Tilvitnun:
Það eru samt ekki öll störf þannig að það sé auðvelt að setja verðmiða á verðmætasköpun.
Markaðurinn setur verðmiðana. Þú þarft ekki einu sinni að hafa áhyggjur af þessu.
Umönun og kennsla er þjónusta rétt eins og hver önnur, þar er greiðandi eins og alls staðar annars staðar og það er verð sem þarf að borga, rétt eins og alls staðar annars staðar.
Helduru að skóla og heilbrigðiskerfið sé ókeypis? frítt?
Þetta er risastórt batterý sem er rándýrt í rekstri.
Tilvitnun:
Hvernig ætlaru að setja verðmiða á hversu mikil verðmæti leikskólakennari býr til á klukkustund?
markaðurinn setur það verð eins og önnur
Þetta virkar einmitt ekki svona.
Þú sagðir heldur ekki hvernig maður setur verðmiða á verðmætasköpun leikskólakennara. Þú sagðir að markaðurinn gerir það en þú sagðir ekki hvernig.
Það eru nefnilega ekki öll verðmæti markaðsverðmæti og mörg störf (sem eru oft lámarkslaunuð störf) framleiða ekki markaðsverðmæti þó þau framleiði verðmæti.
Það er alveg rétt hjá þér að menntuntakerfið og heilbrigðiskerfið býður upp á þjónustu (og að það er greiðandi), en sú þjónustua hefur hreinlega ekkert sambærilegt markaðsverðmæti á almennum markaði.
Segjum sem dæmi að þú ræður mann í vinnu, fyrir 50 kr. á tímann, við að rýja kindur, vinna ullina og prjóna lopapeysu fyrir þig. Ef hann er 50 klst að búa til lopapeysu sem er sambærileg lopapeysu sem kostar 10000 kr. á almennum markaði, þá er auðvelt að reikna út að verðmætasköpun vinnu þessa manns er 200 kr. á tímann.
En ástæðan fyrir því að það er svona auðvelt að reikna út markaðslega verðmætasköpun mannsins er að það er til sambærileg vara á almennum markaði.
Ef sami maður er ráðinn í vinnu fyrir 50 kr. á klst, við að kenna 6 og 7 ára börnum að lesa. Þá er maðurinn auðvitað að veita þjónustu. En það er ekki til nein sambærileg þjónusta á almennum markaði til að bera saman við þannig að það er eigilega ekki hægt að tala um markaðsverðmæti. (ef þú eða einhver kann aðferð til að reikna út verðmætasköpun hnas, endilega segið frá henni, en ekki segja að markaðurinn ákveði hana)
Þessvegna skipta lágmarkslaun líka miklu máli fyrir fólk í störfum sem framleiða verðmæti sem eru ekki markaðsverðmæti, en ekki jafn miklu máli fyrir fólk í störfum sem framleiða markaðsverðmæti.
Tilvitnun:
Ef það er lítið atvinnuleysi er góð ástæða til að hækka lágmarkslaun en ef það er mikið atvinnuleysi eru þau síður hækkuð.
Þetta er það heimskulegasta sem ég hef heyrt.
Á að auka atvinnuleysi þegar atvinnuleysið er mikið?
Af hverju í ósköpunum ættiru að vilja það?
Hvernig færðu út að ég væri að segja að það ætti að auka atvinnuleysi þegar atvinnuleysi er mikið?
(mér dettur helst í hug að þú hafir mögulega lesið orðið „síður“ („…eru þau síður hækkuð.“) sem orðið „síðan“, sem myndi að sjálfsögðu breyta merkingunni)
Ef það er lítið atvinnuleysi og lágmarkslaun eru hækkuð. Þá hefur það, eins og þú segir, líklega þær afleiðingar að einhverjir missa vinnuna (því verðmætasköpun þeirra var minni heldur en nýju lámarkslaunin, nákvæmlega eins og þú ert búinn að vera að segja). Hinsvegar er ekki svo alvarlegt ef fólk missir vinnuna, þegar það er lítið atvinnuleysi, því þá er auðvelt að fá nýja vinnu þar sem verðmætasköpun starfsins er vonandi meiri.
Því getur hækkun lágmarkslauna haft góð áhrif á hagkerfið,
þegar það er lítið atvinnuleysi, því það eykur heildarverðmætasköpun hagkerfisins (því þeir sem sköpuðu lítil verðmæti í störfum sínum fyrir hækkunina misstu vinnuna og fengu nýstörf þar sem þeir sköpuðu meiri verðmæti). En til þess að slíka hækkun lágmarkslauna hafi góð áhrif á hagkerfið má hún að sjálfsögðu ekki vera það mikil að hún hafi teljanleg áhrif á atvinnuleysi.
Hinsvegar ef lágmarkslaun eru hækkuð þegar það er mikið atvinnuleysi, þá missir fólk vinnuna og fær ekki nýja vinnu. Það hefur slæm áhrif á hagkerfið (eins og þú ert búinn að segja).
Þessvegna getur verið gott að
hækka lágmarklaun, þegar það er
lítið atvinnuleysi. En
slæmt að hækka lágmarkslaun þegar það er mikið atvinnuleysi.
Það er líka nákvæmlega það sem stjórnvöld gera (eða ættu að gera).
Það ber líka að sjálfsögðu að hafa í huga að lágmarklaun (rétt eins og laun almennt) hafa áhrif á markaðsverð vörunar (eða þjónustunar) sem þau framleiða.