Eftirfarandi frétt (lauslega þýdd) var í sænska dagblaðinu Metro mánudaginn 26febrúar:


“Fleiri og fleiri eru jákvæðir gagnvart samkynhneigð, samkvæmt nýrri, stórri viðmótskönnun frá Fólkheilsustofnuninni.
Um það bil 9000 manns á aldrinum 16 til 79 ára tóku þátt í könnuninni sem er sú fyrsta af þessari stærðargráðu í Svíþjóð.
Að viðhorfin séu orðin svona jákvæð er talið sterklega tengt (aukinni) þekkingu og upplýsingum um samkynhneigð ásamt reynslu af samkynhneigðum í vinnu- og einkalífinu, samkvæmt Fólkheilsustofnuninni.
En ennþá eru um það bil þriðji til fjórði hver einstaklingur sem hefur neikvætt viðhorf gagnvart samkynhneigð. Þeir neikvæðu eru fyrst of fremst karlmenn, ómenntaðir, eldri dreyfbýlisbúar.
Tvöfalt fleiri konur enn menn hafa jákvætt viðmót til samkynhneigðar. Jákvæðastir eru þeir sem búa í Stockholm. Háskólafólk hafa jákvæðara viðmót en fólk sem einungis hefur grunnskólamenntun.
Það sýndi sig að þeir sem eru jákvæðir gagnvart samkynhneigð eru einnig jákvæðari gagnvart fjölmenningarsamfélagi, á meðan þeir sem neikvæðir eru gagnvart samkynhneigð voru almennt neikvæðir gagnvart minnihlutahópum.”


Þessi frétt talar svo sem fyrir sig sjálf. Þessi nánast klisjulega ímynd sem margur hefur af þröngsýna, trega, redneck-sveitamanninum er þá sönn eftir allt!
Þessu er ekki á nokkurn hátt beint að landsbyggðarfólki á Íslandi né var þessi grein hugsuð sem sérstakur baráttuóður fyrir samkynhneigða. Þessi grein er lögð fram sem sönnunargagn fyrir því að hræðsla er oftar en ekki afleiðing af fáfræði.

Barátta mannfólksins fyrir betri heimi er baráttan gegn fáfræði.

Lifið heil