Athyglisverður þáttur sem ég sá í sjónvarpinu í gær, mánudagskvöld. Þessi þáttur fjallar afleiðingar alþjóðavæðinguna, einkavæðinguna, misdreifingu auðs o.fl. í þeim dúr.
Mér fannst sem það væri opnuð fyrir mér ný sýn á heiminn um þessi málefni, en ég hef lengi velt fyrir mér hvers vegna er fólk að mótmæla alþjóðavæðingunni, er hún ekki af hinu góða? Nú veit ég ástæðuna, og hún er virkilega VIRKILEGA truflandi.
Staðreyndir:
- Offjölgun mannkyns er orðið vandamál, sérstaklega í þróunarlöndunum, en talið er að mannfjöldinn verði orðinn um 12 milljarðar um árið 2040-2050.
- Jörðin getur að hámarki fætt 12 milljarða manna, ef öllum mat og vatni er dreift rétt til allra, sem er ekki staðan í dag.
- 30% mannkyns deila með sér 70% af auðlindum jarðar, meðan hin 70% mannkyns búa við aðstæður sem þessi 30% kalla ömurleg.
- Drykkjarvatn í mörgum löndum verður uppurið eftir 30-40 ár, t.d. í Kína um 2060 verður allt drykkjarvatn búið.
- Sífellt meira af regnskógum heimsins eru ruddir fyrir ræktarland.
- Eyðimerkur stækka, veðurfar á jörðinni hefur raskast gríðarlega síðan iðnbyltingin hófst.
- 40-50% af fjárlögum fátækustu landa heims fara í afborganir lána (til Heimsbankans og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins) og niðurgreiðslu á vöxtum.
- Mikill hluti lána til fátækustu ríkja heims fara í vasa spilltra einræðisherra, sem þjóðin þarf svo að borga.
- Heilu þjóðirnar eru hnepptar í þrældóm með vítahring fátæktar sem vesturlönd eru ábyrg fyrir.
- Aðstæður þessa fólks eru hrikalegar. 36 tíma vaktir í innilokuðum verksmiðjum með engri loftræsingu þar sem hundruðir ef ekki þúsundur ungra kvenna og barna eru tilneydd til að framleiða sérvörur fyrir vesturlönd.
- Verkalýðsfélög eru upprætt með hervaldi einræðisherra, en það eru vesturlöndin sem sjá þessum einræðisherrum fyrir vopnum og stuðningi.
- Bilið milli ríkra og fátækra stækkar sífellt.
- Nú flæðir yfir vesturlöndin fjöldinn allur af flóttafólki, sem engill vill taka við.
Nú spyr ég, hvað er að gerast í þessum heimi? Það sem ég sá í þessum þætti í gær sýnir að vesturlandarbúar, stóri hvíti maðurinn, er í raun búinn að hneppa heilu þjóðirnar í þrældóm.
Heilu kynslóðirnar í fátækustu löndunum eru sendar í verksmiðjur, borgað 50 kall fyrir sólarhringsvakt, svo framleiða megi tískufatnað með frægum vörumerkjum fyrir ungu kynslóðina á vesturlöndum. Frekar truflandi.
Ég fékk í rauninni hnút af í magann að sjá hvernig neyslusamfélag vesturlandanna er í raun að eyðileggja þessa plánetu og allt líf á henni, ég hvet ykkur til að opna augun ykkar, talið um þetta. Endilega spyrjið þegar þið kaupið ykkur föt eða annað undir hvaða kringumstæðum varan er framleidd. En það er eina leiðin til að tryggja þessu fólki lágmarksréttindi.
Einnig var sýnt úr skýrslu bandarískra stjórnvalda þar sem var beinlínis sagt nokkurnveginn: “Til að tryggja velmegun bandarískra þegna og efnahagslegan uppgang þá þurfa bandaríkin að vera með stóran her til að tryggja aðgang að auðlindum og ódýru vinnuafli.”
Ekki fékk ég síður ógeð á að sjá “Nýjasta tækni og vísindi” þáttinn, sem er nú ágætis þáttur, kynna NÝTT VÉLMENNI sem getur auðveldað hústörfin, svosem slökkt og kveikt ljósin o.fl. Greinilega að forgangsröðin og lífsgildin hjá vesturlandabúum eru farin til fjandans.
Nú spyr ég aftur, erum við að sjá upphaf þriðju heimstyrjaldarinnar? Stríð milli fátækra og ríkra? Hvað mun gerast árið 2050 þegar mikið af auðlindum jarðar klárast, munu fátækustu löndin, og þau fjölmennustu, sætta sig við sín hlutskipti? Munu milljarðar manna frá Afríku og Asíu tramma inn í Evrópu til að öðlast betri lífsskilyrða?
Eða hvað? Hvað finnst ykkur?