Ég var að gera heimildaritgerð um Norðurbandalagið þegar ég rekst á þessa síðu RAWA (Revolutionary Association of the Women of Afghanistan). Ég hef ekki heyrt í þessum ágætu konum síðan þessi þáttur var sýndur í RÚV um konur í Afghanistan. Þar kemur fram að fólk er als ekki sátt við það að þetta blessaða Norðurbandalag er að koma við stjórn. Það er ansi skemmtilegt að heyra samt í fréttum að þetta bandalag mun bara redda öllu og er framtíð Afghanistans. RAWA heldur öðru fram og vitnar í fortíðina. Lesið bara um fortíð þeirra á síðunni þeirra.

Þegar Talíbanar flúðu frá Kabúl þá var sagan als ekki öll, hún er ekki einusinni öll núna. Það eru enn saklausir borgarar að falla í sprengingum. Afhverju heyrum við ekkert um það núna? Er það ekki nóg og spennandi? Vill fólk ekki fá að vita hvað er að gera? Nú eru fjölmiðlar aðalega að segja frá hvernig það er verið að skapa stjórn þarna í Afghanistan, stjórnað af þessu Norðurbandalagi. Það er eins og vesturlandabúar hafa fulla trú á þessum Norðurbandalagagaurum án einusinni að skoða “sakaskrá” þeirra. Þetta er eins og að ráða barnaperra í leikskóla!!!

Skoðið þessa síðu. Ansi athyglisverð

www.rawa.org

–krizzi–
http://www.rokbrot.cjb.net
N/A