ulfar89 18. júlí 2008 - 18:48
Var að spá hvort þú mundir ekki skella þessu inná Huga. Mjög góð grein.
Ulfar89; Jú að sjálfsögðu setur maður svona inn á sem flesta staði svo hægt sé að láta sem flesta lesa - enda gerir það ekki mikið gagn ef maður skrifar eitthvað án þess að reyna að koma því til eins margra sem kostur er til það fái athygli og bætir vonandi eitthvað.
Hrimur 18. júlí 2008 - 18:52
frábært framtak og gott að einhverjir eru að hugsa um þetta með hjartað í huga fannst mjög sorglegt að sjá að strákurinn hafði svipt sig lífi. Finnst svonalagað hræðilegt og ætti aldrei að hafa gerst ef einhverjir hefðu ekki verið að tala ílla um hann þegar að augljóst var að hann átti við vandamál að stríða
Hrimur;Já, það er sannarlega alltaf gott framtak ef einhver reynir að leggja sitt af mörkum til að reyna að gera netið vinsamlegra, alveg sama hver gerir það. Sannarlega ætti engin að tala eða koma illa fram við aðra manneskju - allir ættu að hafa hugfast að maður getur sjálfur verið í hinum sporunum einhvern daginn.
IanAnderson 18. júlí 2008 - 20:28
Mun aldrei kaupa það að það hafi verið einhverjum commentum á huga að kenna að hann svipti sig lífi. Þetta er mjög stór ákvörðun sem tekur laaaaangan tíma að ákveða og framkvæma (oftast).
En ekki bættu þessi comment úr skák svo er víst. En ég sé allavega ekki ástæðuna fyrir að banna, eða hvað sem þetta heitir á þessum vef, leiðréttingar á stafsetningu. Bara ekki vera með dónaskap…
IanAnderson;Sannarlega væri seint hægt að kenna einum eða neinum um þegar einstaklingur tekur eigið líf. Slíkt er oft gert eftir sannarlega langt ferli vanlíðan og erfiðleika. Samt eru til tilfelli þar sem fólk sannarlega hefur lítið spáð í hlutina en á sekúndubroti hleypur það af stað án pælinga.
Fólk sem er peppað upp rétt áður en það hefur ákveðið að taka eigið líf, hefur sagt frá því að á síðustu stundu voru það einhverjir einstaklingar sem gerðu eða sögðu hluti sem fékk það til að hætta við. Við getum auðvitað aldrei séð slíkt fyrirfram, en við getum sannarlega gert okkar til að vera hugsanlega “síðasta góða hálmstráið” - hálmstrá sem gæti hugsanlega bjargað mannslífi með því að vera jákvæður og kærleiksríkur! Allir ættu að hafa slíkt hugfast.
Kyy 19. júlí 2008 - 02:46
held ég nú að það sé mismunandi. Held að fólk getur orðið svo langt nyðri að það tekur svona ákvarðanir í skyndi, án þess að plana það eitthvað framm í tímann.
Kyy;Það er hárrétt hjá þér - svona lagað getur sannarlega gerst í stundarhugsun, stundarbrjálæði eða á sekúnduerfiðleikum sem geta birst hverjum sem er. Oftast eru þó einstaklingar sem taka eigið líf búnir að taka þá ákvörðun á löngum tíma þar sem þeir hafa ekki séð sér neina aðra leið færa úr erfiðleikunum. Þess vegna er það svo mikilvægt að allir, hver og einn - sýni þeim sem eiga í erfiðleikum skilning og virðingu.
hypocrite 19. júlí 2008 - 21:27
Nei því miður er það oftast öfugt, það er að segja þetta er fljóttekin ákvörðun og gert oftast í skyndi.
En ég er sammála þér, það er ekki commentum að kenna, því mér finnst það aldrei neinum að kenna þegar einstaklingur fremur sjálfsmorð
hypocrite;Það er virkilega einstaklingsbundið, bundið við sögu einstaklingsins og þá erfiðleika sem hann hefur átt í. Hugsanlega eru til mjög margir sem hafa pælt í því að taka líf sitt en ekki gert neitt í því - fyrr en allt í einu eitthvað verður til þess að kippa síðasta stráinu undan þeim einstakling. Það þarf ekki mikið stundum til að kippa fótunum undan þeim sem slíkt hefur ákveðið - en það þarf heldur ekki mikið til að setja eitt strá í viðbót undir slíkan einstakling - með virðingu og vinsemd, og gæti slíkt strá gert virkilega mikið fyrir þann sem glímir við mikla erfiðleika. Því er það ætíð mikilvægt að sýna umburðalyndi og ljúfleika gagnvart öllum sem koma okkur fyrir sjónir sem þunglyndur eða á einhvern hátt langt niðri.
IanAnderson 19. júlí 2008 - 22:24
sjálfsmorðshugleiðingar ganga oft árum saman áður en atburðurinn er framkvæmdur.
IanAnderson;Sannarlega satt og rétt hjá þér - svona hugleiðingar geta átt sér mjög langan meðgöngutíma, en stundin og staðurinn þegar slíkt er framkvæmt - þar er oft eitthvað lítið sem veldur því að atburðurinn er framkvæmdur.
hypocrite 20. júlí 2008 - 05:39
en atburðurinn er oftast framinn í skyndi.
hypocrite;Það er allur gangur á - en já - líklegt er talið að svona atburður sé ætíð framinn skyndilega, þó oft eigi slíkar hugsanir sér langa sögu.
Kuro 18. júlí 2008 - 21:07
Mér finnst þetta mjög fallega gert af þér og ég vona svo innilega að sem flestir taki þetta til sín. Takk fyrir.
Ég hafði þekt Lárus (Jerico) í nokkur ár, og það er mjög gott að geta lesið allar þessar samúðar kveðjur, sérstaklega þar sem vinskapur okkar virtist vera á mikili uppleið rétt fyrir andlát hans. Fokk hvað þetta er sárt.
Ættingjar og vinir hans hafa alla mína samúð.
Kuro;Þakka þér, já - sannarlega vonar maður að sem flestir lesi og spái virkilega í því hve miklu það skiptir að sýna náungakærleika og jákvæðni í samskiptum á netinu. Það er og verður alltaf sárt að sjá á eftir ástvini, ekkert getur læknað slíkan sársauka - þó tíminn sannarlega mildi sársaukann og geti gert minningarnar að ljúfum og fallegum tímapunkti.
Það væri óskandi að allir, líka börn og unglingar - hugsuðu um það að í framtíðinni gætu börn þeirra staðið í þeim sporum að leita hjálpar á svona síðum líkt og Huga - og hvernig viljum við að komið sé fram við okkar börn, jú - af kærleika og vinsemd - ekki satt?
LollyPolly 18. júlí 2008 - 21:43
Ég er sammála því að fólk þurfi að passa það sem það segir en ég er óssammála því að það séu bara börn og unglingar sem sendi frá sér þessi óþroskuðu komment því það er mikil miður að segja frá því að ég hef oft lent í því að tékka á aldri notenda vegna barnalegu kommenti og komist að því að manneskjan er komin langt yfir tvítugt.
Annars vill ég bara segja aftur að ég samhryggist ættingjum og vinum Lárusar, og einnig honum sjálfum fyrir að hafa verið kominn svo langt niður að hann taldi sjálfsmorð vera einu leiðina út.
LollyPolly;Það er hárrétt hjá þér LollyPolly að sannarlega eru það alls ekki bara börn og unglingar sem senda frá sér ljótar eða óvarkárar athugasemdir. Hef oft séð mun ljótari athugasemdir frá þeim sem kallast fullorðnir, en slíkt sýnir ennþá meiri óþroska því fullorðnir ættu að hafa nógan þroska til að gera sér grein fyrir því hve mikilvægt það er að sýna af sér góða hegðun á netinu. Síður eins og blogg og barnaland eru t.d. fullar “fullorðnu” fólki sem kann alls ekki að umgangast aðra á netinu af virðingu eða með skilningi.
jungleman 18. júlí 2008 - 22:24
Djöfull er þetta orðið þreytt, ef þú tekur deilum á netinu svona illa þá veit ég ekki hvað þú átt að gera een já þori ekki að segja meira því þá yrði ég örugglega bannaður.
jungleman;Umræðan um umburðalyndi og góðmennsku verður aldrei þreytt - en þeir sem eru ekki umburðalyndir og góðir í hjarta sínu gagnvart öðrum, geta sannarlega orðið þreyttir á slíkri umræðu. Athugasemd þín hérna sýnir þinn innri mann mjög vel og kannski ættir þú að hugleiða hvers vegna þú fórst ekki bara út aftur þegar þú varst búinn að lesa - í stað þess að svara með - neikvæðni. Athugasemd eins og þín - er einmitt það sem veldur leiðindum og sá sem veldur ætðíð leiðindum - mun sjálfur uppskera leiðindi í sinn garð þegar og ef hann þarf sjálfur á því að halda að leita ráða einhversstaðar. Ég mana þig til að sýna að þú getir verið þroskuð/aður í framtíðinni með því að sýna jákvæðni og góðmennsku, virðingu og vinskap - frekar en neikvæðni og leiðindi gagnvart þeim sem eru samferða þér á netinu, vittu til - þú myndir njóta þess mun betur en hitt.
CharlesLindberg 19. júlí 2008 - 08:39
Jungleman! Ég velti því fyrir mér, til hvers þú komst inn á þessa síðu og af hvaða hvötum þú taldir þig þurfa að tjá þig hér …
CharlesLindberg;Mjög vel orðað. Það væri einmitt mjög gaman að fá að heyra skýringuna frá Jungleman. Hvers vegna að sýna neikvæðnina og leiðindin í stað þess að fara bara án þess að tjá sig og sýna þar með mikið þroskamerki og skynsemi.
jungleman 19. júlí 2008 - 21:43
Kom á þesssa síðu fyrst örugglega um 2001 og ég tjái mig bara um það sem ég vil tjá mig um.
Jungleman;CharlesLindberg var örugglega ekki að spyrja að því hvernær þú byrjaðir að stunda Huga.is heldur hvers vegna þú sást þér ekki fært annað en að henda inn smá neikvæðni hérna inn á þennan pistil. Bara hvers vegna ekki lesa og fara svo bara fyrst þú hafðir ekkert jákvætt að segja um þessa umræðu? Slíkt hefði gert þig mun skynsamari og þroskaðari í mínum augum, sem og örugglega margra annarra. Hugsaðu um það … spáðu í því hvað gæti fengið Hugara sem og aðra til að bera meiri virðingu fyrir þér. Smá virðing hefur aldrei sakað neinn.
Ninny 18. júlí 2008 - 22:38
Takk fyrir að deila þessum skrifum með okkur. Mér fannst þú snerta á punktum sem eru mér sjálfri ofarlega í huga og það er kærleikur í garð náungans.
Hér eru margir fastir í einhverri “óskrifaðri reglu” að rétt sé að benda fólki á að texti þeirra sé fullur af stafsetningarvillum eða að sálarkvöl þeirra sé sé léttvæg og óréttmæt bara af því að við erum á netsamfélagi.
Ég er kennari og nemendur mínir halda úti bloggsíðum, myspace-síðum og face-book síðum. Þau tala líka mörg saman á msn og flest eineltistilfellin hjá mér í vetur snerust um samskipti á netinu. Það var líkt og krakkarnir næðu ekki að tengja sig tilfinningalega inni á netinu og létu ýmist miður fallegt falla í garð annara.
Annars vil ég bæta við að samtökin Saft eru talsmenn ábyrgrar netumræðu og ég vil því benda á heimasíðu þeirra http://www.saft.is
Lifið heil
Ninny;Ekkert að þakka Ninny. Ég fæ aldrei leið á því að hamra á því að við eigum að sýna meiri kærleika, ljúfmennsku og umburðalyndi gagnvart hvert öðru á netinu.
Það er svo satt að margir halda að það sé hipp og kúl að sýna harðan töffara á netinu - en slíkt leiðir sjaldan af sér einhverja hamingju. Oftar en ekki sýna leiðindi á netinu ekkert annað en óþroska og vanmátt þess sem slíkt sýnir - vanmátt í að vera ljúfur og góður. Myndi maður vilja hafa slíka einstaklinga í kringum sig daglega? Nei, ekki myndi ég vilja það.
Því miður er það svo að einelti á netinu er stórt vandamál. Ótrúlega margir halda að þeir séu hinir mestu töffarar og svo ótrúlega cool - bara vegna þess að þeir skíta yfir allt og alla á netinu. Slíkt sýnir hins vegar ekkert annað en vanþroskaðan einstakling, illa upp alinn og óferjandi. Því miður sýna slíkir einstaklingar líka uppeldið, en það sem maður sýnir af sér í samskiptum við aðra - er oft það sem foreldrar eða uppalendur okkar innrættu okkur.
Málið er auðvitað að ef einhver sýnir af sér leiðindi - er hann að sýna hvernig hann er alinn upp. Hvað segir slíkt um foreldra þess sem leiðindin sýnir? Ekki myndi ég vilja að barn mitt kæmi þannig fram - ég myndi hiklaust taka í taumana og koma mínu barni í skilning um hvað virðing og góðmennska er nauðsynleg - ekki síst þegar maður hugsar um það að kannski þarf maður sjálfur á slíku að halda seinna meir.
Bellator 18. júlí 2008 - 23:17
Eins og alltaf er efnið sem þú sendir inn á Huga framúrskarandi. Hugi þarf fleiri notendur eins og þig sem hafa eitthvað fram að færa og leggja fram málin á uppbyggjandi hátt og með rökum.
Þetta er ekki eins og flest það sem maður sér, skítköst og læti uppúr engu og án ástæðu. Greinilega gert til að særa og níðast á fólk. Í raun ekkert annað en andlegt ofbeldi og þeim sem beitir því til minnkunar sem manneskju. Að ráðast á fólk sem getur ekki varið sig.
Hef fundist það lengi að þetta sé að eyðileggja Huga og hef íhugað að hætta sem notandi. Hef að minnsta kosti minnkað komur hingað mikið.
Hafðu það gott Tígurlögga :-).
B.
Bellator;Þakka þér kærlega góð orð í minn garð. Sannarlega reynir maður sitt besta til að leggja fram eitthvað sem skiptir raunverulega einhverju máli - annars væri nú ekki gaman að eyða tíma í að skrifa mikið yfir höfuð.
Hugi.is hefur að geyma mjög marga geggjaða og framúrskarandi penna, hef séð marga hérna sem mér finnst endalaust mikið gaman að lesa og reyni að lesa allt sem þeir skrifa. Satt er það þó að mun fleiri eru miður góðir - og eiga það til að setja fram meira af skítkasti en einhverju góðu eða uppbyggjandi. Hef því miður séð frábæra penna sem kasta hæfileikum sínum á glæ með því að stunda bara “fantaskap” á netinu í stað þess að beita frábærum hæfileikum sínum í þágu þess góða.
Sjálfur hef ég minnkað komur mínar á Huga, en ég fer samt aldrei alveg í burtu. Líklegt að fáir muni eftir mér ennþá en ég á samt minn sess hérna gruna ég. Er búinn að sjá marga glæsilega penna hverfa héðan vegna þess að það eru og verða líklega alltaf einhverjir óþroskaðir sem eyðileggja allt gott fyrir þeim sem sannarlega eru að reyna sitt besta til að gera Huga.is að betri stað - eins og Hugi.is sannarlega getur verið!
Hafðu það líka gott Bellator..
Stjarna4 18. júlí 2008 - 23:19
Góð grein…og mikið rooosalega er þetta falleg mynd sem þú settir með. Hvar fannstu hana? :)
Stjarna4;Takk fyrir Stjarna, myndina fékk ég á einhverju flakki um netið - man ekki lengur hvar. Þessi mynd heitir
“Velkominn heim”. Ég safna ætíð fallegum myndum að mér á netflakki og geymi í möppu. Ég skrifa mikið um allt netið og oftar en ekki er hægt að senda inn myndir til að leggja áherslu á efnið.
skott 19. júlí 2008 - 01:47
Kæri Tigercopper@hotmail.com!
Ég vona innilega að þessi fallega og góða grein hafi áhrif. Það er ömurlegt að horfa upp á fólk taka sitt eigið líf. Sérstaklega þegar maður sér alla umræðuna eftirá.. t.d. hér á Huga!
Honum hefur örugglega fundist hann vera einn í heiminum og enginn skildi hann… margir búnir að svíkja hann… fyrsta ástin leikur hann illa…. ömurlegt!
Það fyrsta sem ég hugsa er, af hverju var ekki hægt að rétta út hjálparhönd fyrr!!! Auðvitað er hægt að hringja í Vinalínuna… púfffff er hún ennþá til eða?
Ég legg til að opna síðu eða jafnvel link á Huga síðunni fyrir fólk sem er þunglynt. Til að koma í veg fyrir misnotkun á vefnum tilvonandi “Þunglyndi” er hægt að biðja fólk um frekari upplýsingar um sjálft sig.
Þá hugsið þið örugglega, “Ef að fólk er í þessum hugleiðingum þá vill það ekkert gefa upp hver það er!”
Ég segi á móti, oft eru margir sem eru alveg á línunni og vilja láta hjálpa sér, annars væru þeir ekki að skrifa!
Tökum okkur á og reynum að hjálpa náunganum eins mikið og við getum.
Eftir alla þessa umræðu um sjálfsvíg.. eigum við þá allavegana ekki að gera það fyrir Lárus?!? Þá kannski komum við í veg fyrir fleiri…
Ég hugsa til fjölskyldu hans, vina og annara ættingja. Finn til með þeim sem voru vondir við hann í gegnum árin. Ég vona að þeir sem voru með athugasemdir hér á Huga hugsa sig tvisvar um áður en þeir skrifa aftur.
Þessi umræða hefur hvatt mig til þess að verða betri manneskja!
Hvíldu í friði kæri Lárus, nú eru Guðs englar þínir bestu vinir.
Skott;Já Skott - margt smátt gerir örugglega eitt stórt. Ef bara fleiri myndu skrifa eða tala um hve mikilvægt það er að vera jákvæður og ljúfur í samskiptum - þá kannski myndu fleiri verða það smám saman.
Ég veit nú ekki hvort umrædd vinalína sé enn til - en gruna það samt. Sannarlega væri það gott ef hægt væri að opna vina/þunglyndis síðu þar sem þeir geta leitað sem virkilega þurfa á því að halda. Samt er grunur minn að óþroskaðir notendur netsins myndu streyma þangað til að vera með leiðindi og læti. Því sannarlega eru það nokkur skemmd epli sem eyðileggja fyrir öllum hinum.
Hugsanlega væri það í fínu lagi að gera tilraun með slíka síðu - ef það hefur ekki þegar verið gert. En auðvitað væri langbest ef þeir sem glíma við þunglyndi eða einelti - snúi sér til foreldra og fái sína uppalendur til að hjálpa sér að taka á málunum - jafnvel með hjálp sálfræðings eða til þess menntaðra einstaklinga.
Stjarna4 19. júlí 2008 - 21:09
Bara til að láta þig vita þá svaraðir þú mér óvart :) En ekki Tigercoop :)
Stjarna4;*Skellihlátur* .. veistu - meira segja gamli jálkurinn Tigercop hefur lent í því að svara “vitlausum” aðila þegar hann hefur verið að flýta sér. En í fínu lagi að benda manni á það þegar það er gert á góðlátlegan hátt eins og þú gerir. Mættu fleiri taka sér það til fyrirmyndar!
Bellator 19. júlí 2008 - 14:02 Skoða í nýjum glugga Fyrra álit Svara
Sammála því. Mjög góð mynd sem myndi sóma sér vel á vegg í fínum ramma.
Bellator;Já, veistu - ég er alveg sammála þér. Svona myndir eru bara fallegar stækkaðar á vegg. Þessi mynd heitir
“Velkomin/n heim”. Á margar svona myndir sem ég nota í sérstökum tilfellum, eða sem ég prenta út og nota til að setja á jólakort, samúðarkort eða álíka ..
Stjarna4 19. júlí 2008 - 21:11
Já..þessi mynd bara…vá…
Stjarna;Já, vá - alveg sammála þér/ykkur!
Telemnar 19. júlí 2008 - 02:16
Góð grein.
Fólk verður að muna að jafnvel þó að hið rétta nafn þeirra komi ekki fram, hefur það samt ekki rétt til þess að vera andstyggilegt.
Telemnar;Takk. Ég er algerlega sammála þér þarna, nafnleysi gefur engan rétt á því að vera andstyggilegur eða meinfýsinn. Það hefur enginn rétt á því að vera með endalaus leiðindi - enda sýnir slíkt óendanlega mikinn óþroska. Sá sem er harður á bakvið skjáinn í nafnleysi - er sennilega huglaus og virkilega aumur í daglegu lífi. Svo er spurningin með getuleysið - hvort sá sem rífst og skammast mest á netinu - er hugsanlega algerlega getulaus á öllum sviðum í daglegu lífi utan netsins.. ekki satt? *Glott*!
Kubbur 19. júlí 2008 - 02:26
þú ert einn sá besti penni sem hugi hefur átt og ég þakka þér fyrir það
þessi maður sem ég get ásamt fleirum tengt mig persónulega við átti mjög erfitt, var mikið einn og mikill einfari, það að hann hafi leitað eftir svari á huga finnst mér lýsa miklu hugrekki
ég vona að sem flestir lesi þessa grein með þá sem þeir þekkja í huga
Kubbur;Þakka þér góð orð til mín Kubbur.
Mér finnt allir sem leita til netnotenda eftir hjálp - sýna endalaust mikið hugrekki, vitandi að netið er oft yfirfullt af krökkum og fullorðnum sem kunna sig ekki - eru óþroskuð og sýna ekkert annað en vanvirðingu.
*********************** Að lokum langar mig bara aðeins til að bæta hérna við. Fyrst vil ég þakka ykkur öllum sem hafið lagt til málefnalega athugasemd eða jákvæða - það sýnir vel hve þroskuð þið eruð og ljúf í hjarta. Ég met það mikils og virði ykkur fyrir það.
Ég hvet ykkur öll sem lesið til að hugsa ykkur um aðeins og spá í því að við eigum hugsanlega öll eftir að eiga börn sem gætu lent í því að þurfa á hjálp að halda - börn sem hugsanlega gætu leitað hjálpar, upplýsinga eða leitað eftir stuðning og skilning - á síðu eins og Hugi.is.
Hvernig viljið þið að netið taki á móti börnum ykkar í framtíðinni? Spáið vel í því að þið eruð fyrirmyndin - það sem þið gerið núna og það sem þið sýnið þeim sem eru hinu megin við skjáinn - er hugsanlega það sem þið komið til með að sá í börnin ykkar.
Ert þú ágæti lesandi ánægður með það sem þú lætur frá þér í athugasemdir eða í greinar og korka? Myndir þú vilja að börnin þín í framtíðinni fái það sama og þú ert hér að skrifa - framan í sig í framtíðinni?
Ef þú ert ánægð/ur og óskar þess sannarlega að barn þitt fái svipuð viðbrögð frá öðrum og þú ert að gefa frá þér daglega - þá ertu í góðum málum, jákvæð/ur, kærleiksrík/ur og þroskuð/aður.
Ef þú hins vegar ert á einhvern hátt ekki alveg til í að barn þitt fái í framtíðinni það sem þú gefur af þér til annarrra - þá myndi ég stoppa við og pæla í því hvernig þú skrifar - kannski þroskast pínulítið og byrja strax að sá fyrir framtíðinni. Hvað vilt þú uppskera sjálfur þegar þú lendir í vandamálum.
Þakka ykkur öllum kærlega fyrir að lesa og gefa ykkur tíma í athugasemdir.Bætt við 20. júlí 2008 - 18:06 Kveðja;
Tigercop sem mun í framtíðinni gera sitt til að börn í hans umsjá muni sýna virðingu og þroska á netinu - með að leiðarljósi - gerðu öðrum það sem þú vilt sjálfur fá frá þeim!