NIÐUR MEÐ ALLT: Grein um Anarkisma Halló, hér er grein eftir mig sem birtist fyrst í Verðandi:

Jæja það tókst, við rákum ríkistjórnina og fengum í kjölfarið að kjósa, Vei. Trausta efnahagsstjórnin sem Sjálfstæðisflokkurinn var búinn að lofa kom og beit þá rækilega í rassgatið, frábært segi ég! Aldrei hefur komið tímabil í sögu þessa lands þar sem að gallar þessa fáránlega kerfis sem við höfum hérna yfir okkur hafa verið jafn bersýnilegir. Ruglið sem fylgdi bankahruninu virkaði eins og hressileg pólitísk vakning því að það er óhætt að segja að árin fyrir það hafi ríkt einhverskonar pólitískur doði yfir landinu, allir voru annað hvort sjálfstæðismenn eða kratar og þeir einu sem að voru eitthvað að gagnrýna voru bara hippar og rugludallar. Fokk ðem.

Ekki lengur, núna eftir hrunið hafa orð eins og pólitísk ábyrgð, lýðræði og anarkismi fengið nýja merkingu, þá sérstaklega anarkismi, sem að fyrir hrun var lítið annað en innihaldslaust níðyrði yfir fólk sem eyddi tíma sínum bara í að dagdreyma um fjöll og nennti ekki að vinna.

Lib-Lib-Libertad!

En hvað er þetta anarkismi? Þetta furðulega orð sem að sístækkandi hópur Íslendinga kennir sig við? anarkismi er, ef mér skjátlast ekki, samansett af grísku orðunum An og Archo og þýðir Án yfirvalds. Grunnhugmyndin er að samfélaginu sé best borgið ef að allt vald er afnumið og allir sitji jafnir til borðs. Í því samhengi er oft talað um valdapýramídana tvo, þar sem að einn táknar ríkisvald og annar táknar auðvald (eða kapítalisma.) Efst í pýramída ríkisvaldsins væri forsetinn og ráðherrarnir, svo kæmi Alþingi og svo hinar ýmsu ríkisreknu stofnanir og ber sérstaklega að nefna lögregluna í því samhengi. Kjósandinn húkir svo neðst, og bíður eftir þessu fjórða hverju ári þar sem að hann fær tækifæri til að setja x á blað sem breytir engu. Í hinum pýramídanum eru það forstjórar stórra fyrirtækja sem tróna á toppnum og nær hann svo í gegnum allt innviði kapítalískra fyrirtækja og alla leið niður á botninn þar sem að verkamaðurinn situr, útþrældur og þreyttur. Anarkistar beita sér fyrir því að lágmarka þessa pýramída, að færa sem mest vald í hendurnar á sem flestum, að enginn einn geti tekið ákvörðun sem varðar líf einhvers annars án þess að hann hafi neitt um það að segja.

Það er samt hægt að einfalda þetta enn frekar svona: Afhverju ætti einhver náungi sem að veit kannski ekkert um þig, einhver sem er kannski með allt önnur gildi og aðra lífsýn, einhver sem er mjög líklega heimskari en þú og amk ekki betri en þú að neinu leyti, að ráða yfir þér og þínu lífi?

Veit einhver hvað er betra fyrir þig en þú sjálfur? Nei.

Þeir sem eru sammála ofanaðgreindri fullyrðingu eru tæknilega séð anarkistar og í þeim skilningi eru miklu fleiri anarkistar til en þeir sem kenna sig við stefnuna.

Hugsaðu fyrir sjálfan þig

Annað atriði er það sem að anarkismi hefur fram yfir aðrar pólitískar kenningar og það er hversu sveigjanlegur hann er. Anarkismi viðurkennir að fólk hafi mismunandi skoðanir í staðinn fyrir að leitast við að setja alla í sama form, annað en aðrar stjórnmálastefnur sem hafa tilhneigingar til að vera einhverskonar “við gegn ykkur” hugsunarháttur, ef að þú ert kapítalisti þá eru kommúnistar óvinir þínir, þetta sést greinilega ef að þú tekur flokksræðið á Íslandi sem dæmi. Þar fylgja allir sem aðhlynnast flokkum fyrrskilgreindu plaggi, eitthvað manifestó sem allir verða að vera sammála um. Sem dæmi má taka þegar að mikið lagt var upp úr því hjá sjálfstæðismönnum að flokkurinn mætti alls ekki klofna yfir Evrópumálum. Hvað andskotans kjaftæði er þetta? Má hann ekki klofna? Hvað eru flokkar annað en hugmyndafræðileg tæki til að koma vissum hugmyndum í verk, af hverju er fólk að fylkja sig við þetta eins og þetta sé Manchester United? Það væri ekkert annað en hollt að hafa tvo mismunandi hægriflokka sem greinir á um eitthvað haldbært, nógu fátæklegt er pólitíska litrófið hér nú samt! En nóg um það, í anarkisma þá er ekkert svoleiðis, þú þarft ekkert að vera grænmetisæta og umhverfissini þó þú sért anarkisti (þótt að það sé vissulega æskilegra. )Anarkismi er fyrst og fremst lífsskoðun, svo hafa auðvitað verið mismunandi stefnur eins og Anarkó kommúnismi, primitivismi, syndikalismi, feminismi og kapítalismi (sá síðastnefndi er samt rusl og sem á í raun ekkert skylt við anarkisma.) En anarkismi er fyrst og fremst lífskoðun, enginn er að banna þér að opna anarkískt sláturhús, bara ekki búast við að græna liðið stundi viðskipti við þig.

Mér er alveg sama hvað þér finnst

Þau rök sem ég hef heyrt hvað oftast gegn Anarkisma eru eitthvað á þessa leið: “Anarkismi er rosalega falleg hugsun, en hún bara virkar ekki… mjeeeee.” Fyrirgefðu herra minn en sýnist þér þessi samfélagsgerð sem við búum við núna hafa “virkað?” það er allt á hausnum og valdníðsla, spilling, stéttskipting og allar hinar fínu aukaverkanir peningakerfisins lifa góðu lífi. Í þessu samhengi má líka nefna fantafína hreyfingu anarkista í spænsku borgarastyrjöldinni þar sem verkafólk stýrði öllu samfélaginu bara með ágætum. Þ.e. þangað til að svikakommúnistar komu á sovíeskum skriðdrekum og plöffuðu það niður. Einnig má bara nefna stofnanir eins og Kaffi Hljómalind, anarkismi er að virka mjög fínt þar. Bottomlæn: Anarkismi virkar hjá anarkistum. Anarkistar eru flestir nógu raunsæir til að sjá að anarkísk bylting fæst aldrei með því að berja niður andstæðu skoðanirnar bolsévikastæl, til að anarkísk bylting geti átt sér stað verður fólk fyrst að vera mótækilegt anarkisma, og það er alveg örugglega ekki að fara að gerast alveg í bráð. Anarkistabylting er fyrst og fremst bylting í meðvitund hvers fyrir sig. Að sjá óréttlætið í samfélaginu og vilja gera eitthvað í því.

Ekkert rugl

Þá spyrja margir: “Hvers vegna ertu að fella þig við einhverja hugsjón sem að þú veist að mun aldrei standast?”

Ef útópía er möguleg, þá er siðferðisleg skylda hvers manns að berjast fyrir henni, svo er hinn kosturinn líka svo mikið sjitt: afhverju að að gangast undir einhverja tilbúna hugmyndafræði sem einhver annar smíðaði. Því þótt að hún sé mögulega ágæt þá getur hún aldrei talað þínu máli, skoðanir fólks eru alltaf flóknari en einhver niðursoðin flokksspeki. Ég vill ekki vera þvingaður til að fella mig við eitthvað kökuform og það ættir þú heldur ekki að gera þegar þú hefur upp á svo miklu meira að bjóða. Einnig ætti að vera sjálfsagt að berjast gegn óréttlæti þar sem maður sér það án þess að fylgja eftir einhverjum ömurlegum lobbýista og hagsmunasamtaka reglugerðum, bjúrókratarugl. Lýtið bara á hústökuna á Vatnstíg eða nýju lögfræðingana sem að Rauði krossinn smellti á flóttamenn núna nýlega eftir að anarkistar (og aðrir aktivistar) b entu á hrikaleg mannréttindabrot framin leynilega í skjóli ríkistjórnarinnar á hendur þeim. Það er gömul og góð anarkísk hefð að segja hreinlega bara “FOKK THIS BISNESSS” og gera eitthvað í hlutunum.

Og það eru þeir að gera. Ekki bara á Íslandi heldur líka á á bretlandi, frakklandi, suður-Ameríkau og síðast en ekki síðst Grikklandi eru anarkistar orðnir yndislega framtakssamir í barráttu sinni gegn óréttlæti og valdníðslu kapítalisma og gervilýðræðis.

Það er á hreinu að anarkismi er kominn til að vera.

og það er fokking frábært.

Höfundur er awesome.
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi