Nýsköpun
Orðið er stutt, skrítið og svolítið misskilið stundum. Hugtakið aftur á móti lýsir framförum, hvernig nýjar uppfinningar eða hugmyndir eru virkjaðar, það er viðfangsefni nýsköpunar.
Á Íslandi þarf nýsköpun að verða þó nokkur til að ástandið geti batnað. Í kreppum má segja að fólk “neyðist” til nýsköpunar þar sem það verður að gera meira fyrir minna m.ö.o. að hagræða með nýjum aðferðum.
Mig langar að koma af stað umræðu um nýsköpun hér þar sem fólk gæti viðrað hugmyndir sem aðrir gætu hugsanlega nýtt sér ef það hefur ekki tækifæri, leitað eftir samstarfsaðilum eða fengið ráð hjá öðrum.
Ég sjálfur er nokkuð fastur í lífinu þessa dagana, vinna fyrir familíunni og svona en hef tekið þátt í nýsköpunarverkefnum með öðrum og þetta er virkilega skemmtilegt að eiga við.
Ég ætla að skjóta þrem litlum hugmyndum að til að starta þessu og vonandi mun einhver sjá tækifæri í þessari umræðu, eitthvað sem verður svo framkvæmt…
1) TAX-FREE - Þar sem ferðamönnum mun fjölga væri tilvalið að athuga hvort markaður væri fyrir bætta þjónustu af þessu tagi.
2) Tæknivæddi túristinn - Að leigja PDA-tölvur til ferðamanna. Svona 13“-15” snertiskjár. Á harða diskinum væri kort af Íslandi með öllum merkilegum stöðum og upplýsingum um þá, einnig væru ýmsir sölustaðir sem vildu borga fyrir auglýsinguna. Einnig væri GPS og 3G/EDGE tengikort þannig að uppfærslur bærust tækinu strax og ferðamaðurinn gæri stöðugt séð hvar hann væri á landinu.
3) Salt framleiðlsa með jarðhita - Sjá :
http://www.saltsense.co.uk/aboutsalt-prod02.htm
Skv. þessari síðu þarf mest 171 C hita til að eyma salt (þetta er sex þrepa eymun)
Hægt væri að dæla sjó að jarðhitasvæði og eyma úr honum saltið.
Þetta ætti í raun ekki að vera eðal salt sem kæmi út úr eymuninni þar sem það væri t.d. notað á göturnar á veturna.
Svo væri það salt hreinsað en frekar til að búa til matarsalt.
Nú er komið að ykkur, komið með komment eða skjótið að ykkar hugmyndum…