Það er ekki nóg að spyrja bara „hvað á eftir að gerast?“ það þarf líka að spyrja „hvað hefur ekki gerst?“
Það eru nokkur atriði sem mér finnst skrítin og vert er að spurja um:
***Afhverju eru eignir Landsbankans enn frystar í Bretlandi fyrst deila okkar við þá er leyst?
***Hvað varð um þessa xxx.xxx.xxx.xxx kr.(hundruði milljarða) sem millifærðir voru frá Kaupthing rétt fyrir hrunið?
***Hver ætlar að halda utanum í hvað IMF peningarnir fara í?
***Afhverju má gengið ekki fara til fjandans á meðan erlendir aðilar flýja með peningana sína erlendis?
Sumar spurningarnar eru kannski barnalegar, þá sérstaklega þessi seinasta, en mig langar bara svo að fá gott svar. Ég sé bara 18% stýrivexti = 18% sem við þurfum að borga árlega af jöklabréfum sem einhver endurfjárfestir í hérna á klakanum = mikið útflæði á peningum.
Ef þessi nýju gjaldeyrishöft eiga að gera gagn þá þarf að lækka stýrivexti hratt og mikið.
Fyrsta spurninginer þó nokkuð áhugaverð - finnst mér. Ef allt er jolly-good milli okkar og UK, afhverju eru Þeir þá enþá að láta eins og fífl? Afhverju er ekki búið að aflétta þessum höftum þeirra?
Getur verið að nýju lögin banni að þessir peningar verði fluttir heim og þá loksins vilji UK aflétta frystingunni?
Mér finnst líka eins og rannsókn FME sé gerð með því að senda fyrirspurnir á e-mail til erlendra aðila…
… og svo er vonast eftir svari.
Það á að hringja, mæta á staðinn og ganga í verkin. Ég sæi lögguna hér heima rannsaka mál á þennan hátt… … með tölvupóstum sem enda á „vinsamlegast svarið sem fyrst“.
Svo finnst mér að sérstakur og óháður aðili ætti að sjá um bókhaldið á IMF peningunum, hver fær hvað og afhverju. Það verður að liggja fyrir opinberlega í hvað þeir peningar fara.
Það hlítur að vera krafa frá okkur sem þurfum að borga þetta að það verði gert upp sérstaklega í hvað þessir peningar fara, í það minnsta hvað hver stofnun fær af þeim og þá í hvaða verkefni innan viðkomandi stofnunar.
Þá má líka spyrja sig hvort þetta verkefni ætti að bjóða út, að nota peningana til að styrkja gengi krónunnar. Það eru líklega til ótal leiðir og sá sem getur á raunhæfan hátt sýnt að hann geti styrkt gengi krónunnar fyrir sem minnstan pening fær verkefnið og peninga til þess.
Það eru margir bankamenn á lausu sem gætu unnið það verk án þess að gefa Seðlabankanum of mikið svigrúm tilað kaupa leyfi í einhverjum laxveiðiám fyrir peningana, eða hvað þeir gera nú við þá.
Í mínum augum þá er Seðlabankinn alveg jafn hruninn og gömlu bankarnir, hann hafði alveg jafn lítinn aðgang að fjármagni og þeir og brást þjóðinni því jafnvel meira en viðskiptabankarnir með lélegum undirbúningi, sem er í raun það eina sem hann hefði átt að vera búinn að gera, þ.e.a.s. undirbúa sig til að geta veitt bönkunum aðstoð.
Í því samhengi vil ég benda á að þá hefði aldrei þurft að taka neitt Icesave lán. Þá hefðu stjórnvöld getað hert regluverkið hægt og bítandi og sniðið bankakerfinu stakk eftir vexti í rólegheitum án þessara hremminga fyrir þjóðina.
Eina ráðið sem ég sé í stöðunni er að allir landsmenn velji sér stjórnmálaflokk, skrái sig í hann og kjósi nýtt fólk til forystu innan vébanda flokksins. Það gengur ekki að reyna breyta kerfinu utandfrá, breytingin verður að koma innanfrá.
Þetta flokkakerfi er til þess gert að þjóðin geti komið breytingum á koppinn, ein leið leið er einföldust.
Það þarf líklega 100 sinnum fleiri til að breyta niðurstöðum alþingiskosninga en þarf til að breyta hverjir komast á framboðslista hjá þessum flokkum.
Flokkarnir geta ekki og mega ekki hefta sína flokksmeðlimi á neinn hátt og því ættu samtök sem berjast gegn þessari ríkisstjórn að gera það á réttum vettvangi, innan Samfylkingarinnar og/eða innan Sjálfstæðisflokksins, það er eina leiðin.
Skráið ykkur í flokk og komið stjórn hans frá…
Afhverju haldiði að þessir flokkar hafi verið að flýta ársfundum sínum?