Hvað er að gerast?
Íslenskur ráðherra er orðinn áhrifavaldur á hlutabréfamarkaði. Það er ekkert nýtt, hann hefði mátt vita að orð sín hefðu eitthvað vægi, hann er nú fjármálaráðherra.
Það verður forvitnilegt að sjá hvort orð Steingríms um að Icelandair muni lenda í klónnum á ríkinu muni endurspeglast í verði hlutabréfa félagsins.
Fyrir skemmstu var gerð skýrsla um ráðherra í annari ríkisstjórn, reyndar í öðru landi og afskipti hans að frjálsum markaði. Þá var Alistair Darling tekinn fyrir og skammaður fyrir að beita hryðjuverkalögum á íslensku bankana. Hann sagði svo í fréttum það sama um íslensku bankana og Steingrímur segir um Icelandair í dag, „belive it or not, they will not honor their commitments“.
Hver treystir sér til að versla flugfar með Icelandair í dag? Hvaða útlendingur mundi kaupa flugfar eftir fjármálaráðherra landsins segir að „vandræði séu á leiðinni“ og að ríkið muni þurfa að taka félagið yfir.
Fólk hefur verið að spyrja sig afhverju stjórnmálamenn hafai ekki sagt satt frá upphafi. Þegar maður lítur yfir farinn veg þá stóð það einfaldlega ekki til boða fyrir Geir Haarde að segja :
Kæru Íslendingar. Í dag tók ríkið Glitni yfir þar sem þeir voru blankir og gátu ekki staðið í skilum. Mjög líklegt er að aðrir íslenskir bankar muni þurfa að leita á náðir ríkisins og því miður þá eru þeir orðnir svo stórir að Seðlabankinn getur ekki hjálpað þeim og því munum við taka þá yfir eins og við tókum Glitni yfir.
Einnig munu erlendir fjárfestar flýja burt með sína peninga og gjaldmiðillinn okkar verður einkskis virði og því munum við verða fokked í nokkurn tíma. Þegar innflutningur er orðinn fáránlega dýr verður því ekki í boði að kaupa útlenskt stöff og við erum mjög sorry.
Atvinnuleysi mun aukast feitt þar sem böns af buisness mun verða bösted af blankheitum og þá sérstaklega þeir sem skulda í erlendri mynt, reyndar mun myntin ekki skipta öllu þar sem IMF mun halda vöxtum fökkt up háum og verðbólga mun vega heavy í öllum lánadílum.
Þið munuð missa húsin ykkar.
Guð blessi Ísland.
Þá hefði hann verið að segja satt, en hverjar hefðu verið afleiðingarnar?
Við hefðum misst allt ASAP!
Með því að brosa og bulla tryggði hann „mjúka lendingu“ við vissum það öll að hann var að bulla en það var bara auðveldara að trú því en raunveruleikanum og blekkingin dugði til að seinka hlutunum þannig að við fengum ekki allt í hausinn í sömu vikunni.
xD - xS – xB Þetta er fólkið sem kom okkur þangað sem við erum í dag…
Við skulum ekki vera íhaldsöm, leyfum einhverju nýju að gerast, ef þið viljið eitthvað nýtt (kannski eruð þið sátt)
Mér finnst eins og xD t.d. vilji ekki vinna þessar kosningar, ég hef varla orðið var við þeirra auglýsingar.
xS hef ég séð og auglýsingar VG.
Í svona „könnunum“ á netinu þá passar xO (er það ekki Borgarahreyfingin) við mig „best“ en ég er ekki viss um að netið sé að segja mér satt.
Ástæðan fyrir því að ég er að rita þetta niður er herra „Joð“ ég get ekki orða bundist yfir ábyrgðaleysinu í manninum og hann má skammast sín – veit hann ekki að mikilvægasti hlutur aukinnar ábyrgðar er að geta haldið kjafti um þau mál sem eru viðkvæm í núinu. Hann hefði getað sagt seinna að allt hefði verið gert til að bjarga fyrirtækinu eða látið það koma fram seinna að Icelandair hefði verið bjargað af ríkinu.
Það er eitthvað svo mikið „vinstri“ að núi séu næstum allir ríkisbankar og nú sé næstum öll flugfélag að „verða“ ríkisflugfélög.
Látið fyrirtækin í landinu fara á hausinn, einhver mun sinna þessu ef það er buisness í þessu.
Göngum i NAFTA frekar en ESB (það hljómar betur, NAFTA hljómar eins og flottur bíll en ESB hljómar eins og tegund af gyllinæðarkremi).
Besti og flottasti ráðherrann í dag er án efa hann Gylfi – höldum áfram að ráða ráðherra, einhverja hæfa menn í stað þess að troða dýralæknum og jarðfræðingum með mikilmennskubrjálæði í stjórnunarstörf sem skipta máli.
Ég mun ekki ákveða mig fyrr en í kjörklefanum og hvert mitt atkvæði fer mun án efa koma mér sjálfum mest á óvart…
Einn virkilega óákveðinn….