skuli ekki gjaldfæra fyrir kostnað vegna viðskipta enda eigi slíkur kostnaður að vera innifalinn í söluverði vöru eða þjónustu.
Hvað varðar að auka eftirspurn eftir krónum þá er hagstæðasta leiðin fyrir Ísland í dag einföld. Það þarf að auka neyslu s.s. að fá fólk til að eyða peningunum sínum í annað en mat og húsnæði og aðrar helstu nauðsynjar. Aukin neysla skapar atvinnu og er uppbyggjandi en rífur ekki niður innviði þjóðfélagsins, fyrirtækin og einstaklingana líkt og efnahagsstefna núverandi ríkisstjórnar er að gera.
Rétta leiðin er því að lækka vexti og skatta.
Já - lækka þá. Þá mun fólk eiga fyrir skuldunum sínum og auka sína neyslu á ný. Þetta mun leiða til þess að hjól atvinnulífsins munu fara snúast aftur. Með þessu værum við að skapa grundvöll fyrir frekari skattheimtu.
Rétta leiðin fyrir ofþanið kerfi er að hleypa þrýstingnum út, ekki að kreista það frekar. Ef við verðum kreist mikið fastar mun eitthvað slæmt gerast, það mun verða sprenging, eitthvað mun rifna í okkur öllum. Við skulum kalla það siðrof því við munum rjúfa ríkjandi gildi samfélagsins og fara haga okkur á nýjan hátt. Það getur enginn lofað að það nýja þjóðfélag verði eitthvað betra þar sem það verður skapað í mjög óvinveittu umhverfi skatta og atvinnuleysis.
En er aukin neysla ekki það sama og flytja peninga úr landi?
Jú en ástæðan er einföld. Við framleiðum næstum ekkert sem við neytum sjálf. Ef krónan okkar er verðlaus erum við lokuð inn í okkar hagkerfi nema ef við hleypum öllu á flot, tvöföldum öll laun, hækkum allt vöruverð um 75% (laun eru sjaldnast svo stór hluti af heildarkostnaði fyrirtækja).
Leyfum breytingunum að eiga sér stað, við erum að halda aftur af breytingunum sem þurfa að verða, hækkunum á verði og vísitölum til að markaðurinn geti leiðrétt sig.
Við höfum í sjálfu sér ekkert til að vera hrædd við.
Það sem er einna verst af öllu er að fjármagnseigendur eru svo fastir í bókhaldinu sínu að þeir neita að horfast í augu við að eignir sem standa að baki skuldunum eru fallnar í verði og skuldin hækkar og hækkar.
Af hverju? Af því að einhverjar tölur eru að breytast í excelskjölunum þeirra.
Það er eina ástæðan, það er engin önnur ástæða. Lánin okkar eru að hækka af því að gengi krónunnar er fallið. Án verðtryggingar hefði þetta verið æðislegt fyrir skuldarana EF launin þeirra færu áfram hækkandi, líkt og á þeim tíma þegar bankastjórar úthlutuðu „réttu“ aðilunum lánsfé á árunum fyrir verðtryggingu, lánsfé sem verðbólgan át upp.
Með afnámi viðrisaukaskatts mundi vísitalan lækka stórkostlega og vægi gengi krónu minnka þar sem skattarnir virka sem álag ofaná gengisbreytingar.
Á móti væri réttlátast að hækka tekjuskatt og fjármagnstekjuskatt. Eins og áður sagði ætti að skattleggja verðbætur skuldabréfa og lánasamninga, í raun væri best að skattleggja allar höfuðstólsbreytingar (áfallna vexti og verðbætur), halda þeim helst til hliðar við upphaflega skuldabréfið (svo fólk viti upphæðirnar sem það á að greiða mánaðarlega) og kynna til sögurnar reglur um uppgjör verðtryggðra skulda.