Mér er farið að þykja fyndnara og fyndnara að rökræða við fólk þegar það ætlar að þykjast hafa minnsta vit á því sem það er að tala um, þegar það ætlar að ræða um hinar svokölluðu klámbúllur í Reykjavík.
Og hvaða rök heyrir maður? Aftur og aftur, tilfinningabaðað þvaður um vændi og dóp, nauðungasölu og aftur vændi. Að konur leiðist út í þetta vegna þess að þær hafi ekki í önnur hús að venda.
Ég ætla að taka eitt atriði fyrir í einu.
* VÆNDIÐ *
Ágæti lesandi. Þú ert að lesa á Huga. Þú ert ekkert nema helvítis krakkafjandi sem er ekki orðinn kynþroska. Hver les Huga nema einhverjir krakkakaræflar sem rétt kunna að lesa eða skrifa? Hingað koma menn vegna þess að þeir geta ekki lesið DV eða Morgunblaðið. Hingað koma menn vegna þess að þeir skilja ekki orðin sem fara fram í Sjónvarpinu. Hingað koma fávitar.
Er þetta það sem þú vilt lesa í hvert sinn sem einhver tala um Huga? Vilt þú vinna í starfi, þar sem þú ert niðurlægð(ur) í hvert einasta skipti sem starfsstétt þín er minnst á nafn í fjölmiðlum? Hefur svona kerlingum, sem þvaðra og hjala hvenær sem þær geta, ekki dottið í hug að konum sem í hinni umdeildu starfsstétt, sárni við þetta? Að áætla sem svo, að þær stundi vændi, bara vegna þess að þær gætu það? Minnir mig á kerlingarnr sem hrópa “Barnaklám!” þegar mynd af nöktum börnum sést einhvers staðar. Mér finnst það segja meira um þann sem hrópar, heldur en þann sem hrópað er vegna.
Og ég segi það fyrir mig, að ef ég væri stelpa, myndi ég ekki nenna að vera listdansari ef gert yrði ráð fyrir því sjálfkrafa, að ég væri hóra. En svona… fyrir utan það, hvers vegna ætti það að vera nokkurs manns ábyrgð, annars en minnar eigin?
* NAUÐUNGARVÆNDI *
Þær eru til tvær tegundir af nauðungavændi, náskyldar. Annarsvegar þegar fólk neyðist út í að “selja sig” (eins ósanngjarnt og raunveruleikafirrt og það hugtak er) til þess að geta fjármagnað dóp, eða t.d… mjah, kerlingarnar geta alltaf látið sér eitthvað detta í hug. Hef t.d. heyrt að konur leiðist stundum út í vændi til þess að borga okurlánurum. Ég veit nú ekki… mér finnst sú fáránlega hugmynd svolítið klór í bakkann. Jújú, fræðilega GETUR það alveg gerst. Það getur líka verið að hún sé að gera það til þess að borga mat ofan í son sinn, eða fyrir þaki yfir höfuðið, eða eitthvað annað af því sem við í hræsni okkar köllum mannréttindi í stjórnarskránni.
Ennfremur… þú'st, ef stelpur þurfa að selja sig fyrir einhverju, þá gera þær það léttilega, með eða án aðstoðar klámbúllanna. Það er enginn skortur á karlmönnum á “venjulegum” skemmtistöðum sem eru algerlega reiðubúnir til að borga 5.000 kall fyrir dráttinn. Og oft myndarlegustu menn, sem vilja bara dráttinn mínus kjaftæðið sem fylgir honum oft! Strákar sem enginn setur út á, að vaði í ÓKEYPIS hórum. En um leið og stelpurnar eiga að fá eitthvað á móti… þá er víst voðinn vís. Undarleg siðfræði, finnst mér.
Hin tegundin af nauðungavændi, er þegar konur eru skikkaðar af einvers konar þrælahöldurum til að stunda vændi. Þá er væntanlega verið að tala um konur frá erlendum löndum.
Mjah, í Guðanna bænum, labbið nú á milli þessara staða, og bara takið dömurnar í yfirheyrslu. Hvers vegna fer lögreglan ekki, og spyr hvern einasta listdansara, með sálfræðing við hliðina, og kemst að því hvort um nauðungavændi sé að ræða, Í EINU EINASTA TILFELLI?
Síðan þurfið þið að tengja nauðungavændið við KLÁMBÚLLURNAR í REYKJAVÍK betur heldur en á öðrum skemmtistöðum. Í fyrsta lagi, hverslags hálfviti myndi leigja út konur til ríðinga í borg sem er nógu troðfull af ókeypis karl- og kvenhórum? Í öðru lagi, hvers vegna inni á nektardansstöðunum, sem eru stöðugt undir smásjá bæði af borgaryfirvöldum og lögreglunni?
* DÓPIÐ *
Menn fara spíttaðir og ellaðir inn á nektardansstaðina. En… nefnið mér stað þar sem þeir gera það ekki. Prikið? Hús Málarans? Sirkus? Ööööö… hafiði farið út úr húsi seinastliðin tuttugu ár? Það eru dópistar inni á öllum stöðum, ekki bara inni á klámbúllunum. Einnig, eiga þessir dópistar að vera að taka sín eiturlyf inni á stöðunum? Eða vegna staðanna? Hvernig fá menn út þá fáránlegu niðurstöðu, að þessir staðir ýti undir eiturlyfjaneyslu, og hvað þá að þeir selji það? Það að… það hefur komið fyrir í nokkrum bíómyndum að stelpur hafi þurft að spóka sig nakta til að komast í dóp? HVÍLÍKAR RÖKFÆRSLUR! “Það *gæti* gerst, þ.a.l. hlýtur það að vera algengt!”… hringir orðið “hálfviti” bjöllum?
* NIÐURLAG *
Seinast en ekki síst, hvað varðar vændi, nauðungavændi og dópið… þá þarf enginn að gera það sem vinnur á þessum stöðum. Það vita allir vel hvað menn og konur eru að græða á þessu, eingöngu af aðgangseyri, einkasýningum og áfengissölu. Menn eru að græða… MILLJÓNIR. Stelpurnar sem vinna í þessu koma hvaðanæva úr heiminum til þess að gera þetta hérlendis, vegna þess að þær fá svo fáránlega vel borgað fyrir það.
Svo að hvers vegna ætti nokkur heilvita maður, að stofna staðnum og sjálfum sér í hættu, með því að selja EINSTAKA drátt á hvað… 10.000 kall? 30.000 kall? Ætlar einhver að segja mér að það taki því? Kostar álíka mikið og einkasýning sem tekur álíka langan tíma. Hvorki stelpan né staðurinn græðir baun á því.
Hvaðan fá menn þá fáránlegu hugmynd að það borgi sig að vera “klámkóngur”, og stunda nokkur afskipti af eiturlyfja- og/eða nauðungavændi?
Tjah… ég segi það allavega fyrir mig, að ég skal glaður sveifla vininum út og dilla honum í takt við tónlistina fyrir 17.000 kall. Og ef einhver vill borga mér 600.000 kall á mánuði fyrir að gera það upp á sviði, þá er ég til.
En auðvitað er það bara vegna þess að ég er karlmaður og hef engar tilfinningar, heldur geng eingöngu út frá græðgi minni, og fróun á kynhvöt, ha? ;) Auðvitað. Allir karlmenn eru þannig. Allir karlmenn eru sveittir perrar.
Alveg eins og að allir listdansarar eru hórur.