Litli neytandinn
Fyrir ekki svo löngu síðan þá heyrði ég svolítið skemmtilega sögu. Hún kennir manni svolítið um hvernig það er að vera neytandi, þá sérstaklega hvernig fyrirtæki hugsa um neytendur a.k.a sína viðskiptavini.
Minnir að markaðsfræðin kalli þennan þankagang/aðferð „push“ en þá er vörunni ýtt að viðskiptavinum í von um að þeir kaupi - í stað þess að skapa eftirspurn hjá þeim og fá þá til að langa til að kaupa, sú aðferð kallaðist „pull“ = draga þá til sín.
En sagan segir frá manni sem gengur inn á skrifstofu Colgate og segir „ég skal auka söluna hjá ykkur um 25% ef ég fæ milljón dollara“.
Stjórnendur Colgate taka þessu með fyrirvara, fara yfir sín mál og kanna hvort þeir geti gert eitthvað í sínu starfi betur til að auka sölu, eitthvað sem væri svo augljóst að maður af götunni gæti gengið inn með svona fullyrðingar. En þeir fundu ekkert…
Þeir kalla manninn á fund og ræða business, hann hefur ekkert voðalegt vit á stjórnun, markaðsmálum, framleiðslutækni eða neinu af þessum þáttum sem þeir einblíndu á í sínum daglega rekstri.
Þeir voru orðnir virkilega efins eftir þetta spjall en gaurinn fullyrðir sem aldrei fyrr að hann muni auka söluna um 25% ef hannm fái milljón dollara.
Stjórnendurnir rökræða þetta sín á milli og þar sem 25% aukning væri mun meira virði en milljón dollarar, sérstaklega ef aukningin væri til framtíðar.
Það er sett í hendur lögfræðideildar Colgate að smíða samning sem takmarkar hendur gaursins svo hann geti nú ekki fíflað þá eða breytt formúluni þeirra o.s.frv.
Gaurinn samþykkir alla þessa skilmála og setur nafn sitt undir.
Stjórnendurnir spyrja hann svo hvenær hann geti byrjað, hann svarar „eigum við bara ekki að klára þetta strax?“ „stækkið gatið á túbunni“.
Raunin varð 35% aukin sala og fólk hætti að þurfa stinga lítið gat með tappanum til að opna túpuna…
En hvernig líður þér sem neytanda þegar þú heyrir svona sögu?
Hún er kannski ekki sönn en það er sannleikskorn í henni – það eru allir að reyna auka söluna hjá sér þó svo að þú þurfir ekki meira, þú viljir ekki meira og hugsanlega gerir það þér ekki gott að fá meira.
Þetta er svona „supersize me“ syndrome á öllum neytendamarkaði… oftar en ekki…
Það sárvantar að upplýsa neytendur um hvað þeir þurfi að nota mikið af hverri og einni vöru í einu…
t.d. tannkrem – ég hef oft stoppað dóttur mína með busta sem er drukknaður í tannkremi, mér finnst það ógeðslegt en henni finnst það gott á bragðið (ekki barnatannkrem, já ég veit ????).
Ég hætti fyrir löngu að klára af disknum þegar ég ét á skyndibitastað, ég hætti þegar ég er orðinn saddur og það er næstum alltaf rest…
Niðurstaðan er að það er alltaf verið að láta neytendur kaupa of mikið…
t.d. sex vinir hjá símafyrirtæki? Ég mundi vilja að sex mest „í hringdu“ númerin yrðu bara núlluð en maður á að velja sjálfur og maður gerir það bara einusinni og man eftir kannksi þrem + mömmu og rest verður bull…
En tilboðið hljómar ofboðslega vel, afhverju er bara ekki hægt að bjóða feitan afslátt og sýna rétt verð…
(það yrði voða sósíalískt – eitt ríkisverð).
Allavega þá hvet ég fólk til að pæla í hvað það er að kaupa og falla ekki fyrir tilboðum sem eru jú kannski ódýr en nýtast manni svo ekki neitt…