Hvað er að gerast?

Nú hafa þrír bankar farið forgörðum, þrír íslenskir bankar.

Þjóðin okkar þ.e.a.s íslenska ríkiðog við hin 300.000 c.a. erum gerð ábyrg af erlendum stjórnmálamönnum sem ætlast til að við stöndum í skilum fyrir þessa þrjá banka okkar.

Hollensk yfirvöld vilja ekki tryggja innistæður landsmanna sinna þar sem þau vilja að íslensk yfirvöld axli ábyrgð sína og stæðu skil á innistæðum hollenskra ríkisborgara sem lögðu inn peninga í Icesave.

Bretar eru ekki par sáttir við að það stefni í að þeir þurfi að greiða 50.000 pund afinnistæðum yfir 20.000 evrum.

En við Íslendingar eigum að vera sáttir að bera þessa birði?

Í Bretlandi er lögum sem sett voru í kjölfar árásar á tvíburaturnana beitt gegn bresku fyrirtæki í íslenskri eigu. Til hvers?

Bretar höfðu af íslensku þjóinni gríðarlega peninga og okkar eina vopn sem eftir var í báráttunni við ástandið í dag.

Þegar ég hugsa um að 100 bresk sveitafélög, 120.000 Hollendingar ICESAVE, 160.000 Kaupþing EDGE UK, 300.000 Icesave UK.

Þá finnst mér þessi banki ekkert voða íslenskur.

Það er virkilega sorglegt að sjá þessa aðför að íslenskum bönkum erlendis frá. Bretar eru að skjóta sig í fótinn, þeir fá minna eftir því sem þetta gengur verr yfir sig.

Svo má líka benda á hræsnina við að beita þessum lögum tilað frysta eignir bankanna í Bretlandi HRYÐJUVERKALÖG.

Ég segi bara „Megi Guð halda verndarhendi yfir bönkum í Bretlandi sem erlendir aðilar eiga“ þeir geta gert altt sem þeim sýnist greinilega.