Area 51 Í grein hér á undan, um tungllendinguna er nokkrum sinnum komið inn á hlutverk Area 51 í hinum ýmsu samsæriskenningum. Mér og vonandi fleirum til gamans ákvað ég að fara á stúfana og leita uppi einhverjar upplýsingar um málið.
Eftirfarandi er það sem ég fann.

Area 51, einnig þekkt sem Groom lake, er leynileg herstöð u.þ.b. 90 mílur norður af Las Vegas (sem er í Nevada). Svæðið er í 51. reit Nevada tilrauna svæðisins og er sirka 6 x 10 mílur að flatarmáli. Í miðju þessa reitar er stór flugstöð sem bandarísk stjórnvöld vilja ekki ræða um. Stöðin var stofnuð 1954 sem tilraunaflugvöllur, vegna fjarlægðar frá þéttbýli, nálægðar við önnur hernaðarmannvirki og náttúrulegra aðstæðna sem eru hentugar fyrir flugvöll.
Umhverfis reit 51 er “Nellis Air Force Base” sem hefur þá megin virkni að þjálfa flugmenn og viðgerðarlið með raunverulegum stríðsæfingum, best þekkt af þeim er “Red Flag”. Nellis herstöðin umlykur en inniheldur ekki reit 51 sem inniheldur hina leynilegu Groom Lake flugstöð. Svæði 51 er undir stjórn flutilraunadeildar flughersins sem hefur höfuðstöðvar í “Edvards Air Force Base”
Nellis Area II, sem er aðskilið svæði ca. 1 mílu norð-austur af Nellis herstöðinni inniheldur neðanjarðarbyrgi sem er stæsta kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna.
Area 51 er best þekkt fyrir tilraunir með framandi vopn og flugvélar þau helstu eru: U-2 njósnaflugvélin sem flug yfir Sovétríkin, SR-71 flugvélin(sem allir muna eftir úr Broken Arrow), A-12 og D-21 flugvélarnar, F-117A stealth flugvélin sem var fyrst byrjað að nota 1982.
Á níunda áratugnum var stöðin og flugbrautin stækkuð upp í núverandi stærð og þá byrjuðu dularfull ljós að sjást. Um svipað leiti lokuðu stjórnvöld öllum útsýnisstöðum sem hægt var að sjá frá inn á svæði 51 og vopnaðir verðir hófu að vakta útjaðra svæðisins.

Persónulega get ég ekki séð út úr þessum upplýsingum, sem allar eru opinberar, neitt samsæri um að fela UFO heldur tel ég mjög trúlegt að þarna séu gerðar tilraunir með næstu kynslóð hátæknivopna og farartækja undir strangri öryggisgæslu því að F-117A stealth flugvélin er orðin 20 ára og SR-71 flugvélin er komin vel yfir 30.
Ég vona að það komi einhver með góð rök fyrir hinu gagnstæða því ekkert er eins skemmtilegt og fjörugar umræður.

Harm
Harm.