Ég bjó í bænum í seinustu kosningum, í dag bý ég í Suðurkjördæmi. Ég ætlaði ekki að trúa því sem ég fékk inn um lúguna hjá mér í vikunni. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja, gráta eða fórna höndum til himins og biðjast vægðar.

Blaðið leit út eins og Europris bæklingur, nokkuð veglegra og á forsíðunni stóð „Árna Johnsen í 1.sæti“.

Ég hugsaði og hugsaði hvað ég gæti gert og komst að því að það skiptir í sjálfu sér hryllilega litlu hvað ég geri. Eina leiðin til að koma þessu fólki frá völdum er að ganga í flokkinn sjálfur og stjaka því frá.

Allir þessir flokkar eru að bjóða uppá sama matseðilinn, það er kominn nýr réttur dagsins en allir aðalréttirnir eru þeir sömu.

KUNNA STJÓRNMÁLAMENN EKKI AÐ SKAMMAST SÍN?

KUNNA ÞEIR BARA AÐ VERA STJÓRNMÁLAMENN?

Mín heitasta ósk er að þetta fólk fari og geri eitthvað annað og hleypi nýju fólki að.

Mín heitasta ósk er að þetta fólk fari og geri eitthvað annað og hleypi nýju fólki að.

Mín heitasta ósk er að þetta fólk fari og geri eitthvað annað og hleypi nýju fólki að.

Mín heitasta ósk er að þetta fólk fari og geri eitthvað annað og hleypi nýju fólki að.

Mín heitasta ósk er að þetta fólk fari og geri eitthvað annað og hleypi nýju fólki að.

En það skiptir ekki máli hvers ég óska mér, það breytist ekkert.

Ég áttaði mig á að þetta fólk hefur enga samkennd með almenningi, það veit ekki hvað almenningur vill og þarf. Það hugsar bara um sitt eigið rassgat og aurana sína.

Þessir menn eru ekki að fatta debit/kredit útreikninga, ef það á að fella niður fellaniður skuldir eða spara þá verðru það á kostnað einhvers, þessi einhver er alltaf almenningur.

Ríkið ætti hiklaust að nota tímann núna á meðan allt er ódýrt í landinu og fara í framkvæmdir og um leið styrkja innviði landsins og halda landinu gangandi.
Að hagræða og fækka fólki þýðir einfaldlega að annað ríkisbatterý þarf að fara greiða viðkomandi peninga og þá fyrir ekki neitt.

Annað sem nauðsynlega þarf að gerast er að auðvelda nýjum óskuldsettum fyrirtækjum að vaxa. Að öðrum kosti þarf almenningur að borga skuldir fyrirtækja sem hafa verið að offjárfesta og greiða ofurlaun, látum þá aurapúka fara á hausinn og sendum kröfuna í Intrum til að halda .eim niðri að eilífu líkt og þeir hafa gert við marga aðra á klakanum.

Afhverju ætti ekki að taka eigur þessara manna? Hver þeirra getur með sanni sagt að hann/hún hafi unnið fyrir þessum peningum? Mörg þúsundföldum launum verkamanns, verkamanns sem getur í dag ekki brauðfætt fjölskyldu sína fyrir mistök, sukk og svínarí þessara aula.

Það ætti að vera yfirlýst markmið stjórnvalda að ná þessum peningum frá þessu fólki aftur.

Það ætti að gjaldfella öll þeirra lán strax og hirða eigur þeirra uppí, hef heyrt að hjá Avant og Lýsingu séu menn komnir í æfingu. Ríkið getur þá boðið þetta út…

Af hverju er verið að nota mannafl, lögfræðinga og lögreglu til að sækja á almúgann sem á ekki fyrir bílaláninu sínu… Verðmæti þessarar þjónustu yrði mun meira ef sótt yrði á einhverja alvöru glæpamenn.

En stjórnvöldum á Íslandinu góða hefur tekist að endurskilgreina „getuleysi“ á hryllilegan og saorglegan hátt.

Það sem verra er, þau fá að halda því áfram.