Ástæða: Þingmenn eiga að bera hagsmuni als landsins fyrir brjósti, ekki bara hvaðan þeir koma. Auk þess eru flestir þingmenn ekki einu sinni kjörnir fyrir sitt eigið kjördæmi.
Það er lang lýðræðislegast að allt landið ráði því hverjir sitja á þinginu.
Að skipta landinu í kjördæmi verður sennilega að vera hjá milljóna þjóðum en að mínum mati er Ísland of lítið til að hafa það system í gangi.
Bæði verið hægt að kjósa menn og flokka
Ástæða: Það er mikið af fólki sem hefur skoðanir og markmið sem ekki rúmast innan flokkanna. Þetta fólk nennir svo ekki flest að vera að stofna sér flokka í kringum sig, flest ný framboð eru hvort sem er dauðadæmd út af nýju reglunum.
Forsætisráðherra verði kjörinn í beinni kosningur
Það liggur alveg í augum uppi að forsætisráðherrar eru ekki kosnir af þjóðinni heldur þinginu.
Þegar kosið yrði til forsætisráðherra geta bæði flokkar og einstaklingar boðið fram. (Þeir sem ekki eru með listabókstaf eru óháðir)
Svona gæti kjörseðill litið út:
Geir H. Haarde (D)
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (S)
Steingrímur Jóhann Sigfússon (V)
Ragnar Willium
Ingunn Ormsdóttir
Forsætisráðherra þarf að fá minnst 50% atkvæða og ef að sá stuðningur fæst ekki í fyrstu umferð þarf að kjósa aftur á milli tveggja hæstu frambjóðendanna, en ef að það munar minna en 5% á þeim sem lenti í 2 og 3 sæti bætist sá þriðji við.
Svona gæti kjörseðill í annari umferð litið út:
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (S)
Steingrímur Jóhann Sigfússon (V)
Ingunn Ormsdóttir
Ef allt fer í bál og brand yrði þriðja umferð á milli tveggja hæstu.
Ef kjörinn forsætisráðherra gegnir einnig þingmennsku skal hann segja af sér sem þingmaður. Kjörtímabil forsætisráðherra yrði 4-5 ár.
Forsætisráðherra skipar síðan ríkisstjórn
Í ríkisstjórnina skipar hann ráðherra, hvort sem að það eru einungis samflokksfélagar hans, þverpólitískir aðilar eða sérfræðingar.
Hafa þingið í tveimur deildum
Hafa þingið aftur í tveimur deildum. Hafa það samt þannig að þingmönnum fjölgi ekki mikið miðað við það hvernig það er í dag.
Í efri deildina yrði kosið á 6 ára fresti en á 4 ára fresti í neðri deildina.
Dæmi:
2010: Kosið í neðri og efri deild
2014: Kosið í neðri deild
2016: Kosið í efri deild
2018: Kosið í neðri deild
2022: Kosið í efri deild og neðri deild
og svo framvegis
Ástæða: Ef að almenningur er ekki ánægður með gerðir núv. þings og stjórnar getur hann “komið sér niður á” þeirri stjórn. Með því að hafa þingið í tveimur deildum verða atkvæðagreiðslur á því lýðræðislegri því það er sífellt að endurnýjast án þess að komi til að lengja kjörtímabilið.
Íhuga alvarlega að leggja niður forsetaembættið
Þegar forsætisráðherra er kjörinn í beinni kosningu er hann eiginlega kominn á sama pall og forsetinn. Því sé ég ekkert því til fyrirstöðu að leggja embættið niður sem kostar okkur ekkert nema pening.
Hins vegar hefur Ólafur núv. forseti verið duglegur við það að vera andlit okkar út á við en það er ekki víst að komandi forsetar verði þannig.
En mörgum finnst gott að hafa einn mann sem sér um valdið og annan sem er höfðingi eða leiðtogi eins og forsetinn á að vera.
En helst vildi ég að kosið yrði um þetta þegar (eða ef) þessi umræða kemur upp í þjóðfélaginu og hlutirnir fari að róast.
Þetta eru bara nokkrar af hugmyndum mínum og það getur vel verið að ég skrifi fleiri í kommentin.
En ekkert af þessu getur orðið að veruleika nema í fyrsta lagi 2017, en ekki verður boðað til kosninga á næsta ári yrði það 2019.
En endilega kommentið og gagnrýnið, reynið þó að sýna smá þroska og sleppa skítyrðunum :)
Takk fyrir mig,
uPhone
Það er nefnilega það.