Við vitum öll að sagan endurtekur sig í sífellu. Um daginn fór ég að hugsa aðeins út í það og sá að Rómarveldi (fyrir skiptingu) er alls ekki ólíkt veldi Bandaríkjanna í dag.

Bæði eru heimsveldin, stjórna nánast öllum heiminum

Bæði ríkin hafa stéttaskiptingu, auðmenn og almúgann eða patrísea og plebeia.

Bæði ríkin hafa blóðþyrstan almenning og fá fýsnum sínum svalað, hringleikahús og skylmingaþrælabardagar í Róm, sjónvarpsþættir og ýmislegt annað í Bandaríkjunum.
- Endilega horfið á Series 7, mynd sem gerir virkilega grín að þessu.

Bæði ríkin voru/eru með mikinn yfirgang gagnvart öðrum þjóðum og kúguðu þær, eini munurinn er að Róm vildi auka landsvæði sitt og eignast peninga, Bandaríkjamenn vilja bara peninga.

Herir beggja ríkja töpuðu aldrei stríði.

Báðum ríkjunum var stjórnað af einum manni og hafði hann öll völd í ríkinu, fyrir utan þingið. Margir misjafnir menn voru keisarar í Rómarveldi, ætli Bush sé samsvarandi Neró? :)
- Fyrir þá sem föttuðu ekki djókið þá var Neró einn allra geðveikasti keisari sögunnar, gerði m.a. hestinn sinn að þingmanni og giftist systur sinni.

Síðan komum við að aðalmálinu, falli veldanna. Rómarveldi féll um sjálft sig og hrundi innan frá. Ríkið var bara orðið of stórt. Ætli það sama gerist með Bandaríkin? Fellur það um sjálft sig vegna stærðar? Verða Bandaríkin eins og stjarna sem verður of stór, fellur saman undan eigin þunga og myndar svarthol?
Ég held það.

Zedlic