Við litlu Íslendingarnir sem höfum ekkert með stóru málin að gera en borgum brúsann eigum svolítið bágt þessa dagana. Lánin sem við tókum hafa hækkað umfram virði eignana sem sem keyptar voru fyrir peningana.

Þetta er „náttúrulega“ sjálfsagt mál þar sem lánadrottnar eiga skilið að fá sína peninga á núvirði og með vöxtum og vexti líka á mismun núvirðis og upphaflegu upphæðarinar. Þeir geta því ekki tapað nema þegar við litlu Íslendingarnir förum í þrot.

En hvað er það sem við stjórnum?
Við stjórnum svolítið hverjum við skuldum, hver fær að græða á okkur.

Það er kominn tími til að allir færi sig til Íbúðalánasjóðar og gróðinn fer þá í ríkiskassann. Tilgangurinn væri að minnka bankana á íbúðalánamarkaði, þeir gefa ekki jafn marga sénsa ig ILS gefur og möguleikar okkar til að halda í eigur okkar í „kreppunni“ verða meiri.

En þá er önnur spurning, hver vill halda í eigur sínar sem keyptar voru á lánum í þessari kreppu?

Ef þú áttir 1/3 í íbúðinni þinni í ágúst 2008 þá mun hækkun lána og verðlækkun eigna hafa étið upp eignarhlut þinn nú í árslok 2009, mjög líklega.

Nema… þú sért ríkur og búir í uppahverfi, þar lækkaði fasteignamat ekki, í þeim hverfum hækkaði það. Upparnir munu því halda sínum eignahlut (enda áttu þeir hvert eð er allt skuldlaust fyrir sig prívat en allan sinn rekstur voru þeir með á lánum).

En eymingja við litlu Íslendingarnir, við skuldum líka bílana okkar…

Bankarnir fara að taka þá.

Allt er þetta svo selt á hrakvirði á einhverjum uppboðum og þeir sem eiga hugsanlega eitthvað í fasteignunum sínum (upparnir) geta fengið smá lán hjá ILS eða bankanum „sínum“ út á íbúðina og keypt allt góssið á þessum uppboðum. Þetta er einfaldlega byrjað að gerast.

Stundum reyndar kaupa bankarnir eignirnar stundum til að gefa uppunum tíma til að skoða og fjármagna sig ef þeir vilja kaupa.

En aftur komum við að því hvað við getum gert… hvað getum við gert?

Afhverju er fólk enn að versla við Landsbankann?
Afhverju er fólk enn að versla við Glitni?
Afhverju er fólk enn að versla við KB?

Ættum við ekki að segja „nei-takk“ og fara yfir í BYR eða SPRON til að þeir haldi velli, þeir sem greinilega sukkuðu minna og hafa náð að halda sér á floti hingað til? (með smá hjálp - reyndar).

Afhverju er einhver að versla við HAGA verslanirnar?
Debenhams – Zöru – TopShop – Hagkaup – Bónus – 10-11 og allar hinar sem ég man ekki eftir…

Ef versluninni er beint annað þá munu störfin færast þangað, ekki hafa áhyggjur af því – eins dauði er annars brauð.

Haga verslanirnar hafa verið að halda niðri verði á innlendum vörum og flutt in helling sjálfar tilað selja á uppsrengdu verði sjálfar… sbr. Euroshopper dótið og margar superzize pakkningar af stöffi.

Við gáfum þessum mönnum tækifæri til að græða á okkur og þeir misnotuðu það, þeir misnotuðu okkur.

Tökum tækifærið af þeim og felum öðrum að taka ákvarðanirnar í framtíðinni, einhverjum sem við treystum betur (ekki nema þið treystið Jóni og Jóhannesi svona vel til að velja rétt fyrir þjóðina)

Hvað haldiði að stór hluti af matarkörfunni ykkar fari í að greiða niður húsnæðiskostnað Bónuss, Hagkaup og 10-11 sem er með 50+ verslanir á dýrustu og flottustu stöðum landsins sbr. Korputorg, Smáralind, Holtagarða o.sfrv. Ímyndið ykkur hvað húsið ykkar kostar og margfaldið með 10.000 þá eruð þið líklega nær réttri tölu heldur en þegar margfaldað er með 1.000.
Þetta borgum við fyrir sem hluta af matarverðinu.

Þá spyr maður sig að einu… Eru þessar verslanir út um akllt af því að það er þörf á þeim eða eru þær út um allt svo að enginn annar komist að á þessum markaði.

ER BÓNUS ÚT UM ALLT SVO AÐ ENGINN ANNAR KOMIST AÐ ?

Svarið er einfaldlega „já“… Allir heilvita menn sjá að ef maður er með ódýrustu búðina í bænum þá þarf maður ekki að hafa þrjár búðir í Breiðholtinu (4 ef maður tekur Smárann með (munar 1,0km))

En kostnaðinum við þetta er smurt ofaná matarverð og við borgum þetta.

Bensín – olíufélögin… Ég er of fúll til að geta rætt þau mál. Einfaldast að segja að þau reikna alltaf allt í prósentum en krónum pr. Líter = þeirra gróði eykt í krónum þó álagningarprósentan haldist alltaf sú sama.

En við litlu Íslendingarnir… Hvað getum við gert.

Mig langar svo að gera eitthvað meira en að bara mótmæla, mig langar í aðgerðir og þá ekki að hætta að borga heldur stýra því hverjum ég borga, planið er að finna hver er þess verðugur að fá að lána mér, að fá að græða á mér.

Hafið þið einhverjar hugmyndir?