Allir hafa auðvitað heyrt um dagforeldrana sem gefið er að sök að hafa hrist litla barnið til bana… Því miður finnst mér alls ekki rétt að farið með þetta fólk, einhvern tíma sagði einhver gáfaður ; saklaus uns sekt er sönnuð en hér er greinilega ekki farið eftir því, því þá væri þetta rannsakað mun betur. Um daginn las ég um hóp lækna í USA sem halda því fram að það sé nóg fyrir börn að detta til að fá þessi einkenni, einnig finnst mér stórundarlegt að maður sem er vanur að passa börn missi alltíeinu stjórn á sér við 9 mánuða barn, fremur trúí ég því að örþreytt móðir eða faðir missi stjórn á sér! Hvernig er hægt að tímasetja atburðinn? Getur foreldri ekki hafa hrist barnið um morgunin og þá örlítil blæðing hafa hafist og svo smáversnað yfirdaginn? Barnaperrar og nauðgarrar sleppa hér á landi oftast með mjög vægar refsingar en þessi eini maður sem ekki er einu sinni hægt að sanna sekt á missir mannorð, vinnu, frelsi og morð fjár í málskostnað, hvernig sem þetta að lokum fer hefur hann samt misst æruna, það ætti að sakfella íslenska ríkið fyrir þetta. Læknirinn sem fjallaði um málið sinnti systir minni eitt sinn á sjúkra húsi og var hann vægast fruntalegur, ég tek sko ekki mark á hans orðum. Það að þau höfðu of mörg börn hefur eyðilagt mikið fyrir þeim því að harðar er tekið á málinu. Ég er ekki ða segja að það hafi verið í lagi að vera með svo mörg börn en ef þau hefðu aðeins haft þau börn sem þau máttu hafa, hverjar hefðu mánuðuartekjur þeirra verið? hefðu þau getað lifað á þeim?
Mótmælum því að þessi maður sé sakfelldur nema að játning eða vitni komi fram!!! Ef maðurinn hefði hrist barnið til bana hefði það ekki verið stundarbrjálæði? Dráp sem þetta er ekki framið af skipulögðum hug, heldur brjálæði og því ætti refsing við því ekki að vera jafn þung og t.d. við barnaperraskap eins kalt og það kann að hljóma.
Aumingja maðurinn og kona hans, ranglega sakfelld og búin að missa æruna sama hvað gerist!
druzla