Þið hafið örruglega séð korkinn um zeitgeist myndina. Það eru margir sem eru efins og halda að þetta sé algjört kjaftæði og rugl og að þeir sem trúa þessu eru heilabilaðir eða fávitar. Mín skoðun á þessu er að þið þurfið ekki að trúa þessu, og ef þið gerið það ekki þá er það ykkar mál. Það sem ég vil byðja ykkur um að gera er að hugsa um aðalmálið í því sem maðurinn í myndinni er að reyna að koma á framfæri. Ég vil trúa því að meðalmaðurinn sé í sjokki yfir því hvernig efnahagsmálin eru, og hversu mikil spilling það er í stjórninni. Það vilja allir gott og vel, en það sem þið fólkið verðið að skilja er það að það getur ekkert breyst með því að velja nýan leiðtoga eða nýjann borgarstjóra.
Mannkynið þarf að þróast. Það þýðir ekkert að segja að við þurfum að þroskast, eða hætta að vera svona barnaleg og framvegis. Við munum redda okkur úr þessari kreppu eins og við gerum alltaf, nema það að eftir smá tíma þá verðum við kominn aftur í sama farið aftur og aftur.
Þið hafið eflaust hugsað út í peninga og hvernig þeir eru búnir til og hversu mikið þið skuldið. En vitið menn, ef það væri hægt að borga hverja einustu skuld, frá persónulegum skuldum til skuldir sem ríkið hefur, þá væri ekki til peningur lengur. The definition of money, is debt. Ef fólk skuldaði ekki, þá væri ekki til peningur.
Ég vil byðja ykkur um að horfa á þessa mynd án þess að setja á hana gagngrýni. Horfið bara, takið hana inn, og sorterið hana út eins og þið viljið, en ekki horfa á hana og tíu sekúndum seinna segja að þetta er bara þvæla ég hlusta ekki á svona bull. Svona hugsun leiðir til þess að við breytumst ekki neitt, og það verður áframhald í spillingu og svengd og dauða.
Það deyja 35,000 börn á degi út af matar vöntun. Er þetta í lagi? Er það í lagi að 1 prósent af öllum heiminum á 40 prósent af peningum og hlutum? Er það rétt fyrir ykkur að dæma þessa mynd út af ykkar persónulegum hugmyndum, þegar það eina sem hún er að segja við ykkur er það að við þurfum að breytast?
Við mannkynið þurfum að breyta hugarfarinu okkar. Hlutirnir, maturinn okkar og húsnæði, sem við mannfólkið hefur aðgang að getur séð fyrir hvern einasta einstaklingi á þessari jörðu. Þegar þú veist af þessu, er þá rétt að segja að við þurfum ekkert að breytast? meiri en 60 prósent af fólkinu sem býr á þessari jörðu á ekki nema 1 til 2 þúsund krónur til að lifa af á hverjum degi. Er þetta sanngjarnt? Er það sanngjarnt að borga skattpeninga ykkar til þess að sjá fyrir laun hjá Davíð Oddson, sem fær nokkrar milljónir á mánuði, og fleiri eins og hann? Finnst ykkur sanngjarnt að það er verið að hækka skattinn hjá almenningi til þess að Ísland geti borgað til baka einhverjar skuldir sem ríkið hefur komið sér í? Sem kemur okkur ekkert við? Eruð þið ekki sammála að við mannkynið þurfum að þróast?
Stöndum saman. Það er það eina sem við getum gert til þess að sjá fyrir börnum okkar í framtíðinni.
Horfið á myndina. Ekki horfa á hana með augu gagngrýnendans. Það er ekki skylda að trúa henni allri, en þetta er bara leið til að fá fólk til að standa saman, og þróast inn í næsta tímabil.
Kommentið ef þið þurfið að gera það, en ekki koma og segja mér að ég sé fáviti að trúa þessu, blablabla… ég þarf ekki að heyra það frá ykkur. Ég vil helst bara fá ykkar skoðun.