Þetta finnst mér hljóma óttalega dæmigert.
Dæmigert raus og innantómt þvaður, sem fyrst og fremst einkennist af bældri öfund.
Sjálfur hef ég reyndar ekki séð eitt einasta myndband sem fjallar um atburðinn, sem ég get sagt annað um en að sé með þeim leiðinlegri sem ég hef heyrt. Einhvern veginn virðast vinsælustu hlutirnir alltaf að þurfa vera ófrumlegt RUSL, sem allir hafa heyrt PILLJÓN sinnum áður, en enginn hefur verið að hlusta þannig að allir eru sáttir.
En þetta eru listamenn sem eru að stíla inn á tilfinningar fólks. Ef fólk er ofboðslega reitt vegna einhvers stríðs, og tónlistarmaður fjallar um efnið af lífi og sál… *á* hann þá að gera það frítt? Er þá ekki bara rangt að stíla inn á nokkuð sem vekur eða viðheldur tilfinningum fólks yfirhöfuð?
Kaninn *er* stoltur af þjóð sinni. Alveg eins og við. Bæði löndin eiga hina ótrúlega hrokafullu og skammhugsuðu orðatiltæki, “besta land í heimi”.
Geturðu nefnt mér góðan tónlistarmann, sem hefur ekki einhvern tíma grætt á því að minna fólk á eitthvað slæmt í heiminum? Það þarf ekki að vera meira en ástarsorg. Núh, eða dópið á hippatímabilinu? Gagnrýnin á Víetnamstríðið, eða bara hrein heimska (svosem með Denis Leary)?
Ég veit ekki hvað þú ert að fara með þessu. Tónlistarmenn semja tónlist sem þeir nota, til þess að túlka tilfinningar sínar. Mikill en áberandi minnihluti þeirra er að stunda hreinan hóruskap… en bara hvað með það? Þeirra hóruskapur.
Gleymdu því aldrei, að þeir fá þessa peninga, vegna þess að fólk fær það sem það vill hjá þeim.