Morgunblaðið 17 Febrúar 2002
Ég las grein í sunnudagsblaði morgunblaðsins í dag og er það innsent bréf frá manni sem keyrir Reykjanesbrautina (keflavíkurveginn) á hverjum degi. Miðvikudaginn 13 feb sendi einhver maður inn bréf um það að brjálæðingar og ökuníðingar sem væru á reykjanesbrautinni væru að reyna að framkalla stórslys með hraðaakstri og framúrakstri.
Þessi maður sem kynnir sig sem Leo (skrifar 13 febrúar) segist aldrei hleypa fólki framúr þegar hann er kominn á 90 km/klst. Sumir þessara “ökuníðinga” blikka ljósunum, flauta og eru með fleiri slíka tilburði sem eru einungis gerðir til að valda slysi. Hann segir ennfremur að þetta fólk vilj að hann fari út í vegarkannt og hleypi sér þannig framúr. Hann lætur fólk aldrei komast upp með svoleiðis. Það vita allir sem keyrt hafa brautina að vegagerðin hefur malbikað hálfan vegþannig að hægt sé að víkja. Þessi Leo telur að með þessu ökulagi hans sé hann að koma í veg fyrir stórslys og hvetur hann því aðra til að gera hið sama.
Hinn maðurinn sem skrifaði í gær sunnudag segir að með þessu ökulagi hans sé hann í raun og veru að valda stórslysum. Það sé ekki í verkahring Leos að vera með löggæslu og tryggja það að enginn fari yfir 90 km/klst. Hann segir að hann hafi orðið vitni að glæfralegum framúrakstri um daginn og þar var maður að taka fram úr stórri röð bíla, þar sem sá fremsti keyrði á 90 og fólk var svo vitlaust að fara ekki frammúr. Þaf hafi fólk ekki hleypt manninum sem var að taka frammúr aftur inn í röðina og skapaði þannig stórhættu þar sem bíll var að koma á móti hinum bílnum sem var að fara framúr. Sá aðili fór út í kannt og kom þannig í veg fyrir margra bíla árekstur.
Nú hugsa ég mér sem ökumaður, afhverju eru svona hálfvitar sem eru að reyna að hindra frammúrakstur og hleypa bílum ekki inn í raðir með bílpróf????? Mér líður ákaflega illa að vita af því þegar ég fer út að keyra að svona hálfvitar seu á meðal mín. Þegar ég les svona greinar langar mig helst að lemja svona lélega ökumenn og taka af þeim skírteinið.
Mér finnst líka að löggan ætti að hætta að elta þá sem keyra Reykjanesbrautina á 100-110 km/klst og með “sport” þokuljós kveikt.