Þetta er nokkurra mánaða gamalt wordskjal sem ég fann, skrifað greinilega meðan ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og Samfylkingar ver enn starfræk.
Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 1929 og hefur alla tíð síðan verið stærsti flokkur landsins. Flokkur frelsis og vitanlega sjálfstæðis sem stóð íslendingum lengi fyrir augum.
En þetta frelsi er vandmeðfarið. Í hinu mikla einveldi Sjálfstæðisflokksins komast hagsmunir fjöldans ekki að vegna einstaklings hagsmuna.
Og hverjir eru þessir einstaklingar sem fjöldinn þarf að þjást fyrir? Hverjir eru það sem kapítalismastefnan vinnur svo hart að við að hjálpa?
Það eru þeir sem eru nógu ríkir til þess að hjálpa sér sjálfir. Einstaklingsfrelsið verður fangelsi fyrir fjöldann og það speglar sig í ástandi heimsins í dag. Yfirmenn greiða sér milljarða af almannafé í bónusa fyrir mistök, fyrrverandi bankastjórar fá að stinga undan almanna fé og sitja á því og borga enga skatta og yfirmenn eftirlitsstofnana taka fleiri fleiri milljónir í starfsloka samning.
Lönd verða stjórnlaus þegar einn stjórnarflokkur vill frekar halda einum aumum og gagnslausum manni nokkrum dögum lengur í starfi í stað þess að halda stjórnleysi í skefjum ögn lengur.
Allt í kringum okkur má sjá merki kapítalismans og einstaklingsfrelsisins. Sjálfstæðisflokkurinn kallar milljónir skulda fyrir almenning frelsi, leyfa þjófum að sleppa burt og lifa í vellystingum kalla þeir að fara að lögum og að sprengja stjórnarsamband er í fílabeinsturnum hægriveldisins nefnt skynsemi. Frelsi, réttlæti og skynsemi eru þó ekki til í frjálshyggjuorðabókinni.
Fjöldinn getur aldrei fengið að njóta þessara orða án ímyndunar meðan kapítalisminn ræður ríkjum og lætur veröldina þjóna einungis nokkrum tugum manna sem leika sér þrælum sínum. Uppreisn þrælanna getur því miður aldrei heppnast því þeir munu kjósa sér frelsi loks þegar þeir fá að ráða örlögum sínum vegna þess að þá tekur hringrásin við; þeir ríku fá áfram að njóta þeirra fátæku og rýgja þá inn að skinni með hjálp yfirvalda.
Frelsi er því ekki til, Sjálfstæðisflokkurinn, Repúblikanaflokkurinn og fleiri hægri sinnuð einveldi ljúga því svo klær þeirri geti fests í hjörtum okkar og neytt til að þjóna minnihlutanum.