ESB vélmennin á Íslandi æla út úr sér áróðri...
Ég orða þetta svona hranalega af því að mér finnst eins og þessir ESB sinnar sem eru sífellt að tala um hvað okkur bíði ömurleg örlög ef við förum ekki þangað inn virki eins og forrituð vélmenni eða fólk í sértrúarsöfnuði. Það er virkilega eins og þetta fólk sé andsetið eða hafi fengið einhverja veirusýkingu sem leiðir upp í heilann.
Sem fyrr eru það gjaldeyrismálin, vextir og verðlag sem er notað sem rök fyrir því hvað þetta sé nauðsynlegt og hve við hefðum verið betur sett nú í krísunni ef við hefðum verið í ESB, förum aðeins yfir þetta lið fyrir lið.
Það er ekki mikið rifist um nauðsyn þess að taka upp annan gjaldmiðil enda er það hnattræn þróun, en spurningin er hvað er hægt að gera það hratt. ESB sinnar telja það fásinnu að taka annað upp en EVRU og þá aðeins með því að fara í ESB og seja einhliða upptöku hættulega, þrátt fyrir að önnur smáríki hafi gert það án andmæla ESB, þar á meðal Montenegro sem er að sækja um aðild.
Barnalegir fréttamenn hafa margsinnis spurt toppa í ESB hvort við “megum” taka upp Evru einhliða og fá alltaf sama svarið; NEI, hvað halda þessir hálfvitar að þeir segi ? Eins og þeir segðu að við mættum fá aðal gulrótina ókeypis, án þess að hleypa þeim að auðlindum okkar, come on !
Nokkrir málsmetandi hafræðingar, innlendir og erlendir hafa bent á möguleika einhliða upptöku, en þeir virðast ekki vera “innvígðir” í aðal klíkuna sem virðist tengjast áætlunum Samfylkingar um að koma okkur í ESB, gæti verið að einhverjir það ætli sér að komast að kjötkötlunum í Brussel ?
Þetta ESB lið talar eins og við verðum útnári og “Ó-Evrópsk” ef við förum ekki þarna inn og þá spyr ég; Er Sviss ekki algert Evrópuland eða hvað með Noreg, eru þetta útskúfuð útnáralönd frá Evrópu ? Ef litið er á hagtölur þessara landa þá sé ég ekki betur en að það sé mjög öfundsvert að vera í þeirra hópi, ein hæstu lífsgjæði í heimi, og auðvitað telur þau engin annað en fyrirmyndar Erópuríki !
En þá segir þetta lið; Ekki að marka þar sem Sviss hefur bankasectorinn og Noregur alla olíuna sem gerir þau svo sjálfstæð. Lítum á nærtækan samanburð við Noreg fyrst; Í raun er okkar efnahagur einna líkastur Noregi, þ.e. auðlindir, fiskur (gleymist að tala um fiskeldið sem við ættum að vera að gera miklu meira í) olía=orka, við eigum fullt af orku líka. Ég ætla ekki að vera að gera ráð fyrir e.h. olíuauði eins og fíflið “Sheik” Össur, en bendi á að olíulindir Norðmanna munu ekki endast í 100 ár, hvað mun okkar orka endast lengi ?
Þannig að það má leggja rök fyrir því að okkar núverandi fiskistofnar og orkuauðlindir séu verðmætari en Noregs þegar til langs tíma er litið, sem dæmi þá vilja Færeyingar athuga með flutning á rafmagni þangað og hver veit hvort hagkvæmt verður að flytja rafmagn um lengri leiðir og jafnvel keppa við Rússagasið í Evrópu. Það er glapræði að hleypa ESB að þessum auðlindum, jafnvel þó að nokkrir Samfylkingarmenn fái jobb í Brussel !
Það er athyglisvert að hlusta á Olli Rehn, stækkunar (sölumann ?)ráðherra ESB þegar hann talar um hvað Ísland geti fengið fljótt aðgang að að ESB og hvað það væri “passandi” að fá okkur inn þar, jafnvel eftir um tvö ár. Svo er spurt um hvenær við fengjum Evruna þá er hann ekki alveg eins yfirlýsingarglaður og segir það erfitt að segja, en á mannamáli þýðir það mörg ár, getum við beðið ?
Það er vaxandi bjartsýni á Íslandi og fulltrúi IMF gaf ástæður til þess, látum hræðusluáróður “Fimmtu herldeildar” ESB ekki okkur fá.
Vinsamlegast svarið þessari grein með rökum ef þið viljið senda athugasemdir við greinina.