Það þarf að taka svona fólk einsog þig surmjolk úr umferð hið snarasta því þið eruð hættuleg samfélaginu. Einfalt mál.
Heldurðu að burðardýrin neyði dópið ofan í einhver meðvitundarlaus fórnarlömb ? Það er fáránlegt því vímuefni hafa verið notuð af mannkyninu frá upphafi. Það er eins gott að þú viljir líka láta banna áfengi (eins mikill siðapostuli og þú þykist vera) því það deyja að meðaltali 40 manns á ári á Íslandi af völdum áfengis, við vitum ekki hversu margir nauðga undir áhrifum áfengis eða er nauðgað vegna þess að þær/þeir eru ofurölvi en við vitum að það gerist of oft. Tæp 80 % alvarlegustu ofbeldisglæpanna á Íslandi eru framdir undir áhrifum áfengis (ofbeldisglæpir með hnífum og vopnum). Hvað er þetta ekki að segja fólki svart á hvítu ? En ókey, ég veit að meirihluti þjóðarinnar vill geta drukkið og óhugnanlega stór prósenta fer ítrekað í meðferð, og óviss prósenta hefur lagt líf fjölskyldumeðlima sinna í nokkra rúst vegna vímunnar af áfenginu. Þessvegna er umræðan á því lága plani sem hún er víðsvegar í heiminum. Umræðan á Íslandi er þó á óvenjulega lágu plani því vegna tregans við að gera uppá milli vímuefna, skipta þeim í hörð efni og væg er það orðið svo að mun auðveldara er orðið fyrir unglinga að redda sér e-pillum og kókaini heldur en því sem er vægara. Það lýst mér ekkert á, enda er ég ekki hlynnt notkun vímuefna, mér finnst það þegar kemur að fullorðnum einstaklingum vera þeirra einkamál, nema þegar þau eru að stofna öðrum í hættu eða eitthvað sambærilegt. Undir áhrifum hvaða eiturlyfs skildi það vera algengast ? Samt vill enginn taka drykkjurútana af lífi…..bara þá sem fullnægja eftirspurn eftir öðrum vímugjöfum.
Það er tímabært að flokkun fíkniefna verði gerð landsmönnum heyrinkunn, áfengið er í flokki hættulegustu fíkniefnanna.
Þótt surmjolk sé á móti dópi gefur það honum enga afsökun fyrir fáfræðinni og viljanum til að dæma og drepa aðra. Það er mun meiri glæpur en það sem fyrst var hér til umræðu.
Sem betur fer eru næstu kynslóðir mun fróðari og fróðleiksfúsari um þessi málefni og þeim frekar treystandi til að horfast í augu við hlutina á réttum grundvelli. ´
Ástæðan fyrir því að fólk einsog ég er orðið mjög reitt útaf þessu er sú að hér er ekki gerður neinn munur á glæp með fórnarlambi og glæp án fórnarlambs.