Fjármagnseigendur vs. Skuldarar
Við þessar ótrúlegu aðstæður sem hafa verið á landinu undanfarna mánuði þá hefur mikið verið talað um að hlífskildi sé haldið yfir fjármagnseigendum og þá á kostnað skuldara.
Talað er um brostnar forsendur lánasamninga vegna gengislækkana og vísitölubólu, þessar brostnu forsendur setji aukna greiðlubirði á skuldara og hefur keyrt marga í þrot, kannski ekki gjaldþrot heldur gert þá og fjölskyldur þeirra að þrælum fjármagnseigenda.
Eftir að hafa horft á Silfur Egils í kvöld þá kveiknaði á einhverri peru hjá mér, líklega mun seinna en hjá mörgum öðrum.
Kannski er ég bara svona einfaldur en mér fannst allt í einu svo augljóst að fjármagnseigendur eru í raun þeir sem skulda og þeir sem eiga skuldirnar eiga í raun lítið eða ekkert nema þessar skuldir í dag. Ef fólk hættir að borga þá eiga þessir menn og þessi fyrirtæki í raun ekki neitt.
Þegar litið er á hlutina á þenna hátt þá er eingöngu eitt sem þarf að gera, það þarf að hópa fólki saman í nokkurskonar verkalýðsfélag skuldara köllum það „Hagsmunahóp heimilana“ og krefja skulaeigendur um skárri kjör (kannski lélegt dæmi).
Ef Íslendingar taka sig saman og setja fordæmi, já – setja fordæmi fyrir hvernig almennir borgarar eigi að bregðast við þessari kreppu og afleiðingum hennar, þá mun þessi kreppa hugsanlega líða fyrr hjá.
Allt fjármagn sem lánað hefur verið undanfarin ár hefur verið búið til í einhverju tölvukerfi, enginn þurfti að vinna fyrir peningunum sem fólk fékk lánaða – þetta var í raun bara slegið inn í Excel undir kennitölu viðkomandi.
Eigendur skuldanna vilja og eru að reyna að gera þessi lán að raunverulegum peningum með því að ganga hart á eftir skuldurum þessa dagana af því að þetta exceltrikk þeirra er hætt að virka „eignamyndandi“ þar sem enginn í heiminum er líklegur til að borga skuldir sínar í dag eða næstu árin.
Með því að breyta þessum „líkindum“ í staðreyndir þá munu þessir aðilar, þessir skuldaeigendur fara á hausinn ásamt þeim sem þeir skulda og svo koll af kolli. (who cares).
Þetta umhverfi sem fjármál heimsins hafa verið geymd og meðhöndluð í þarf að hreinsa og einhvernvegin verður fólk að ná að hafa áhrif á það.