Fyrir mér lítur þessi saga út eins og dæmisaga um kapitalismann og hvernig hann virkar í raun. Þeir allra hörðustu til hægri telja að velferðarkerfið eigi að virka þannig að þeir sem eiga fjármagnið deili því út til þeirra sem þeim finnst eiga það skilið. Þannig eigi allir að hafa það voðalega gott.
Einhvern veginn virkar þetta ekki í sögunni um kvennaathvarfið. Þar er kvennaathvarfið að styrkja kapitalismann. Þær fengu kveðjugjöf frá St. Jósepssystrum sem ætluðu að gera sitt síðasta góðverk áður en þær færu af landi brott og seldu því athvarfinu húsið langt undir gangverði. Þannig náði kvennaathvarfið verðinu niður fyrir erfingja Einars Sigurðssonar sem áttu frumkaupsrétt og fengu húsið á gjafverði í þess orðs fyllstu merkingu.
Hvernig launa þeir svo kvennaathvarfinu?
Takk fyrir styrkinn. Núna, út með ykkur. Ekki eftir einhverja x mánuði þegar þið fáið annað húsnæði heldur NÚNA. Við komum annars með sýslumanninn og hendum ykkur út. Skítt með einhverja starfsemi. Skítt með það þótt þið hafið bjargað lífi hundruða kvenna og barna. Það kemur okkur ekki við. Við eigum okkar RÉTT og þið hafið ekki unnið ykkur rétt til ölmusumola af okkar borðum.
Falleg dæmisaga úr kapitaliska ríkinu Ísland.
Kveð ykkur,