Góðan daginn.

Nú vil ég byrja á því að taka það fram að ég veit ekki mikið um tölvur og er eingin gúrú, ég ég kann alveg nóg.

Málið er það að ég keypti mér fartölvu í febrúar síðastliðnum (2001) hjá BT (sem sagt Tæknival). Ég var ekki búinn að eiga þessa tölvu lengi þegar fóru að koma í ljós að það var eitthvað ekki allt í lagi með hana, en vegna tímaskorts og ferðalaga gat ég ekki séð mér fært um að fara með hana í viðgerð og líka að einhverju leyti trassaskapur í mér og ég viðurkenni það alveg.

Ég var síðan ekkert búinn að nota tölvuna í allt sumar og ætlaði bara að geyma hana þangað til í haust en þá var ég að fara að taka að mér verkefnni sem krafðist þess að ég hefði tölvu og þar sem ég var mikið á fundum þá var það nátturlega frábært að vera komin með fartölvu.´Ég kveikji á tölvunni og hún ræsir sig upp og allt það en síðna eftir svona fimm sec slökknar hún á sér, ok ég hugsaði með mér að það væri bara lítil hleðsla á henni svo ég hlóð hana í tiltekinn tíma og kveikti síðan aftur á henni og þegar hún er búinn að ræsa sig upp kemst ég að þvi að mousepadinn virkaði ekki, iconin voru öll mikið stærri, og hún drap á sér eftir smá stund, þrátt fyrir alla hleðsluna.

Ég fór með hana á verkstæðið hjá Bt og bað þá um að gera við hana og þeir sögðu ekkert mál, tóku niður Gsm nr mitt og sögðu ættla að senda mér sms þegar hún væri redy. Ég tók það gott og gilt, síðan leið' þarna einn og hálfur mánuður og ekkert sms fékk ég, þannig að ég fór og athugaði þetta og þá kom í ljós að það hefði verið þó nokkur tími síðan hún var tilbúinn en þeir bara GLEYMDU að láta mig vita. Og ekki nóg með það að þá sögðu þeir að það hefði ekkert verið að nema einhverjir draugar sem ég kann ekki alveg skil á og að ég ætti að borga 13 þús kall til að fá tölvuna til baka!!!!!!

Ég sætti mig ekki við þetta því tölvan var í ábyrgð ennþá og heimtaði að fá að tala við yfirmann, ég tek það fram að ég var sallarólegur og ég talaði við þenna yfir mann og hann sagði að ´þetta hefði verið galli í hugbúnaði og þeir gætu ekki tekið ábyrgð á þeim hluta og þegar ég sagði að ég hefði ekki einu sinni verið látinn vita að hún væri tilbúinn til notkunnar og að ég fengi tölvuna uppsetta frá þeim og þar af leiðandi hefður þeir sett upp hugbúnaðinn að þá sagði hann að ég myndi ekki fá tölvuna nema að borga fyrir hana, og ég sagðist ekki sætta mig við þetta og myndi tala við neytendasamtökinn og þá varð hann bara fúll og sagði þá geriru það og lét eins og samtalinu væri lokið.

Ég á eftir að heyra frá neytendasamtökunum, en mér finnst ekki rétt að þeir komist upp með að láta fólk borga þeim pening fyrir þeirra eigin mistök.

Eða hvað finnst ykkur?

Kveðja

Einn sem finnst hann beittur óréttlæti

Ps. Ég veit ekki hvort ég ætti að hafa setja þetta inn hérna en ég ákvað að kýla á það, þar sem ég fékk engin response á tölvu áhugamálinu