Krónan ljósi ESB umræðu
Ég er orðinn rosalegað þreittur á hvernig ákveðinn hópur Íslendiga, yfirleitt ESB sinna um hvað Íslenska krónan sé handónýt og við verðum að skipta yfir í Evru, en þetta lið vill auðvitað bara ESB og Evru.
Gott og vel að vilja Evru en það er skelfilegt hvernig ESB sinnar eru búnir að vera að halda því að landsmönnum (sem margir eru örvæntingarfullir með sýn gjaldeyrislán) að við getum verið komin með Evruna “eftir nokkur ár” þegar allir sem hafa eitthvað vit á þessu vita að raunveruleikinn er allt annar.
Eins og Ragnar Arnalds hefur bent á þá höfum við aldrei uppfyllt skilyrðin efnahagslega til að geta þetta, jafnvel þegar ástandið var nokkuð gott, hér var allta of eða van á einhvern hátt og engar líkur á því að við náum því í næstu framtíð, við erum að tala um að lágmarki áratug og við verðum að vera búinn að ná okkur á strik með krónuna áður ef við ætlum að lifa af.
Þetta með Evruna er bara ein af falsvonum þeim sem ESB sinnar halda að fáfróðu launafólki á mölinni, fólk út á landsbyggðinni veit hvað þetta þýðir fyrir það meðan hini falla fyrir loforðum um ódýrar kjúklingabringur !
Það er verst að stundum fynnst maður að bestu tímar Íslands hafi verið í gamla daga t.d í Þorskastríðunum, þegar við vorum með alvöru stjórnmálamenn og það var ekki aðal málið að þóknast yfirvöldum annara landa !
Steingrímur J., þú munt ekki bera þitt barr framar og tími þinn Heilaga Jóhanna er senn liðinn !