Góðan dag góðir hugar.
Eru allir að gera sér í hugarlund hvað gæti gerst fyrir okkur?
Nú veit ég að margir á þessari síðu fá mikið uppúr því að segja sínar skoðanir á mjög “yfirvegaðan og þroskaðan” hátt svo að mig langar að koma með ákveðið málefni sem snertir allt lífríki á Jörðinni.
Ég veit að flestir vita nokkurn veginn hvað ég er að fara að fjalla um.
2920 dagar í heimsendir
Ekki allir gera sér grein fyrir því hvað hlýnun jarðar er að hafa slæm áhrif. Kannski hugsa einhverjir núna “Auðvitað vitum við hvað þetta hefur mikil áhrif heldur þú að við séum heimskir” Ég er alls ekki að halda því fram að einhver sé heimskur hérna en vil bara að fólk sjái fyrir sér raunverulega mynd af því hvað getur gerst ef ekkert er gert til að hindra þessa atburðarrás.
Ef að mannkynið gerir ekkert til að minka mengunina sem það veldur eftir 2920 daga sem eru átta ár verður ekki hægt að snúa þessari hræðilegu atburðarrás við. Þetta er svolítið óhugnanlegt að hugsa út í þetta og maður gerir sér auðvitað fulla grein fyrir því að eftir átta ár verður ekki allt í einu heimsendir en frekar að eftir átta ár verður of seint að koma í veg fyrir þetta og þá getið þið ímyndað ykkur hvað mun aukast. Þið hafið kannski tekið eftir því að náttúruhamfarir eru farnar að aukast töluvert. Hvernig haldið þið að þetta verði eftir átta ár ef það verður ekki kippt strax í taumana. Ég þarf ekki einu sinni að nefna það, ég vil frekar að þið sjáið það fyrir ykkur.
Ég tel að mannkynið sé rosalega lengi að taka við sér. Fólk er svo sjálfhverft, það hugsar alltaf að ekkert muni koma fyrir. Margir hugsa eflaust, “Átta ár í heimsendir, ég hef enga trú á að það muni gerast.” Hugmyndin er líka að vekja fólk til umhugsunar með þessum titli.
En mig langaði bara að koma með smá umræðu um þetta, segið ykkar skoðanir.