Verst þykir mér sú staðreynd að það skuli virkilega vera þörf fyrir svona mörg mislæg gatnamót í Reykjavík, skreppið bara í heimsókn í borgir á stærð við Reykjavík á meginlandinu og teljið hversu mörg svona mannvirki er að finna þar, þau eru fá og yfirleitt engin. Mér sem landsbyggðarmanni líður ekki vil yfir því að sjá mína skattpeninga (útiálandilið borgar líka skatta nefnilega, vill stundum gleymast) fara í endalausa malbikun í Reykjavík vegna ykkar eigin ömurlegu og algjörlega heimatilbúnu skipulagsstefnu.
Ég er ekkert sáttari við jarðgangaplönin í sjálfu sér. Siglufjörður býr við ágætis vegsamband við umheiminn, það getur komið upp að allar leiðir lokist á veturna en það eru í mesta lagi 10 dagar á ári. Eina alvöru ástæðan fyrir því að byggja göngin er sú að tengja Siglufjörð við Eyjafjörð, til hvers í ósköpunum? Svo að Siglfirðingar geti verið klukkutíma fljótari að komast á Glerártorg heldur en þeir eru í dag? Er réttlætanlegt að þjóðin borgi marga milljarða til þess? Nei varla. Á austurlandi stendur til að gera göng á milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar til þess að tengja Fáskrúðsfjörð við hina þéttbýliskjarnana á fjörðunum og héraði. Þessi göng styrkja verulega tilverugrundvöll byggðar á suðurfjörðum austfjarða og eru þar að auki mun umfangsminni framkvæmd heldur en Siglufjarðargöngin og gætu orðið en umfangsminni með því að hafa þau einbreið með útskotum líkt og Ólafsfjarðar og Vetfjarðagöngin en ekki tvíbreið eins og planið er og er nákvæmlega engin þörf fyrir. Ég get því skrifað undir þá framkvæmd með skilyrðum.
Mér finnst þetta gangatal allt saman aðalega bera vott um kjördæmapot frekar en einhverja heildstæða framtíðarsýn ráðamanna á samgöngur á Íslandi, til dæmis voru menn í alvöru að ræða um að eyða 25-30 milljörðum í að gera jarðgöng til Vestmannaeyja ekki fyrir svo löngu.
Fyrst að það eru til svona miklir peningar í þjóðfélaginu hvernig væri þá að klára að malbika hringinn, eitthvað sem hefði átt að vera búið að klára fyrir 20 árum ef ekki kæmi til kjördæmapot þingmanna. Einnig er það furðulegt að það skuli enn vera að finna einbreiðar brýr á þjóðvegi 1 milli Akureyrar og Reykjavíkur, þetta eru dauðagildrur sem taka til sín mannslíf á hverju ári. Það væri mun skynsamlegra að eyða þessum gangnapeningum í að leiðrétta allar dauðagildrunar á stærstu þjóðvegunum, fjarlægja einbreiðu brýrnar, malbika allan hringinn og byggja 2+1 vegi til Keflavíkur (tvöföld hraðbraut er óþarfi og hreint verktakadekur og undanlátssemi gagnvart móðursýkinni) og norður að Hvalfjarðargöngum.
如果你不同意我, 你是减速