Vítisenglar. Á fimmtudag gerðu nítján félagsmenn mótorhjólasamtakana Hell Angels tilraun til að komast inn í landið okkar, samkvæmt ríkislögreglustjóra var þetta tilraun hjá þeim til að sameina vélhjólaklúbbinn Fáfnir við þeirra samtök en samkvæmt talsmanni Fáfnirs voru þessir menn hingað komnir til að skoða Gullfoss, Geysi og Bláa lónið.
Ellefu af þessum nítján Vítisenglum komust ekki lengra en inn í Leifstöð því þeim var neitað að fara inn í landi af sýslumanninum í Keflavík og voru þeir sendir með lögreglufylgt til Kaupmannahafnar í morgun, úrskurður útlendingaeftirlitsins er byggður á þeim lögum um eftirlit með útlendingum og þar eru gefnar viðtækar heimildir til þess að neita útlendingum um landvist, ef þeir eru hingað komnir til þess að starfa eða athafna sig sem eru ólöglegar, ósæmilegar eða hættulegar hagsmunum ríkins eða almennings.
Þetta eru held ég sömu lög og hafa sent helling af erótískum dönsurum aftur heim til sín.

Hvað finnst ykkur um þetta mál ? getum við verið svo mikið einræðisríki að menn sem hingað koma sem túristar megi ekki hafa dóma á bakinu en það er það sem að var horft á þegar þeir voru sendir heim, enda komust átta af þessum nítján inn í landið.
Talsmaður Fáfnis bendi á það að ef þessir menn hefðu ætlað að koma hingað í leynilegrum tilgangi hefðu þeir í fyrsta lagi ekki komið til landsins í fullum skrúða, svona margir saman og í beinu flugi frá Kaupmannahöfn, auðveldara hefði verið að fljúga í gegnum Færeyjar því eftirlit þaðan væri mun minna.

Ef að þessir menn komu hingað í þeim tilgangi að sameina Fáfnir og Vítsengla, hvað segir að Fáfnismenn fari ekki bara til Kaupmannahafnar til þess næst og hver er þá tilgangurinn, annað en fá stórar fyrirsagnir í blöðum og hræða gamlar ömmur, því öll slæm umfjöllun um bifhjólamenn er eins og kveikilögur á fordóma á t.d Sniglana sem eru margir hverjir bestu menn.

Hvaða álit hafið þið á þessu, er þetta rétt leið ?

Kv. EstHe
Kv. EstHer