brezhnev:
Ég er nú þeirrar trúar að heimurinn sé ekki alveg svart/hvítur og veröldin sé bara USA vs. Rússland eða því um líkt. Auðvita verður að skoða alla hluti í samhengi og með vott af raunsæji.
Viðskiptabann USA tekur til Kúbu. Öll önnur ríki heims mega hafa viðskipti við Kúbu, sem hefur ekkert að bjóða, annað en lágverðarvöruna sykur. BNA myndu líklega ekki kaupa sykurinn af þeim, þannig að þetta viðskiptabann er aumur fyrirsláttur. Miðstýrt áætlanahagkerfi, atvinnuhöft og viðskiptahöft er það sem gengur að Kúbu. En eru það ekki þið, hálf-kommarnir sem í einu orði kallið heimskapitalsman rót alls hins illa, en í hinu orðinu segið þið að viðskiptabannið á kúbu sé slæmt. Þú veist að kapitalismi er ekki stefna, heldur hugtak um frjálsa viðskiptahætti. Er þetta ekki mótsögn, að segja að ef ekki væri viðskiptabannið, heldur kapitalismi gegn og hjá kúbu, væri landið betur stætt. Þetta er það sem þú ert að segja með orðum þínum.
Chile hafði 13 ár í röð, meðaltalshagvöxt upp á 6%, eftir að Chicago módelið, by Friedman var tekið upp. Það eru bein tengsl milli atvinnufrelsis og hagvaxtar. Því miður skortir alvarlega upp á ýmis önnur málefni í Rómönsku-Ameríku, þá sérstaklega mannréttindi. Ég held að enginn ætli að afsaka glæpi BNA manna í Rómönsku-Ameríku, þeir eru sannarlega svartur blettur í sögunni. En kemur ekkert á óvart þegar um risastórt heimsveldi er að ræða. Nefndu mér hið fullkomlega góða og réttláta heimveldi sögunnar.
Ég er hrifnari af BNA, því þó þeir hafi margt ljótt á sinni sögu, var ekki markmiðið að troða upp á menn viðbjóð kommúnismans, sem gerir út á það eitt að steypa menn í sama mót og berja alla niður í sömu langanir og hugsanir.
Ekki gleyma að Kúba ætlaði að láta setja upp hjá sér kjarnorkuvopn, fyrir neðan strendur BNA, á einhverjum víðsjárverðustu tímum sögunnar, þar sem jafnvel eyðing alls heimsins lá fyrir, ef eitthvað myndi útaf bregða. Ég gæti trúað að einhverjir væru enn sárir yfir því.
Annars er ég sammála þér í því að það ætti ekkert viðskiptabann að vera á Kúbu(þótt lítið sé), enda fylgjandi frjálsum viðskiptum þjóða á milli, þ.e.a.s. kapitalisma. Annars er viðskiptabannið ekki vegna mannréttinda, heldur eignaupptöku á bandarískum eigum, án þess að sanngjarnt gjald kæmi fyrir, sem sagt rán.
Kúbversk menntun er nú ekki hátt metin skv. alþjóðlegum stöðlum sýnist mér. En annars er ég ekkert hrifin af því að fólk fái heislugæslu, menntun og ellilífeyri, ef það er ekki frjálst til hugsanna, eða lýðræðis.
Þegar þú nefnir loftslagið á Kúbu sem það besta í heimi og hvað fólk þarfnast meira, þá vil ég minna þig á að það ert ekki þú sem skilgreinir þarfir allra manna, þeir eru fullfærir um að gera það sjálfir, en svipaðar hugmyndir leiddu til einhverra mestu voðaverka síðustu aldar.
Annars er fínt að gagngrýna BNA menn, enda þarf slíkt stórveldi að vera í stöðugri skoðun. Svo sannarlega sé ég ansi margt að utanríkisstefnu þeirra t.d. í málefnum Ísrael og Saudi-Arabíu, kosningkerfi þeirra er líka stórkostlega gallað, og set ég stórt spurningarmerki við raunverulegt lýðræði þar í landi. Það er margt stórkostlega slæmt við BNA, en líka margir stórkostlegir hlutir, við skulum ekki missa sjónar af því.
Annars finnst mér ótrúlega sjaldan skrifaðar greinar hérna um stríðsglæpi Rússa í Tjetseníu, sem fara fram dag hvern. En ég býst við að það sé ekki í tísku gagngrýna Rússland.
kv.
Kundera