Það hefur varla farið fram hjá neinum fréttirnar um samstarf Sjálfstæðisflokks og F-lista í Reykjavík. Þetta er þriðji meirihlutinn á kjörtímabilinu og traust borgarbúa til hans er í lámarki. Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri F-listans heldur Sjálfstæðisflokknum í heljargreipum. Í dag fundað meirihlutinn í ráðhúsinu og ræddi málin, hvernig Ólafur hefur lítið samstarf við samstarfsflokkinn í hinum ýmsu málefnum.
Orðrómur gengur um að Sjálfstæðismenn vilji fá Framsóknarflokkinn inn í meirihlutasamstarfið til að styrkja meirihlutann en það tekur hvorki Framsókarflokkurinn né Ólafur í mál, það yrði þá fjórði meirihlutinn.
Samstarf þessara tveggja flokka hengur á bláþræði og geldur meirhlutinn afhroð í skoðanakönnunum.
Svo gengur um annar orðrómur um það að Ólafur F. vilji ekki starfa undir stjórn Sjálfstæðisflokksins þegar að borgarstjóraskiptum kemur og hóti að slýta meirihlutanum.
Svo hend ég að allir geti verið sammála um það að borgarstjórinn er ekki hæfur í sitt starf. Pólitíkusar þurfa að vera andlega sterkir og bíta á móti ef þeir eru bitnir. Ekki táras í viðtölum því að fréttamaðurinn þótti heldur harður. Ólafur ætti að tala við almennilega stjórnmálamenn eins og Davíð Oddson, Guða Ágústsson, Steingrím J. Sigfússon og marga fleiri sem eru andlega sterkir og grenja ekki fyrir framan alþjóð.

Margir hafa líkt þessum meirihluta við fyrrverandi ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, þegar Framsókn var mun minni en samt valda meirii. En munurinn á núverandi borgarstjórnarmeirihluta og fyrverandi ríkisstjórn er sú að þegar Halldór Ásgrímsson var forsætisráðherra hafið hann heilann flokk á bak við sig, en Ólafur F. ekki.

Ég sé fram á að í næstu kosningum, bæði til borgarstjórnar og Alþingis, þá vinni vinstri flokkarnir stór sigur og Samfylking og Vinstri Grænir myndi ríkisstjórn, svo gæfi Framsókn kannski læðst með þeim í því samstarfi.

Þegar fréttastofa Stöðvar 2 spurði Ólaf F. um skoðanakannarnir þar sem F-listi mælist með 1,8 prósent sagði hann: “Við höfum ekki verið að vinna skoðanakannarnir en við störfum i umboði 53 prósenta Reykvíkinga.” Ég verð nú að segja að þessi 53 % er enginn glæsilegur meirihluti.

Ég ætla ekki að gera þessa grein mikið lengri en spyrja því ykkur: hvað finnst ykkur um þá sem stjórna borginni okkar?

Ég held að allir sem hafi lesið þetta sjái hvert mitt álit er.

Með von um góðar umræður,

uPhone
Það er nefnilega það.