Fyrirfram byðst ég afsökunar á stafsetningarvillum, ég er lesblindur og sé þær ekki.
Núna er ég bálillur!
Ég er búinn að vera atvinnulaus síðan seinnihluta síðasta árs og skráði mig væntanlega hjá vinnumiðlun.
Eftir nokkra mánuði í vinnuleit, sem bar eingan árangur var mér farið að leiðast hugur að því að leita að tækifærum í öðrum löndum heldur en á íslandi.
Ég fór í skriftofurnar og fékk að vita það, að svo lengi sem ég er í Evrópu fæ ég 3 mánuði í atvinnuleisisbætur.
Það vildi svo heppilega til að ég á vin hérna í Þýskalandi og vinur minn benti mér á það að það gætu verið fleiri möguleikar að fá vinnu þar.
Eftir að hafa skoðað þetta, að fara út og reyna á atvinnuleit þar, ákvað ég að fara út og kýla á þetta.
Út frá því, fór ég aftur niður á skrifstofur vinnumilunar til að láta vita að ég ætlaði að fara til Þýskalands og mér er sagt að allt sé í lagi.
Ég fer út en það er lítið um vinnur að fá hérna, 3 mánuðir eru nú liðnir og ég átti von á að síðasta greiðslan frá þeim mundi ganga í gegn næstkomandi 1. júní, þannig að ég ætlaði að stimpla mig inn í gegnum netið, en það gekk ekki.
Þannig að ég hringi og athuga hvað málið er, konan svarar og byður mig um kennitölu og segir svo, „já, þú ert í útlöndum ekki satt?“ ég játa því.
Hún bætir við: Síðan um mars? og ég játa því líka.
Þá segir hún: „Þú ert búinn að vera að svíkjast undan, það er ekki leyfilegt að yfirgefa landið og að vera á atvinnuleisibætum án þess að sækja um leyfi“ …………. ALDREI fékk ég að vita NEITT um það og það næsta sem hún segir, „þú þarft að greiða peninginn aftur, þér verður send rukkun.“
Auðvitað verð ég pirraður og rökræði við hana að ég fékk aldrei þær upplýsingar sem að hún gaf mér sem bar lítinn árangur, sem endar að hún segir „Allaveganna, þú ert sko EKKI á skrá hér lengur!“ og skellir á!?
Þannig að ég hringi aftur og ætla að fá að tala við einhvern sem er yfir henni og fæ ekki samband þangað sem ég vildi fá, þannig að ég sætti mig við annað álit þaðan.
Konan byður mig um kennitölu mína sem ég gef henni, annað en fyrsta símtalið þar sem fyrri konan sá að ég var úti, þá spyr hún mig, hvað er svo vandamálið?
Þá fer ég með henni í gegnum alla söguna aftur og hún sér engin gögn um það að ég hafi komið þangað og sagst ætla að fara út, og heldur því fram að ég hafi ætlað að svíkja á þeim og setti málaferli í gang!?
Ég spyr, er þetta eðlileg hegðun hjá þeim?
Ekki bara var sleppt því að segja mér frá MIKILVÆGUM skjölum sem ég átti að skila inn svo að þetta væri allt löglegt, sem ég vil meina að þetta hafi verið mistök að þeirra hálfu.
Í þokkabót, fynnst mér eins og fyrri konan eyddi út gögnunum sem sýndu að ég hafi komið þangað og tikynt það að ég væri að fara út!